Hagnaður Origo dregst saman Eiður Þór Árnason skrifar 30. apríl 2021 10:12 Stjórnendur félagsins eru sæmilega sáttir með niðurstöðuna. Vísir/Vilhelm Hagnaður Origo nam 163 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi og dróst saman um 61,6% frá sama tímabili í fyrra þegar hann nam 425 milljónum króna. Tekjur drógust saman um 2,4% milli fjórðunga og nam sala á vöru og þjónustu 4,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2021. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Origo. Hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBIDTA) var 301 milljón króna á fyrstu þremur mánuðum ársins og jókst frá fyrsta ársfjórðungi 2020 þegar hann nam 237 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall er nú 58,6% en var 56,5% í lok árs 2020. Samdráttur skýrist af lítilli innviðasölu Jón Björnsson, forstjóri Origo segir í tilkynningu að fjórðungurinn hafi komið ágætlega út fyrir félagið. „Samanburður við fyrra ár er vissulega erfiður sökum breytinga í efnahagslífinu, sem urðu á sama fjórðungi síðasta árs. Fjórðungurinn endar 2,4% undir veltu síðasta árs sem skýrist eingöngu af lítilli innviðasölu miðað við síðasta ár þegar fyrirtækið gekk frá stórum sölum til gagnavera. Tekjur annarra þátta eru hins vegar að vaxa.“ 44% vöxtur var í sölu á hugbúnaði Origo og um var að ræða stærsta fjórðung í sögu dótturfélagsins Tempo. Viðverandi vöxtur er sagður vera á hugbúnaðarsviðum félagsins. Vöruskortur á vélbúnaði hafði áhrif „Í eigin hugbúnaði, sem er nokkuð vel skilgreindur í kringum heilbrigðismarkaðinn, mannauðslausnir, gæðakerfi og lausnir fyrir ferðaþjónustu, hefur gengið vel en um 44% aukning er í tekjum milli ára. Mesti vöxturinn er innan sprotahlutans, eða 68%, en þar eru sex mismunandi lausnir á nokkuð breiðu þroskastigi. Almennt séð var verkefnisstaða góð á 1F og vel hefur tekist til að við vinnu er tengist endurskipulagningu sölu- og markaðsstarfs og samhæfingar þátta er lúta að markaðsstarfi og hvernig við vinnum með okkar kjarnasvið,“ segir Jón í tilkynningu til Kauphallar. Jón Björnsson, forstjóri Origo.Origo „Sala og áherslur Origo í notendabúnaði heldur áfram jákvæðri vegferð á þessu ári. Notendabúnaður skilar 5% aukningu ofan á 38% aukningu s.l. ár þrátt fyrir töluverðar áskoranir á innkaupahliðinni, en verulegur vöruskortur hefur verið á vélbúnaði vegna skorts á örgjörvum í heiminum. [...] Fjárfesting Origo í afgreiðslutengdum lausnum er farin að hafa jákvæði áhrif á rekstur félagsins enda margar lausnir sem eru í mikilli eftirspurn þegar fyrirtæki leggja meiri áherslu á hagræðingu og stafrænt viðmót. Hér má nefna vörur eins og sjálfsafgreiðslukerfi, biðraðakerfi, skanna og rafræna hillumiða,“ bætir Jón við. Tækni Markaðir Upplýsingatækni Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Origo. Hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBIDTA) var 301 milljón króna á fyrstu þremur mánuðum ársins og jókst frá fyrsta ársfjórðungi 2020 þegar hann nam 237 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall er nú 58,6% en var 56,5% í lok árs 2020. Samdráttur skýrist af lítilli innviðasölu Jón Björnsson, forstjóri Origo segir í tilkynningu að fjórðungurinn hafi komið ágætlega út fyrir félagið. „Samanburður við fyrra ár er vissulega erfiður sökum breytinga í efnahagslífinu, sem urðu á sama fjórðungi síðasta árs. Fjórðungurinn endar 2,4% undir veltu síðasta árs sem skýrist eingöngu af lítilli innviðasölu miðað við síðasta ár þegar fyrirtækið gekk frá stórum sölum til gagnavera. Tekjur annarra þátta eru hins vegar að vaxa.“ 44% vöxtur var í sölu á hugbúnaði Origo og um var að ræða stærsta fjórðung í sögu dótturfélagsins Tempo. Viðverandi vöxtur er sagður vera á hugbúnaðarsviðum félagsins. Vöruskortur á vélbúnaði hafði áhrif „Í eigin hugbúnaði, sem er nokkuð vel skilgreindur í kringum heilbrigðismarkaðinn, mannauðslausnir, gæðakerfi og lausnir fyrir ferðaþjónustu, hefur gengið vel en um 44% aukning er í tekjum milli ára. Mesti vöxturinn er innan sprotahlutans, eða 68%, en þar eru sex mismunandi lausnir á nokkuð breiðu þroskastigi. Almennt séð var verkefnisstaða góð á 1F og vel hefur tekist til að við vinnu er tengist endurskipulagningu sölu- og markaðsstarfs og samhæfingar þátta er lúta að markaðsstarfi og hvernig við vinnum með okkar kjarnasvið,“ segir Jón í tilkynningu til Kauphallar. Jón Björnsson, forstjóri Origo.Origo „Sala og áherslur Origo í notendabúnaði heldur áfram jákvæðri vegferð á þessu ári. Notendabúnaður skilar 5% aukningu ofan á 38% aukningu s.l. ár þrátt fyrir töluverðar áskoranir á innkaupahliðinni, en verulegur vöruskortur hefur verið á vélbúnaði vegna skorts á örgjörvum í heiminum. [...] Fjárfesting Origo í afgreiðslutengdum lausnum er farin að hafa jákvæði áhrif á rekstur félagsins enda margar lausnir sem eru í mikilli eftirspurn þegar fyrirtæki leggja meiri áherslu á hagræðingu og stafrænt viðmót. Hér má nefna vörur eins og sjálfsafgreiðslukerfi, biðraðakerfi, skanna og rafræna hillumiða,“ bætir Jón við.
Tækni Markaðir Upplýsingatækni Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira