Viðskipti innlent

Bar Ananas endurheimtir húsnæðið og opnar á ný

Snorri Másson skrifar
Mæja Sif Daníelsdóttir rekstrarstjóri á nýjum Bar Ananas.
Mæja Sif Daníelsdóttir rekstrarstjóri á nýjum Bar Ananas. Bar Ananas

Bar Ananas opnaði á ný í kvöld í sama húsnæði og endranær, eftir að hafa legið í dvala í þrjú ár. Barinn, sem er á horni Klapparstígs og Grettisgötu, verður með nýju sniði og í takt við tímann; náttúruvín og kokteilar á krana, segir rekstrarstjóri.

„Við ætlum að bjóða upp á einfaldan en góðan barseðil, við verðum með kokteila á krana, úrval af góðum bjór og náttúruvíni. Við höldum í gömlu góðu gleðina sem var á Bar Ananas en þó með nýrri umgjörð. Þetta þarf ekki að vera flókið, bara skemmtilegt,“ segir Mæja Sif Daníelsdóttir rekstrarstjóri í tilkynningu til fréttastofu um málið.

Bar Ananas var þekktur fyrir suðrænt yfirbragð þegar hann var og hét á tímabilinu 2014-2018. Eftir það lokaði hann og veitingastaðurinn Papaku var rekinn í húsnæðinu í tvö ár. Sá lagði upp laupana þegar kórónuveiran skall á í fyrra.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SVN
5,48
74
454.902
BRIM
5,04
39
407.145
KVIKA
2,46
55
1.227.110
ARION
2,04
77
2.874.320
SJOVA
1,06
43
336.282

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
-2,34
9
80.005
MAREL
-1,75
36
579.123
HAGA
-1,52
13
276.948
EIK
-0,87
2
45.600
ORIGO
-0,8
4
18.924
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.