Viðskipti innlent

Úr­ræði stjórn­valda mest nýtt af rekstrar­aðilum með færri en fimm starfs­menn

Eiður Þór Árnason skrifar
Heldur rólegt hefur verið í Leifsstöð síðastliðið ár. 
Heldur rólegt hefur verið í Leifsstöð síðastliðið ár.  Vísir/vilhelm

Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru meirihluti þeirra sem nýta sér úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Þrír af hverjum fjórum rekstraraðilum sem nýtt hafa úrræðin eru lítil fyrirtæki með færri en fimm starfsmenn eða einyrkjar. 

Heildarumfang sértækra stuðningsaðgerða nemur hingað til ríflega 80 milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um eftirfylgni efnahagsaðgerða vegna faraldursins.

Ef horft er á stærstu sértæku stuðningsaðgerðirnar hafa um 72% verið í formi tilfærslna, 15% í ríkistryggðra lána og 13% í frestun skattgreiðslna fram til þessa. Auk þess hafa um 27 milljarðar króna verið greiddir úr séreignasjóðum og 7 milljarðar króna verið endurgreiddir aukalega af virðisaukaskatti. Við þessi úrræði leggst kostnaður vegna ýmissa félagslegra úrræða, kostnaður heilbrigðiskerfisins auk fjárfestingarátaks.

Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en um fjórðungur fyrirtækja í öllum stærðaflokkum hafa nýtt sér eitthvert úrræðanna.

Hlutabætur eru umfangsmesta úrræði stjórnvalda, en greiðslur vegna þeirra nema 28,1 milljörðum króna. Næst eru stuðnings- og viðbótarlán (12,2 milljarðar króna), greiðsla launa á uppsagnarfresti (12,2 milljarðar króna) og hefur skattgreiðslum verið frestað fyrir 10,2 milljarða króna. 

Greiddir hafa verið tekjufallsstyrkir fyrir nær 10 milljarða króna til um 2 þúsund rekstraraðila og viðspyrnustyrkir fyrir 2,3 milljarða króna til yfir 700 fyrirtækja og einyrkja.

Samantekt fjármála- og efnahagsráðuneytisins





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×