Viðskipti innlent

Guð­mundur á­fram fram­kvæmda­stjóri Bónus

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Guðmundur mun starfa áfram hjá Bónus.
Guðmundur mun starfa áfram hjá Bónus. Vísir/Vilhelm

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, mun starfa áfram sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Þann 30. apríl síðastliðinn var tilkynnt um breytingu á framkvæmdastjórn Haga og var þá meðal annars tilkynnt að Guðmundur hefði óskað eftir að láta af störfum.

Náðst hefur samkomulag við Guðmund og mun hann því starfa áfram sem framkvæmdastjóri Bónus. Hann hefur starfað hjá Bónus í hartnær þrjá áratugi og sagði hann þegar tilkynnt var um afsögn hans að erfitt væri að segja skilið við fyrirtækið.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×