Opnar djassbúlluna Skuggabaldur við Austurvöll í sumar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. apríl 2021 17:01 Framkvæmdir eru í fullum gangi og stefnt að því að opna snemma í sumar. Á veggnum eru múrsteinaflísar sem Jón Mýrdal flutti inn frá Englandi. Þær er gamlar og framleiddar í kringum árið 1910 og eru úr gömlum iðnaðarhúsnæði. Aðsend Framkvæmdir eru hafnar við undirbúning opnunar nýs bars, veitinga- og tónleikastaðar við Austurvöll sem til stendur að opna í sumar. Það er enginn nýgræðingur í veitinga- og skemmtistaðabransanum sem stendur að opnun staðarins en Jón Mýrdal hefur til að mynda rekið skemmtistaðina Röntgen og Húrra. „Framkvæmdir eru byrjaðar og við hlökkum til að opna,“ segir Jón í samtali við Vísi en að öllum líkindum fær staðurinn nafnið Skuggabaldur. „Þetta verður svona djazzbúlla og ég geri ráð fyrir að við verðum líklega með húsband en síðan munu fleiri eflaust troða upp.“ Nafnið Skuggabaldur sækir innblástur í gamla þjóðtrú og vísar til afkvæmis refs og kattar þar sem afkvæmið kemur úr móðurkviði refsins. Nafnið vísar þannig til jazz-tímabilsins í Bandaríkunum þegar „djasskettir“ (e. The Cats) voru æði vinsælir. Flísarnar sem fluttar voru inn frá Englandi.aðsend mynd Staðurinn verður í húsnæðinu við Austurvöll sem liggur við hliðina á Hótel Borg en þar hafa undanfarin ár og áratugi verið starfræktir veitinga- og skemmtistaðir undir hinum ýmsu nöfnum. Einna þekktast er húsnæðið fyrir að hafa hýst Kaffibrennsluna á árum áður. „Planið er ekki að vera með einhverja brjálaða djammstemningu fram á nótt þótt við höfum leyfi fram á nótt. Við ætlum að hafa flottan vín- og drykkjaseðil og mér finnst líklegt að staðurinn muni höfða kannski til þrjátíu ára og eldri. En svo verður bara að koma í ljós hverjir mæta helst,“ segir Jón. Aðspurður kveðst hann engar áhyggjur hafa af því að fara út í nýjan rekstur í núverandi árferði í skugga heimsfaraldurs kórónuveiru. Bjartari tímar séu framundan og það sé alltaf pláss fyrir nýja bari og veitingastaði. Skuggabaldur er hægt og rólega að taka á sig mynd.Aðsend mynd Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Tónlist Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira
„Framkvæmdir eru byrjaðar og við hlökkum til að opna,“ segir Jón í samtali við Vísi en að öllum líkindum fær staðurinn nafnið Skuggabaldur. „Þetta verður svona djazzbúlla og ég geri ráð fyrir að við verðum líklega með húsband en síðan munu fleiri eflaust troða upp.“ Nafnið Skuggabaldur sækir innblástur í gamla þjóðtrú og vísar til afkvæmis refs og kattar þar sem afkvæmið kemur úr móðurkviði refsins. Nafnið vísar þannig til jazz-tímabilsins í Bandaríkunum þegar „djasskettir“ (e. The Cats) voru æði vinsælir. Flísarnar sem fluttar voru inn frá Englandi.aðsend mynd Staðurinn verður í húsnæðinu við Austurvöll sem liggur við hliðina á Hótel Borg en þar hafa undanfarin ár og áratugi verið starfræktir veitinga- og skemmtistaðir undir hinum ýmsu nöfnum. Einna þekktast er húsnæðið fyrir að hafa hýst Kaffibrennsluna á árum áður. „Planið er ekki að vera með einhverja brjálaða djammstemningu fram á nótt þótt við höfum leyfi fram á nótt. Við ætlum að hafa flottan vín- og drykkjaseðil og mér finnst líklegt að staðurinn muni höfða kannski til þrjátíu ára og eldri. En svo verður bara að koma í ljós hverjir mæta helst,“ segir Jón. Aðspurður kveðst hann engar áhyggjur hafa af því að fara út í nýjan rekstur í núverandi árferði í skugga heimsfaraldurs kórónuveiru. Bjartari tímar séu framundan og það sé alltaf pláss fyrir nýja bari og veitingastaði. Skuggabaldur er hægt og rólega að taka á sig mynd.Aðsend mynd
Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Tónlist Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira