Viðskipti innlent

Aflýsa beinu flugi til Akureyrar frá Hollandi í sumar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hollenska ferðaskrifstofan Voigt bauð meðal annars upp á flug milli Akureyrar og Rotterdam með hollenska flugfélaginu Transavia síðastliðið sumar.
Hollenska ferðaskrifstofan Voigt bauð meðal annars upp á flug milli Akureyrar og Rotterdam með hollenska flugfélaginu Transavia síðastliðið sumar. Vísir/Tryggvi Páll

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum á sínum vegum í sumar, þar með talið til Akureyrar. Ástæðan er óvissan sem enn ríkir vegna Covid 19 faraldursins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands.

Gert var ráð fyrir vikulegum flugferðum fá milli Rotterdam og Akureyrar í sumar, líkt og sumarið 2019. Sumaráætlunin átti að hefjast í byrjun júní en var slegið á frest vegna óvissu vegna kórónuveirufaraldursins.

Í dag tilkynnti hollenska ferðaskrifstofan hins vegar að hún hefði aflýst öllum flugferðum á sínum vegum í sumar, og þar á meðal til Akureyrar. Ekkert verður því af beinu flugi á milli Hollands og Akureyrar í sumar.

Í tilkynningu frá Markaðsstofunni segir að vegna óvissunnar um ferðalög í kjölfar Covid-19 hafi flestir farþegar Voigt Travel afbókað sínar ferðir í sumar.

Um 2/3 hlutar Hollendinga hyggjast ekki ferðast til annarra landa á þessu ári og þeir sem ætla út fyrir landsteinana horfa helst til næstu nágrannalanda. Grundvöllur fyrir flugi í sumar var því brostinn.

„Hins vegar eru áform Voigt Travel um flugferðir á næsta ári óbreytt. Stefnt er að 10 flugferðum frá Amsterdam til Akureyrar frá og með 10. febrúar og svo vikulegu flugi næsta sumar,“ segir í tilkynningunni.

„Covid 19 faraldurinn varð til þess að við þurftum að taka þá erfiðu ákvörðun að aflýsa flugi okkar í sumar. En við horfum til bjartari tíma á næsta ári. Við höfum trú á áfangastaðnum Norðurlandi og viljum halda áfram að byggja á því góða samstarfi sem við höfum átt við ferðaþjónustuaðila þar“ er haft eftir Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
0
4
52.475
MAREL
0
8
69.997

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-4,56
10
126.705
REITIR
-4,03
6
42.780
REGINN
-3,09
15
82.623
SJOVA
-2,88
8
33.092
VIS
-2,16
6
80.631
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.