Viðskipti innlent

Innkalla fæðubótarefni vegna ólöglegs sæbjúgnadufts

Andri Eysteinsson skrifar
Varan sem um ræðir.
Varan sem um ræðir. MAST

Matvælastofnun vekur athygli á innköllun á fæðubótarefninu Prótís Liðir frá framleiðandanum Prótís á Sauðárkróki vegna hráefnis sem ekki hefur verið veitt innflutningsleyfi frá stofnuninni.

Um er að ræða kínverskt sæbjúgnaduft en Prótís hefur hafið innköllun ásamt Parlogis sem sér um dreifingu vörunnar.

Innköllunin á við um 120 og 240 hylkja pakkningar af Prótís Liðum með lotunúmer LB-1620.

Vöruna hefur verið að finna í lyfjaverslunum og heilsuhillum verslana um allt land og eru 30.4.2023, 12.5.2023, 13.5.2023 og 14.5.2023 þær „best fyrir dagsetningar“ sem líta ber til.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×