Vélmenni hrista kokteila á Hafnartorgi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. júní 2020 20:00 Það eru ekki mennskir barþjónar heldur vélmenni sem hrista kokteila á nýjum stað sem var opnaður á Hafnartorgi nýverið. Það er fyrirtækið Glacierfire sem rekur staðinn sem er sá fyrsti sinnar tegundar hjá fyrirtækinu í Evrópu en stefnan er að opna fleiri staði víðar um álfuna. Eigendur fyrirtækisins eru frá Úganda og Suður Afríku en þeir opnuðu staðinn í samstarfi við íslenskan viðskiptafélaga í lok mars. Ríflega tveimur milljónum Bandaríkjadala hefur verið fjárfest í stofnkostnað en um 70% af starfsemi og þjónustu staðarins, sem ber nafnið Ice + Fries, þarfnast engra beinna mannlegra samskipta. Þegar pöntun hefur verið staðfest í sjálfsafgreiðsluvélum taka vélmenni við og hrista drykkina. Það tekur vélmennin Ragnar og Fróða eina til tvær mínútur að útbúa drykk, afgreiðslutíminn getur þó verið töluvert lengri þegar mikið er að gera. Einnig er hægt að panta mat en á næstunni stendur til að bjóða upp á nokkra rétti af þrívíddarprentuðum mat sem yrði þá í fyrsta sinn á Íslandi. Gervigreind sér þó ekki ein um alla vinnuna en átta manns eru í fullu starfi hjá fyrirtækinu á Íslandi, átta til viðbótar eru í hlutastarfi og nokkrir í verktöku. Í samtali við fréttastofu segist eigandinn Priyesh Patel vera bjartsýnn á að reksturinn muni ganga vel, þótt tímasetning opnunarinnar hafi verið óvenjuleg í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hann hafi mikla trú á viðskiptalíkaninu en gervigreindin hjálpi til við að auka framleiðni. Matur Gervigreind Tækni Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Það eru ekki mennskir barþjónar heldur vélmenni sem hrista kokteila á nýjum stað sem var opnaður á Hafnartorgi nýverið. Það er fyrirtækið Glacierfire sem rekur staðinn sem er sá fyrsti sinnar tegundar hjá fyrirtækinu í Evrópu en stefnan er að opna fleiri staði víðar um álfuna. Eigendur fyrirtækisins eru frá Úganda og Suður Afríku en þeir opnuðu staðinn í samstarfi við íslenskan viðskiptafélaga í lok mars. Ríflega tveimur milljónum Bandaríkjadala hefur verið fjárfest í stofnkostnað en um 70% af starfsemi og þjónustu staðarins, sem ber nafnið Ice + Fries, þarfnast engra beinna mannlegra samskipta. Þegar pöntun hefur verið staðfest í sjálfsafgreiðsluvélum taka vélmenni við og hrista drykkina. Það tekur vélmennin Ragnar og Fróða eina til tvær mínútur að útbúa drykk, afgreiðslutíminn getur þó verið töluvert lengri þegar mikið er að gera. Einnig er hægt að panta mat en á næstunni stendur til að bjóða upp á nokkra rétti af þrívíddarprentuðum mat sem yrði þá í fyrsta sinn á Íslandi. Gervigreind sér þó ekki ein um alla vinnuna en átta manns eru í fullu starfi hjá fyrirtækinu á Íslandi, átta til viðbótar eru í hlutastarfi og nokkrir í verktöku. Í samtali við fréttastofu segist eigandinn Priyesh Patel vera bjartsýnn á að reksturinn muni ganga vel, þótt tímasetning opnunarinnar hafi verið óvenjuleg í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hann hafi mikla trú á viðskiptalíkaninu en gervigreindin hjálpi til við að auka framleiðni.
Matur Gervigreind Tækni Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira