Fleiri fréttir

Fjögur ráðin til Nasdaq á Íslandi

Ástgeir Ólafsson, Brynja Þrastardóttir, Grímur Birgisson og Kristófer Númi Hlynsson hafa gengið til liðs við Nasdaq á Íslandi á undanförnum vikum

Teymið að baki QuizUp gefur út nýjan spurningaleik

Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem var stofnað af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, sem gaf út spurningaleikinn QuizUp, hefur gefið út sinn fyrsta spurningaleik frá því að QuizUp fór sigurför um heiminn. Nýi leikurinn ber heitið Trivia Royale og er í formi smáforrits.

Jökull hættir hjá Stefni

Jökull H. Úlfsson, framkvæmdastjóri Stefnis, hefur óskað eftir að láta af störfum og hefur komist að samkomulagi við félagið um starfslok.

Loks hægt að nálgast Ferða­­gjöfina

Einstaklingar með lögheimili á Íslandi, íslenska kennitölu og eru fæddir árið 2002 eða fyrr geta nýtt sér gjöfina sem er rafræna og að upphæð 5.000 krónur.

Aflýsa beinu flugi til Akureyrar frá Hollandi í sumar

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum á sínum vegum í sumar, þar með talið til Akureyrar. Ástæðan er óvissan sem enn ríkir vegna Covid 19 faraldursins.

Ungar konur leiða þróun á rafrænum ökuskírteinum

Fyrirtækið Smart Solutions þróar nú rafræn ökuskírteini en 87,5% starfsmanna eru nú konur. Þær ætla sér að hrista upp í þeim staðalímyndum sem lita tækniheiminn og sprotafyrirtæki á Íslandi í dag.

Guð­mundur á­fram fram­kvæmda­stjóri Bónus

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, mun starfa áfram sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hann hugðist láta af störfum eftir hartnær þrjátíu ára starfstíð hjá Bónus.

Eim­skip flytur höfuð­stöðvarnar

Eimskip hefur flutt aðalskrifstofur sínar og starfsemi dótturfélagsins TVG-Zimsen í skrifstofurými Vöruhótels félagins við Sundahöfn.

Tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 32,2 milljarða

Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 32,2 milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins 2020, 32,2 milljarðar teljast 4,8% af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands í dag.

ESB segir MS ekki mega kalla vörur sínar „feta“

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið fram á það við íslensk stjórnvöld að þau sjái til þess að MS noti ekki heitið „feta“ í framleiðslu sinni á osti. Osturinn sé ekki fetaostur nema framleiddur í Grikklandi, og þá eftir ákveðinni aðferð.

Play áætlar að hefja leik næsta haust

Skúli Skúlason, stjórnaformaður flugfélagsins Play, segir félagið stefna á að hefja sig til flugs í október á þessu ári. Hann segir flugmarkaðinn gjörbreyttan í kjölfar kórónuveirufaraldursins og segir stöðuna hagstæða fyrir nýtt flugfélag.

Vélmenni hrista kokteila á Hafnartorgi

Það tekur vélmennin Ragnar og Fróða eina til tvær mínútur að útbúa drykk, afgreiðslutíminn getur þó verið töluvert lengri þegar mikið er að gera.

Hefja netverslun og heimsendingu á bjór

„Það hefur verið hægt að versla samskonar vörur á netinu og fá heimsent erlendis frá og við teljum að sama gildi um okkar vöru,“ sagði Þórgnýr Thoroddsen, rekstraraðili Bjórlands sem hóf í dag netverslun og heimsendingu á bjór frá íslenskum brugghúsum.

Alþjóðlegt fyrirtæki opnar á Laugavegi

Danska fyrirtækið Harklinikken, sem er þekkt fyrir meðferðir á hárlosi kvenna og karla og hárheilbrigði, hefur opnað fyrsta útibú sitt í Reykjavík.

Sjá næstu 50 fréttir