Ógnvekjandi að sjá verðbólguna vaxa í miklu atvinnuleysi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2021 19:30 Anna Hrefna segir launaþróunina skýra stóran part af þeirri stöðu sem nú sé uppi. Vísir/Arnar Verðbólga hefur ekki verið meiri í átta ár og óttast forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins að grípa þurfi til vaxtahækkana sem muni bíta heimilin sérstaklega. Launaþróun spili stóran þátt og ógnvekjandi að sjá verðbólguna vaxa í miklu atvinnuleysi. Verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans síðast liðna ellefu mánuði. Hún mældist 4,3 prósent í mars en er komin upp í 4,6 prósent nú í apríl og hefur ekki verið meiri frá því í febrúar 2013 þegar hún var 4,8 prósent. Húsnæðiskostnaður vegur þyngst í hækkun vísitölunnar, sem fór upp um 2,5 prósent, auk hækkunar á mat og drykk, um 1,1 prósent og skýrist að mestu af verðhækkun á mjólkurvörum. Samtök atvinnulífsins telja launaþróun á síðastliðnu ári vanmetinn áhrifaþátt í verðbólgunni. „Það eru auðvitað ýmsir þættir sem valda. Það eru til dæmis vaxtalækkanir sem hafa átt sér stað að undanförnu og líka launaþróunin. Það hafa verið verulegar launahækkanir að undanförnu eins og við höfum séð í launavísitölunni, 11 prósent launahækkanir, síðastliðið ár. Þannig að þetta setur allt þrýsting til hækkunar verðlags sem við erum að sjá brjótast fram núna,” segir Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA. Þannig hafi bæði launahækkanir og vaxtalækkanir ýtt undir hækkun fasteignaverðs sem skýri aukna verðbólgu að miklu leyti. „Auðvitað hefði maður viljað sjá þessar tölur þróast öðruvísi þar sem launahækkanir voru alls ekki í takti við neitt annað sem er í gangi í efnahagslífinu í dag og það mikla tjón sem hefur orðið hérna. Það erfitt að standa undir þeim án þess að velta þeim út í verðlag,” segir hún, Heimilin muni finna sérstaklega fyrir verðbólgunni. „Aukin verðbólga eykur greiðslubyrði þeirra sem eru með verðtryggð lán en þeir sem eru með óverðtryggð - það verður erfitt ef Seðlabankinn neyðist til að hækka vexti þá mun þetta bíta allverulega. Og við sjáum það að samsetning þeirra sem eru að taka ný húsnæðislán er þannig að virkni peningastefnunnar mun einmitt aukast þannig að vaxtahækkanir munu kannski bíta meira en oft áður. Þá á heimilin þar sem heimilin eru í auknum mæli að kjósa sér óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum.” Staðan sé erfið og ekki ólíklegt að Seðlabankinn bregðist við með vaxtahækkunum. „Þetta er mjög brothætt staða og svolítið ógnvekjandi að sjá verðbólguna fara af stað á meðan atvinnuleysi er enn mikið og maður óttast að það þurfi mögulega að grípa til vaxtahækkana, vonum auðvitað að þess gerist ekki þörf. Ég held það væri ofboðslega jákvætt ef það væri hægt að koma hjólum hagkerfisins í gang í sumar ef bólusetningaáform ganga vel og allt gengur eftir þar, þannig að við getum tekið á móti fjölda ferðamanna. Þá gætum bæði unnið á atvinnuleysinu og gjaldeyristekjurnar myndu vinna á móti þessum verðbóluþrýstingi. Ég held að það væri besti þróunin sem við gætum séð fyrir okkur,” segir Anna Hrefna. Fréttin hefur verið uppfærð. Efnahagsmál Húsnæðismál Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans síðast liðna ellefu mánuði. Hún mældist 4,3 prósent í mars en er komin upp í 4,6 prósent nú í apríl og hefur ekki verið meiri frá því í febrúar 2013 þegar hún var 4,8 prósent. Húsnæðiskostnaður vegur þyngst í hækkun vísitölunnar, sem fór upp um 2,5 prósent, auk hækkunar á mat og drykk, um 1,1 prósent og skýrist að mestu af verðhækkun á mjólkurvörum. Samtök atvinnulífsins telja launaþróun á síðastliðnu ári vanmetinn áhrifaþátt í verðbólgunni. „Það eru auðvitað ýmsir þættir sem valda. Það eru til dæmis vaxtalækkanir sem hafa átt sér stað að undanförnu og líka launaþróunin. Það hafa verið verulegar launahækkanir að undanförnu eins og við höfum séð í launavísitölunni, 11 prósent launahækkanir, síðastliðið ár. Þannig að þetta setur allt þrýsting til hækkunar verðlags sem við erum að sjá brjótast fram núna,” segir Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA. Þannig hafi bæði launahækkanir og vaxtalækkanir ýtt undir hækkun fasteignaverðs sem skýri aukna verðbólgu að miklu leyti. „Auðvitað hefði maður viljað sjá þessar tölur þróast öðruvísi þar sem launahækkanir voru alls ekki í takti við neitt annað sem er í gangi í efnahagslífinu í dag og það mikla tjón sem hefur orðið hérna. Það erfitt að standa undir þeim án þess að velta þeim út í verðlag,” segir hún, Heimilin muni finna sérstaklega fyrir verðbólgunni. „Aukin verðbólga eykur greiðslubyrði þeirra sem eru með verðtryggð lán en þeir sem eru með óverðtryggð - það verður erfitt ef Seðlabankinn neyðist til að hækka vexti þá mun þetta bíta allverulega. Og við sjáum það að samsetning þeirra sem eru að taka ný húsnæðislán er þannig að virkni peningastefnunnar mun einmitt aukast þannig að vaxtahækkanir munu kannski bíta meira en oft áður. Þá á heimilin þar sem heimilin eru í auknum mæli að kjósa sér óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum.” Staðan sé erfið og ekki ólíklegt að Seðlabankinn bregðist við með vaxtahækkunum. „Þetta er mjög brothætt staða og svolítið ógnvekjandi að sjá verðbólguna fara af stað á meðan atvinnuleysi er enn mikið og maður óttast að það þurfi mögulega að grípa til vaxtahækkana, vonum auðvitað að þess gerist ekki þörf. Ég held það væri ofboðslega jákvætt ef það væri hægt að koma hjólum hagkerfisins í gang í sumar ef bólusetningaáform ganga vel og allt gengur eftir þar, þannig að við getum tekið á móti fjölda ferðamanna. Þá gætum bæði unnið á atvinnuleysinu og gjaldeyristekjurnar myndu vinna á móti þessum verðbóluþrýstingi. Ég held að það væri besti þróunin sem við gætum séð fyrir okkur,” segir Anna Hrefna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Efnahagsmál Húsnæðismál Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira