Hagnaður Origo dregst saman Eiður Þór Árnason skrifar 30. apríl 2021 10:12 Stjórnendur félagsins eru sæmilega sáttir með niðurstöðuna. Vísir/Vilhelm Hagnaður Origo nam 163 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi og dróst saman um 61,6% frá sama tímabili í fyrra þegar hann nam 425 milljónum króna. Tekjur drógust saman um 2,4% milli fjórðunga og nam sala á vöru og þjónustu 4,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2021. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Origo. Hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBIDTA) var 301 milljón króna á fyrstu þremur mánuðum ársins og jókst frá fyrsta ársfjórðungi 2020 þegar hann nam 237 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall er nú 58,6% en var 56,5% í lok árs 2020. Samdráttur skýrist af lítilli innviðasölu Jón Björnsson, forstjóri Origo segir í tilkynningu að fjórðungurinn hafi komið ágætlega út fyrir félagið. „Samanburður við fyrra ár er vissulega erfiður sökum breytinga í efnahagslífinu, sem urðu á sama fjórðungi síðasta árs. Fjórðungurinn endar 2,4% undir veltu síðasta árs sem skýrist eingöngu af lítilli innviðasölu miðað við síðasta ár þegar fyrirtækið gekk frá stórum sölum til gagnavera. Tekjur annarra þátta eru hins vegar að vaxa.“ 44% vöxtur var í sölu á hugbúnaði Origo og um var að ræða stærsta fjórðung í sögu dótturfélagsins Tempo. Viðverandi vöxtur er sagður vera á hugbúnaðarsviðum félagsins. Vöruskortur á vélbúnaði hafði áhrif „Í eigin hugbúnaði, sem er nokkuð vel skilgreindur í kringum heilbrigðismarkaðinn, mannauðslausnir, gæðakerfi og lausnir fyrir ferðaþjónustu, hefur gengið vel en um 44% aukning er í tekjum milli ára. Mesti vöxturinn er innan sprotahlutans, eða 68%, en þar eru sex mismunandi lausnir á nokkuð breiðu þroskastigi. Almennt séð var verkefnisstaða góð á 1F og vel hefur tekist til að við vinnu er tengist endurskipulagningu sölu- og markaðsstarfs og samhæfingar þátta er lúta að markaðsstarfi og hvernig við vinnum með okkar kjarnasvið,“ segir Jón í tilkynningu til Kauphallar. Jón Björnsson, forstjóri Origo.Origo „Sala og áherslur Origo í notendabúnaði heldur áfram jákvæðri vegferð á þessu ári. Notendabúnaður skilar 5% aukningu ofan á 38% aukningu s.l. ár þrátt fyrir töluverðar áskoranir á innkaupahliðinni, en verulegur vöruskortur hefur verið á vélbúnaði vegna skorts á örgjörvum í heiminum. [...] Fjárfesting Origo í afgreiðslutengdum lausnum er farin að hafa jákvæði áhrif á rekstur félagsins enda margar lausnir sem eru í mikilli eftirspurn þegar fyrirtæki leggja meiri áherslu á hagræðingu og stafrænt viðmót. Hér má nefna vörur eins og sjálfsafgreiðslukerfi, biðraðakerfi, skanna og rafræna hillumiða,“ bætir Jón við. Tækni Markaðir Upplýsingatækni Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Origo. Hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBIDTA) var 301 milljón króna á fyrstu þremur mánuðum ársins og jókst frá fyrsta ársfjórðungi 2020 þegar hann nam 237 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall er nú 58,6% en var 56,5% í lok árs 2020. Samdráttur skýrist af lítilli innviðasölu Jón Björnsson, forstjóri Origo segir í tilkynningu að fjórðungurinn hafi komið ágætlega út fyrir félagið. „Samanburður við fyrra ár er vissulega erfiður sökum breytinga í efnahagslífinu, sem urðu á sama fjórðungi síðasta árs. Fjórðungurinn endar 2,4% undir veltu síðasta árs sem skýrist eingöngu af lítilli innviðasölu miðað við síðasta ár þegar fyrirtækið gekk frá stórum sölum til gagnavera. Tekjur annarra þátta eru hins vegar að vaxa.“ 44% vöxtur var í sölu á hugbúnaði Origo og um var að ræða stærsta fjórðung í sögu dótturfélagsins Tempo. Viðverandi vöxtur er sagður vera á hugbúnaðarsviðum félagsins. Vöruskortur á vélbúnaði hafði áhrif „Í eigin hugbúnaði, sem er nokkuð vel skilgreindur í kringum heilbrigðismarkaðinn, mannauðslausnir, gæðakerfi og lausnir fyrir ferðaþjónustu, hefur gengið vel en um 44% aukning er í tekjum milli ára. Mesti vöxturinn er innan sprotahlutans, eða 68%, en þar eru sex mismunandi lausnir á nokkuð breiðu þroskastigi. Almennt séð var verkefnisstaða góð á 1F og vel hefur tekist til að við vinnu er tengist endurskipulagningu sölu- og markaðsstarfs og samhæfingar þátta er lúta að markaðsstarfi og hvernig við vinnum með okkar kjarnasvið,“ segir Jón í tilkynningu til Kauphallar. Jón Björnsson, forstjóri Origo.Origo „Sala og áherslur Origo í notendabúnaði heldur áfram jákvæðri vegferð á þessu ári. Notendabúnaður skilar 5% aukningu ofan á 38% aukningu s.l. ár þrátt fyrir töluverðar áskoranir á innkaupahliðinni, en verulegur vöruskortur hefur verið á vélbúnaði vegna skorts á örgjörvum í heiminum. [...] Fjárfesting Origo í afgreiðslutengdum lausnum er farin að hafa jákvæði áhrif á rekstur félagsins enda margar lausnir sem eru í mikilli eftirspurn þegar fyrirtæki leggja meiri áherslu á hagræðingu og stafrænt viðmót. Hér má nefna vörur eins og sjálfsafgreiðslukerfi, biðraðakerfi, skanna og rafræna hillumiða,“ bætir Jón við.
Tækni Markaðir Upplýsingatækni Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira