Viðskipti innlent

Ungar konur leiða þróun á rafrænum ökuskírteinum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Þórdís Jóna Jónsdóttir, Edda Konráðsdóttir, Vigdís Hlíf Jóhönnudóttir, Vaka Njálsdóttir, Andrea Skúladóttir, Helga Lárusdóttir og Katla Rún Arnórsdóttir leiða þróun á stafrænum ökuskírteinum. 
Þórdís Jóna Jónsdóttir, Edda Konráðsdóttir, Vigdís Hlíf Jóhönnudóttir, Vaka Njálsdóttir, Andrea Skúladóttir, Helga Lárusdóttir og Katla Rún Arnórsdóttir leiða þróun á stafrænum ökuskírteinum.  Aðsend mynd

Fyrirtækið Smart Solutions þróar nú rafræn ökuskírteini en 87,5% starfsmanna eru nú konur. Þær ætla sér að hrista upp í þeim staðalímyndum sem lita tækniheiminn og sprotafyrirtæki á Íslandi í dag.

Smart Solutions er íslenskt sprotafyrirtæki sem vinnur að stafrænni væðingu hversdagsleikans með því að þróa lausnir sem snúa að hagræðingu á þjónustu ríkis og sveitafélaga við almenning. Fyrsta lausn fyrirtækisins er útgáfa á íslenskum ökuskírteinum á rafrænu formi. Fyrirtækið fékk á dögunum styrk frá Tækniþróunarsjóði og Nýsköpunarsjóði Námsmanna og hefur í kjölfarið ráðið inn í teymið fimm ungar konur með það að leiðarljósi að sækja fram í tækniheiminum.

Skapa vettvang fyrir ungar konur í tækni

„Stofnendur Smart Solutions eru feðginin Þórdís Jóna Jónsdóttir og Jón Jarl Þorgrímsson en þau hafa þróað tæknilausnir s.l. 2 ár er snúa að stafrænum pössum og veskis appi. Í janúar 2020 gekk Edda Konráðsdóttir til liðs við Smart Solutions og sér hún um viðskiptaþróun fyrirtækisins. Nú stækkar teymið enn á ný þar sem fimm ungar konur ganga til liðs við Smart Solutions, þær Vigdís Hlíf Jóhönnudóttir og Vaka Njálsdóttir sem sölu- og markaðsfulltrúar og þær Andrea Skúladóttir, Helga Lárusdóttir og Katla Rún Arnórsdóttir sem forritarar,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

„Smart Solutions hefur unnið að stafrænni væðingu ökuskírteinisins í samráði við Ríkislögreglustjóra og Stafrænt Ísland og hefur það samstarf gengið vel. Fyrirtækið býður upp á stafræna þjónustu á formi passa í gegnum veskisapp í snjallsímum. Allt sem gamla seðlaveskið innihélt áður er nú hægt að útfæra sem stafræna passa og verður á næstunni hægt að geyma í snjallforriti fyrirtækisins, Smart Wallet, eða hvaða veskisappi sem er á iOS eða Android.“

feðginin Þórdís Jóna Jónsdóttir og Jón Jarl ÞorgrímssonAðsend mynd

„Þróun stafræna ökuskírteinisins er nú á lokametrunum og við sjáum fram á að það verði aðgengilegt öllum í júní. Tækniþróunarsjóður og Nýsköpunarsjóður námsmanna hafa veitt okkur stuðning og tækifæri til þess að sækja fram á íslenskum markaði og munum við nýta það tækifæri til þess að efla stuðningsumhverfi kvenna í tækni og skapa vettvang fyrir ungar konur innan tæknigeirans,“ segir Þórdís Jóna Jónsdóttir, stofnandi og tæknistjóri Smart Solutions

„Fyrirtækið Smart Solutions snýr að því að auka innlenda verðmætasköpun á sviði stafrænnar væðingar á þjónustu. Með lausnum fyrirtækisins er líf almennings einfaldað þar sem hlutir líkt og ökuskírteini og önnur kort eða miðar geta auðveldlega gleymst þegar fólk er á ferð og flugi. Á sama tíma sporna lausnir Smart Solutions við sóun á plasti og pappír með einföldum umhverfisvænum lausnum. Möguleikarnir eru nánast endalausir og fyrirtækið er nú, með auknum starfskrafti, enn betur í stakk búið til að sækja fram og takast á við enn fleiri verkefni,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,21
7
151.600
SKEL
1,33
4
58.670
VIS
1
2
30.390
TM
0,89
4
68.300
SIMINN
0,87
6
70.953

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-5,91
3
732
EIM
-1,79
1
138
REITIR
-1,35
3
10.610
MAREL
-0,71
4
10.409
ICESEA
0
3
6.375
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.