Ógnvekjandi að sjá verðbólguna vaxa í miklu atvinnuleysi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2021 19:30 Anna Hrefna segir launaþróunina skýra stóran part af þeirri stöðu sem nú sé uppi. Vísir/Arnar Verðbólga hefur ekki verið meiri í átta ár og óttast forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins að grípa þurfi til vaxtahækkana sem muni bíta heimilin sérstaklega. Launaþróun spili stóran þátt og ógnvekjandi að sjá verðbólguna vaxa í miklu atvinnuleysi. Verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans síðast liðna ellefu mánuði. Hún mældist 4,3 prósent í mars en er komin upp í 4,6 prósent nú í apríl og hefur ekki verið meiri frá því í febrúar 2013 þegar hún var 4,8 prósent. Húsnæðiskostnaður vegur þyngst í hækkun vísitölunnar, sem fór upp um 2,5 prósent, auk hækkunar á mat og drykk, um 1,1 prósent og skýrist að mestu af verðhækkun á mjólkurvörum. Samtök atvinnulífsins telja launaþróun á síðastliðnu ári vanmetinn áhrifaþátt í verðbólgunni. „Það eru auðvitað ýmsir þættir sem valda. Það eru til dæmis vaxtalækkanir sem hafa átt sér stað að undanförnu og líka launaþróunin. Það hafa verið verulegar launahækkanir að undanförnu eins og við höfum séð í launavísitölunni, 11 prósent launahækkanir, síðastliðið ár. Þannig að þetta setur allt þrýsting til hækkunar verðlags sem við erum að sjá brjótast fram núna,” segir Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA. Þannig hafi bæði launahækkanir og vaxtalækkanir ýtt undir hækkun fasteignaverðs sem skýri aukna verðbólgu að miklu leyti. „Auðvitað hefði maður viljað sjá þessar tölur þróast öðruvísi þar sem launahækkanir voru alls ekki í takti við neitt annað sem er í gangi í efnahagslífinu í dag og það mikla tjón sem hefur orðið hérna. Það erfitt að standa undir þeim án þess að velta þeim út í verðlag,” segir hún, Heimilin muni finna sérstaklega fyrir verðbólgunni. „Aukin verðbólga eykur greiðslubyrði þeirra sem eru með verðtryggð lán en þeir sem eru með óverðtryggð - það verður erfitt ef Seðlabankinn neyðist til að hækka vexti þá mun þetta bíta allverulega. Og við sjáum það að samsetning þeirra sem eru að taka ný húsnæðislán er þannig að virkni peningastefnunnar mun einmitt aukast þannig að vaxtahækkanir munu kannski bíta meira en oft áður. Þá á heimilin þar sem heimilin eru í auknum mæli að kjósa sér óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum.” Staðan sé erfið og ekki ólíklegt að Seðlabankinn bregðist við með vaxtahækkunum. „Þetta er mjög brothætt staða og svolítið ógnvekjandi að sjá verðbólguna fara af stað á meðan atvinnuleysi er enn mikið og maður óttast að það þurfi mögulega að grípa til vaxtahækkana, vonum auðvitað að þess gerist ekki þörf. Ég held það væri ofboðslega jákvætt ef það væri hægt að koma hjólum hagkerfisins í gang í sumar ef bólusetningaáform ganga vel og allt gengur eftir þar, þannig að við getum tekið á móti fjölda ferðamanna. Þá gætum bæði unnið á atvinnuleysinu og gjaldeyristekjurnar myndu vinna á móti þessum verðbóluþrýstingi. Ég held að það væri besti þróunin sem við gætum séð fyrir okkur,” segir Anna Hrefna. Fréttin hefur verið uppfærð. Efnahagsmál Húsnæðismál Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans síðast liðna ellefu mánuði. Hún mældist 4,3 prósent í mars en er komin upp í 4,6 prósent nú í apríl og hefur ekki verið meiri frá því í febrúar 2013 þegar hún var 4,8 prósent. Húsnæðiskostnaður vegur þyngst í hækkun vísitölunnar, sem fór upp um 2,5 prósent, auk hækkunar á mat og drykk, um 1,1 prósent og skýrist að mestu af verðhækkun á mjólkurvörum. Samtök atvinnulífsins telja launaþróun á síðastliðnu ári vanmetinn áhrifaþátt í verðbólgunni. „Það eru auðvitað ýmsir þættir sem valda. Það eru til dæmis vaxtalækkanir sem hafa átt sér stað að undanförnu og líka launaþróunin. Það hafa verið verulegar launahækkanir að undanförnu eins og við höfum séð í launavísitölunni, 11 prósent launahækkanir, síðastliðið ár. Þannig að þetta setur allt þrýsting til hækkunar verðlags sem við erum að sjá brjótast fram núna,” segir Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA. Þannig hafi bæði launahækkanir og vaxtalækkanir ýtt undir hækkun fasteignaverðs sem skýri aukna verðbólgu að miklu leyti. „Auðvitað hefði maður viljað sjá þessar tölur þróast öðruvísi þar sem launahækkanir voru alls ekki í takti við neitt annað sem er í gangi í efnahagslífinu í dag og það mikla tjón sem hefur orðið hérna. Það erfitt að standa undir þeim án þess að velta þeim út í verðlag,” segir hún, Heimilin muni finna sérstaklega fyrir verðbólgunni. „Aukin verðbólga eykur greiðslubyrði þeirra sem eru með verðtryggð lán en þeir sem eru með óverðtryggð - það verður erfitt ef Seðlabankinn neyðist til að hækka vexti þá mun þetta bíta allverulega. Og við sjáum það að samsetning þeirra sem eru að taka ný húsnæðislán er þannig að virkni peningastefnunnar mun einmitt aukast þannig að vaxtahækkanir munu kannski bíta meira en oft áður. Þá á heimilin þar sem heimilin eru í auknum mæli að kjósa sér óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum.” Staðan sé erfið og ekki ólíklegt að Seðlabankinn bregðist við með vaxtahækkunum. „Þetta er mjög brothætt staða og svolítið ógnvekjandi að sjá verðbólguna fara af stað á meðan atvinnuleysi er enn mikið og maður óttast að það þurfi mögulega að grípa til vaxtahækkana, vonum auðvitað að þess gerist ekki þörf. Ég held það væri ofboðslega jákvætt ef það væri hægt að koma hjólum hagkerfisins í gang í sumar ef bólusetningaáform ganga vel og allt gengur eftir þar, þannig að við getum tekið á móti fjölda ferðamanna. Þá gætum bæði unnið á atvinnuleysinu og gjaldeyristekjurnar myndu vinna á móti þessum verðbóluþrýstingi. Ég held að það væri besti þróunin sem við gætum séð fyrir okkur,” segir Anna Hrefna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Efnahagsmál Húsnæðismál Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira