Getur tekið heilt ár að fá „hillupláss“ í Vínbúðinni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2021 19:21 Ásmundur segir að ríkisvaldið þurfi að rífa sig upp úr skotgröfum og laga regluverkið til að liðka fyrir innlendum bjórframleiðendum og brugghúsum. Vísir/Vilhelm Ríkisvaldið þarf að rífa sig upp úr skotgröfum og laga regluverkið til að liðka fyrir innlendum bjórframleiðendum og brugghúsum. Þetta segir Ásmundur Sveinsson, eigandi KORS-heildsölu og Session Craft bar. Hann segir það geta tekið bjórframleiðendur allt upp í eitt ár að koma vörum sínum að hjá Vínbúðinni. Ásmundur ræddi rekstrarumhverfi smábrugghúsa í þættinum Reykjavík síðdegis í dag en hann segir mikla grósku hafa verið í þeim iðnaði að undanförnu og atvinnugreinin fari sívaxandi. „Íslenskur bjór er að verða háklassa bjór. Nýliðun í bransanum hérna hefur verið ótrúleg,“ segir Ásmundur. „Vonandi getur ríkisvaldið tekið sig til, hætt að vera í gröfunum með öll þau frumvörp sem eru lögð fram uppá að reyna að liðka til í þessum málum. Því þetta er stór atvinnuvegur.“ Líkt og áður segir rekur Ásmundur meðal annars barinn Session sem liggur við gatnamót Laugavegar, Skólavörðustígs og Bankastrætis. „Við verslum beint af framleiðendum og það er ekkert mál,“ segir Ásmundur. „En aftur á móti díla þessir minni aðilar, og sérstaklega úti á landi, við það að það er erfitt fyrir þá að komast að í Vínbúðinni og getur reynst þeim erfitt. Það er ekki langt síðan þér þurftu jafnvel að senda vörur hinumegin frá á landinu til Reykjavíkur til þess að fá að senda þær aftur í Vínbúðina í héraði. Þannig að þetta getur verið ansi löng leið fyrir þá.“ Hann rekur einnig heildsölu sem á í viðskiptum við smærri brugghús. „Við vorum komin af stað með vöru frá litlum bónda sem framleiðir gæða kampavín. Það var komið af stað rétt fyrir en eftir að covid kom fyrir ákváðu að fara örlítið lengra inn í það enda myndaðist ansi mikill opinn tími þarna hjá okkur og ákváðum að bæta við vörulínuna. Þá kemur upp sá bobbi að þá hafa fleiri hugsað það sama sem eru jafnvel mögulega að brenna inni með vörur eða annað og vilja koma að í Vínbúðinni og þá myndast gríðarlegur flöskuháls um sölu,“ útskýrir Ásmundur. „Eins og staðan er í dag getur það tekið þig mögulega heilt ár áður en hún kemst í hillurnar.“ Hilluplássið varla vandamálið Hann furðar sig á því hvernig það má vera að það vanti hillupláss hjá ÁTVR, einu versluninni sem er heimilt að selja áfengi og er með verslanir um land allt. „Ég hugsa að hilluplássið sé ekki vandamálið. Vandamálið er þessi kassi sem þessu annars frábæra fólki hjá Vínbúðinni er sniðinn. Þau hafa ansi fá tækifæri, sérstaklega eins og til að bregðast við þeirri stöðu sem nú er uppi, það er heimsfaraldur. Hlutirnir hafa breyst á mörgum stöðum ansi hratt en það er eins og með hið opinbera oft, það getur verið hægt í förum og hlutirnir geta verið svifaseinir,“ segir Ásmundur. „En þau veit ég hafa gert allt sitt besta til að reyna að liðka til fyrir sérstaklega innlendum framleiðendum og öðrum til að vinna á móti stöðunni en þeim er náttúrlega bara sniðinn stakkur eftir vexti. Þannig að hilluplássið er kannski ekki rétt en það þarf ekki endilega að koma á óvart að Vínbúðin tjái sig ekki endilega um þann kassa sem þeim er settur.“ Áfengi og tóbak Stjórnsýsla Drykkir Verslun Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira
Ásmundur ræddi rekstrarumhverfi smábrugghúsa í þættinum Reykjavík síðdegis í dag en hann segir mikla grósku hafa verið í þeim iðnaði að undanförnu og atvinnugreinin fari sívaxandi. „Íslenskur bjór er að verða háklassa bjór. Nýliðun í bransanum hérna hefur verið ótrúleg,“ segir Ásmundur. „Vonandi getur ríkisvaldið tekið sig til, hætt að vera í gröfunum með öll þau frumvörp sem eru lögð fram uppá að reyna að liðka til í þessum málum. Því þetta er stór atvinnuvegur.“ Líkt og áður segir rekur Ásmundur meðal annars barinn Session sem liggur við gatnamót Laugavegar, Skólavörðustígs og Bankastrætis. „Við verslum beint af framleiðendum og það er ekkert mál,“ segir Ásmundur. „En aftur á móti díla þessir minni aðilar, og sérstaklega úti á landi, við það að það er erfitt fyrir þá að komast að í Vínbúðinni og getur reynst þeim erfitt. Það er ekki langt síðan þér þurftu jafnvel að senda vörur hinumegin frá á landinu til Reykjavíkur til þess að fá að senda þær aftur í Vínbúðina í héraði. Þannig að þetta getur verið ansi löng leið fyrir þá.“ Hann rekur einnig heildsölu sem á í viðskiptum við smærri brugghús. „Við vorum komin af stað með vöru frá litlum bónda sem framleiðir gæða kampavín. Það var komið af stað rétt fyrir en eftir að covid kom fyrir ákváðu að fara örlítið lengra inn í það enda myndaðist ansi mikill opinn tími þarna hjá okkur og ákváðum að bæta við vörulínuna. Þá kemur upp sá bobbi að þá hafa fleiri hugsað það sama sem eru jafnvel mögulega að brenna inni með vörur eða annað og vilja koma að í Vínbúðinni og þá myndast gríðarlegur flöskuháls um sölu,“ útskýrir Ásmundur. „Eins og staðan er í dag getur það tekið þig mögulega heilt ár áður en hún kemst í hillurnar.“ Hilluplássið varla vandamálið Hann furðar sig á því hvernig það má vera að það vanti hillupláss hjá ÁTVR, einu versluninni sem er heimilt að selja áfengi og er með verslanir um land allt. „Ég hugsa að hilluplássið sé ekki vandamálið. Vandamálið er þessi kassi sem þessu annars frábæra fólki hjá Vínbúðinni er sniðinn. Þau hafa ansi fá tækifæri, sérstaklega eins og til að bregðast við þeirri stöðu sem nú er uppi, það er heimsfaraldur. Hlutirnir hafa breyst á mörgum stöðum ansi hratt en það er eins og með hið opinbera oft, það getur verið hægt í förum og hlutirnir geta verið svifaseinir,“ segir Ásmundur. „En þau veit ég hafa gert allt sitt besta til að reyna að liðka til fyrir sérstaklega innlendum framleiðendum og öðrum til að vinna á móti stöðunni en þeim er náttúrlega bara sniðinn stakkur eftir vexti. Þannig að hilluplássið er kannski ekki rétt en það þarf ekki endilega að koma á óvart að Vínbúðin tjái sig ekki endilega um þann kassa sem þeim er settur.“
Áfengi og tóbak Stjórnsýsla Drykkir Verslun Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira