Viðskipti innlent

Fyrsta flug Play áætlað 24. júní?

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Flugfélagið Play kynnt til sögunnar í Perlunni.
Flugfélagið Play kynnt til sögunnar í Perlunni. Vísir/Vilhelm

Stjórnendur Play hafa ákveðið að fyrsta flug félagsins fari í loftið 24. júní næstkomandi, hefur ViðskiptaMogginn eftir heimildarmönnum. Samkvæmt sömu einstaklingum sé áfangastaðurinn „hernaðarleyndarmál“ en tilkynnt verði um hann á næstunni. 

ViðskiptaMogginn greinir einnig frá því að gert sé ráð fyrir að Play fái flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu í byrjun maímánaðar en þrjár A321-NEO vélar verði skráðar á leyfið til að byrja með.

Forsvarsmenn Play birtu á dögunum lista yfir sextán stærstu hluthafana í félaginu en félagið lauk nýlega hlutafjárútboði þar sem fjárfest var fyrir um 40 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði á sjötta milljarðs króna.

Stærstu hluthafarnir eru Fea, eignarhaldsfélag Skúla Skúlasonar, Birta lífeyrissjóður og Fiskisund, sem Einar Örn Ólafsson fjárfestir fer fyrir.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×