Ógnvekjandi að sjá verðbólguna vaxa í miklu atvinnuleysi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2021 19:30 Anna Hrefna segir launaþróunina skýra stóran part af þeirri stöðu sem nú sé uppi. Vísir/Arnar Verðbólga hefur ekki verið meiri í átta ár og óttast forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins að grípa þurfi til vaxtahækkana sem muni bíta heimilin sérstaklega. Launaþróun spili stóran þátt og ógnvekjandi að sjá verðbólguna vaxa í miklu atvinnuleysi. Verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans síðast liðna ellefu mánuði. Hún mældist 4,3 prósent í mars en er komin upp í 4,6 prósent nú í apríl og hefur ekki verið meiri frá því í febrúar 2013 þegar hún var 4,8 prósent. Húsnæðiskostnaður vegur þyngst í hækkun vísitölunnar, sem fór upp um 2,5 prósent, auk hækkunar á mat og drykk, um 1,1 prósent og skýrist að mestu af verðhækkun á mjólkurvörum. Samtök atvinnulífsins telja launaþróun á síðastliðnu ári vanmetinn áhrifaþátt í verðbólgunni. „Það eru auðvitað ýmsir þættir sem valda. Það eru til dæmis vaxtalækkanir sem hafa átt sér stað að undanförnu og líka launaþróunin. Það hafa verið verulegar launahækkanir að undanförnu eins og við höfum séð í launavísitölunni, 11 prósent launahækkanir, síðastliðið ár. Þannig að þetta setur allt þrýsting til hækkunar verðlags sem við erum að sjá brjótast fram núna,” segir Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA. Þannig hafi bæði launahækkanir og vaxtalækkanir ýtt undir hækkun fasteignaverðs sem skýri aukna verðbólgu að miklu leyti. „Auðvitað hefði maður viljað sjá þessar tölur þróast öðruvísi þar sem launahækkanir voru alls ekki í takti við neitt annað sem er í gangi í efnahagslífinu í dag og það mikla tjón sem hefur orðið hérna. Það erfitt að standa undir þeim án þess að velta þeim út í verðlag,” segir hún, Heimilin muni finna sérstaklega fyrir verðbólgunni. „Aukin verðbólga eykur greiðslubyrði þeirra sem eru með verðtryggð lán en þeir sem eru með óverðtryggð - það verður erfitt ef Seðlabankinn neyðist til að hækka vexti þá mun þetta bíta allverulega. Og við sjáum það að samsetning þeirra sem eru að taka ný húsnæðislán er þannig að virkni peningastefnunnar mun einmitt aukast þannig að vaxtahækkanir munu kannski bíta meira en oft áður. Þá á heimilin þar sem heimilin eru í auknum mæli að kjósa sér óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum.” Staðan sé erfið og ekki ólíklegt að Seðlabankinn bregðist við með vaxtahækkunum. „Þetta er mjög brothætt staða og svolítið ógnvekjandi að sjá verðbólguna fara af stað á meðan atvinnuleysi er enn mikið og maður óttast að það þurfi mögulega að grípa til vaxtahækkana, vonum auðvitað að þess gerist ekki þörf. Ég held það væri ofboðslega jákvætt ef það væri hægt að koma hjólum hagkerfisins í gang í sumar ef bólusetningaáform ganga vel og allt gengur eftir þar, þannig að við getum tekið á móti fjölda ferðamanna. Þá gætum bæði unnið á atvinnuleysinu og gjaldeyristekjurnar myndu vinna á móti þessum verðbóluþrýstingi. Ég held að það væri besti þróunin sem við gætum séð fyrir okkur,” segir Anna Hrefna. Fréttin hefur verið uppfærð. Efnahagsmál Húsnæðismál Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira
Verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans síðast liðna ellefu mánuði. Hún mældist 4,3 prósent í mars en er komin upp í 4,6 prósent nú í apríl og hefur ekki verið meiri frá því í febrúar 2013 þegar hún var 4,8 prósent. Húsnæðiskostnaður vegur þyngst í hækkun vísitölunnar, sem fór upp um 2,5 prósent, auk hækkunar á mat og drykk, um 1,1 prósent og skýrist að mestu af verðhækkun á mjólkurvörum. Samtök atvinnulífsins telja launaþróun á síðastliðnu ári vanmetinn áhrifaþátt í verðbólgunni. „Það eru auðvitað ýmsir þættir sem valda. Það eru til dæmis vaxtalækkanir sem hafa átt sér stað að undanförnu og líka launaþróunin. Það hafa verið verulegar launahækkanir að undanförnu eins og við höfum séð í launavísitölunni, 11 prósent launahækkanir, síðastliðið ár. Þannig að þetta setur allt þrýsting til hækkunar verðlags sem við erum að sjá brjótast fram núna,” segir Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA. Þannig hafi bæði launahækkanir og vaxtalækkanir ýtt undir hækkun fasteignaverðs sem skýri aukna verðbólgu að miklu leyti. „Auðvitað hefði maður viljað sjá þessar tölur þróast öðruvísi þar sem launahækkanir voru alls ekki í takti við neitt annað sem er í gangi í efnahagslífinu í dag og það mikla tjón sem hefur orðið hérna. Það erfitt að standa undir þeim án þess að velta þeim út í verðlag,” segir hún, Heimilin muni finna sérstaklega fyrir verðbólgunni. „Aukin verðbólga eykur greiðslubyrði þeirra sem eru með verðtryggð lán en þeir sem eru með óverðtryggð - það verður erfitt ef Seðlabankinn neyðist til að hækka vexti þá mun þetta bíta allverulega. Og við sjáum það að samsetning þeirra sem eru að taka ný húsnæðislán er þannig að virkni peningastefnunnar mun einmitt aukast þannig að vaxtahækkanir munu kannski bíta meira en oft áður. Þá á heimilin þar sem heimilin eru í auknum mæli að kjósa sér óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum.” Staðan sé erfið og ekki ólíklegt að Seðlabankinn bregðist við með vaxtahækkunum. „Þetta er mjög brothætt staða og svolítið ógnvekjandi að sjá verðbólguna fara af stað á meðan atvinnuleysi er enn mikið og maður óttast að það þurfi mögulega að grípa til vaxtahækkana, vonum auðvitað að þess gerist ekki þörf. Ég held það væri ofboðslega jákvætt ef það væri hægt að koma hjólum hagkerfisins í gang í sumar ef bólusetningaáform ganga vel og allt gengur eftir þar, þannig að við getum tekið á móti fjölda ferðamanna. Þá gætum bæði unnið á atvinnuleysinu og gjaldeyristekjurnar myndu vinna á móti þessum verðbóluþrýstingi. Ég held að það væri besti þróunin sem við gætum séð fyrir okkur,” segir Anna Hrefna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Efnahagsmál Húsnæðismál Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira