Viðskipti innlent

Disney+ kemur til Íslands í september

Atli Ísleifsson skrifar
Disney+ hóf göngu sína í Norður-Ameríku þann 12. nóvember síðastliðinn.
Disney+ hóf göngu sína í Norður-Ameríku þann 12. nóvember síðastliðinn. Getty

Disney+, streymisveita Disney, mun hefja innreið síða á íslenskan markað í september næstkomandi.

Frá þessi greinir Disney í yfirlýsingu, en streymisveitan verður opin Íslendingum frá og með 15. september. Að auki verður opnað fyrir Disney+ í Portúgal, Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Belgíu og Lúxemborg á sama tíma.

Disney+ hóf göngu sína í Norður-Ameríku þann 12. nóvember síðastliðinn.

Í tilkynningunni er einnig gefið upp verðið fyrir áskriftina en það verður 7,88 Bandaríkjadalir á mánuði á Íslandi, eða 78,88 dalir fyrir ársáskrift. Það samsvarar um 1.100 krónum á mánuði eða um 11 þúsund krónum fyrir ársáskrift á núverandi gengi.

Disney+ opnaði í Bretlandi, Þýskalandi, Spáni, Ítalíu, Austurríki, Írlandi og Sviss í mars síðastliðnum og í Frakklandi í apríl.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.