Veitingamenn líta sumarið björtum augum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 26. apríl 2021 22:00 Veitingamenn segjast bjartsýnir fyrir komandi tímum þrátt fyrir erfiðleika í vetur. Vísir Sólin lét loks sjá sig víða um land í dag og landsmenn nýttu daginn til hins ítrasta. Mikil stemning var í miðbæ Reykjavíkur þegar fréttamann bar þar að garði á sjöunda tímanum og fólk sat úti í góða veðrinu. „Það er búið að vera hér fullsetið frá opnun og fyrst að tínast úr núna,“ segir Daníel Arnór Snorrason, rekstrarstjóri Snaps og Bodega Hann segist hiklaust finna mikinn mun á fólki þegar sólin lætur sjá sig. „Fólk er almennt hressara og almennt bjartara yfir fólki.“ Sumarblíða var í Reykjavík í dag.Vísir/Vilhelm Fara vel af stað inn í sumarið Daníel segir að nýtt Óðinstorg muni nýtast rekstraraðilum við torgið vel í sumar en þar er nú góð aðstaða fyrir gesti og gangandi. „Við erum ótrúlega heppin með staðsetningu og þetta torg er geggjað. Það er búið að vera iðandi af lífi og gleði síðan það var klárað,“ segir Daníel. Daníel segir það auðvelda rekstraraðilum lífið að geta þjónað til borðs utandyra nú þegar sóttvarnaaðgerðir eru enn nokkuð harðar. „Þá er hægt að ná fleiri gestum í einu og það gerir þetta mjög auðvelt,“ segir Daníel. Hart hefur verið í ári hjá veitingamönnum en Daníel segist líta bjartur til framtíðar. „Þetta er búið að ganga mjög vel hjá okkur og við erum að fara vel af stað inn í sumarið.“ Langt er um liðið frá því að landsmenn upplifðu slíka veðurblíðu.Vísir/Vilhelm Telur þetta tilvalinn tíma til að opna mathöll Mathallir halda áfram að spretta fram og sú nýjasta er við Borgartún 29, við litum þangað í dag. „Þetta ferli er búið að vera sirka ár síðan hugmyndin fæddist og framkvæmdir hófust seint í haust og við opnuðum loksins á þriðjudag. Viðtökurnar hafa verið draumi líkast síðustu vikurnar,“ segir Björn Bragi Arnarson, einn af eigendum Borg29. Mathöllin var opnuð í síðustu viku en þar er að finna níu ólíka veitingastaði. Sumir myndu kalla það kjánaskap að opna mathöll svona í heimsfaraldri. Hvernig kom þetta til? „Þetta var hugmynd sem einn í hópnum hafði og svo átómatískt duttum við inn í þetta með honum og okkur fannst þetta brilljant hugmynd,“ segir Ágúst Sverrir Daníelsson, einn af eigendum Borg29. „Það er kominn mikill þorsti í fólk að fara að komast aftur út, hitta fólk og gera sér glaðan dag. Ég held að þetta sé fullkominn tími til að fara út í svona skemmtilegt verkefni,“ segir Björn. „Ég held að í öllu ferlinu hafi maður aðeins svitnað út af covid en þetta hefur gengið frábærlega í alla staði,“ segir Ágúst. Hvorugur er með reynslu af veitingahúsarekstri en þeir eru báðir spenntir fyrir frekari uppbyggingu og komandi tímum. „Við erum kannski ekkert þekktastir fyrir takta í eldhúsinu en okkar styrkleikar liggja annars staðar en teymið er mjög sterkt og menn að koma með styrkleika úr ólíkum áttum,“ segir Björn. Hér að neðan eru ljósmyndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði af mannlífinu í borginni í dag. Fólk naut lífsins á Klambratúni í sólinni.Vísir/Vilhelm Ungir sem aldnir nutu sólarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Margir nýttu daginn í að sóla sig.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Mikil stemning var í miðbæ Reykjavíkur þegar fréttamann bar þar að garði á sjöunda tímanum og fólk sat úti í góða veðrinu. „Það er búið að vera hér fullsetið frá opnun og fyrst að tínast úr núna,“ segir Daníel Arnór Snorrason, rekstrarstjóri Snaps og Bodega Hann segist hiklaust finna mikinn mun á fólki þegar sólin lætur sjá sig. „Fólk er almennt hressara og almennt bjartara yfir fólki.“ Sumarblíða var í Reykjavík í dag.Vísir/Vilhelm Fara vel af stað inn í sumarið Daníel segir að nýtt Óðinstorg muni nýtast rekstraraðilum við torgið vel í sumar en þar er nú góð aðstaða fyrir gesti og gangandi. „Við erum ótrúlega heppin með staðsetningu og þetta torg er geggjað. Það er búið að vera iðandi af lífi og gleði síðan það var klárað,“ segir Daníel. Daníel segir það auðvelda rekstraraðilum lífið að geta þjónað til borðs utandyra nú þegar sóttvarnaaðgerðir eru enn nokkuð harðar. „Þá er hægt að ná fleiri gestum í einu og það gerir þetta mjög auðvelt,“ segir Daníel. Hart hefur verið í ári hjá veitingamönnum en Daníel segist líta bjartur til framtíðar. „Þetta er búið að ganga mjög vel hjá okkur og við erum að fara vel af stað inn í sumarið.“ Langt er um liðið frá því að landsmenn upplifðu slíka veðurblíðu.Vísir/Vilhelm Telur þetta tilvalinn tíma til að opna mathöll Mathallir halda áfram að spretta fram og sú nýjasta er við Borgartún 29, við litum þangað í dag. „Þetta ferli er búið að vera sirka ár síðan hugmyndin fæddist og framkvæmdir hófust seint í haust og við opnuðum loksins á þriðjudag. Viðtökurnar hafa verið draumi líkast síðustu vikurnar,“ segir Björn Bragi Arnarson, einn af eigendum Borg29. Mathöllin var opnuð í síðustu viku en þar er að finna níu ólíka veitingastaði. Sumir myndu kalla það kjánaskap að opna mathöll svona í heimsfaraldri. Hvernig kom þetta til? „Þetta var hugmynd sem einn í hópnum hafði og svo átómatískt duttum við inn í þetta með honum og okkur fannst þetta brilljant hugmynd,“ segir Ágúst Sverrir Daníelsson, einn af eigendum Borg29. „Það er kominn mikill þorsti í fólk að fara að komast aftur út, hitta fólk og gera sér glaðan dag. Ég held að þetta sé fullkominn tími til að fara út í svona skemmtilegt verkefni,“ segir Björn. „Ég held að í öllu ferlinu hafi maður aðeins svitnað út af covid en þetta hefur gengið frábærlega í alla staði,“ segir Ágúst. Hvorugur er með reynslu af veitingahúsarekstri en þeir eru báðir spenntir fyrir frekari uppbyggingu og komandi tímum. „Við erum kannski ekkert þekktastir fyrir takta í eldhúsinu en okkar styrkleikar liggja annars staðar en teymið er mjög sterkt og menn að koma með styrkleika úr ólíkum áttum,“ segir Björn. Hér að neðan eru ljósmyndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði af mannlífinu í borginni í dag. Fólk naut lífsins á Klambratúni í sólinni.Vísir/Vilhelm Ungir sem aldnir nutu sólarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Margir nýttu daginn í að sóla sig.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira