Tilkynntu ráðuneytinu um fjárfestingu félags Baldvins og Kötlu í Samherja í nóvember Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júní 2020 12:12 Samherji er umsvifamikið sjávarútvegsfyrirtæki. Vísir/Sigurjón Þann 4. nóvember á síðasta ári barst atvinnuvegaráðuneytinu tilkynning um að K&B ehf. hefði fjárfest í Samherja hf. Tilkynningin var send ráðuneytinu þar sem félagið er að 49 prósent hluta í eigu einstaklings sem skilgreindur er sem erlendur aðili samkvæmt lögum. Sá erlendi aðili er Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, annars af forstjórum Samherja. Frá þessu er greint í Kjarnanum. Tilkynning Þorsteins Más Baldvinssonar, Helgu S. Guðmundsdóttur, Kristjáns Vilhelmssonar og Kolbrúnar Ingólfsdóttur um að þau væru að færa nær allt eignarhald á Samherja hf. til barna sinna vakti mikla athygli í maí en Samherji hf. er félag sem heldur utan um megnið af starfsemi Samherjasamstæðunnar á Íslandi og í Færeyjum. K&B ehf. var skráð í október á síðasta ári og er 49 prósent í eigu Baldvins, 48,9 prósent í eigu systur hans Kötlu Þorsteinsdóttur og 2,1 prósent í eigu Þorsteins Más. Baldvin og Katla fara sameiginlega með um 43 prósenta hlut í Samherja hf. eftir breytingarnar. Greint var frá þessu á vef Samherja þann 15. maí en í frétt Kjarnans er vakin athygli á því að tilkynning um fjárfestingu K&B hafi borist ráðuneytinu þann 4. nóvember síðastliðinn. Þar segir að ástæða þess að ráðuneytinu var tilkynnt um fjárfestinguna er sú að Baldvin sé með lögheimili í Hollandi, og þannig skilgreindur sem erlendur aðili samkvæmt lögum. Allar fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi þarf að tilkynna til atvinnuvegaráðuneytisins. Í lögunum kemur jafnframt fram að tilkynna beri ráðherra um fjárfestingu erlendra aðila jafn skjótt og samningar þar eða ákvarðanir þar að lútandi liggi fyrir. Í tilkynningunni frá Samherja í maí kom fram að undirbúningur að breytingum á eignarhaldi Samherja hf. hafi staðið yfir undanfarin tvö ár, og formlega kynnt stjórn á miðju síðasta ári. Sem fyrr segir var greint frá viðskiptunum opinberlega í maí. Upplýsingar um að umrædd tilkynning hafi verið send til ráðuneytisins komu fyrst fram í nýlegu svari við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um eignarhald erlendra aðila í sjávarútvegsfyrirtækjum. Fram hefur komið að tilfærslan frá Þorsteini Má, Kristjáni, Helgu og Kolbrúnar hafi verið blanda af fyrirframgreiddum arfi og sölu hlutabréfa. Upplýsingar um á hvaða verði viðskiptin fóru fram hafa ekki fengist uppgefnar. Í fréttaskýringu Kjarnans er tilkynningin til ráðuneytisins sett í samhengi við það að um viku eftir að hún var send ráðuneytinu birti Kveikur rannsókn sína á umdeildum umsvifum Samherja í Namibíu, sem meðal annars varð til þess að Þorsteinn Már steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja. Þá er einnig bent á að vikurnar áður en tilkynningin var send ráðuneytinu höfðu ráðamenn Samherja fengið upplýsingar um það að fréttamenn Kveiks hyggðust fjalla um umsvif Samherja í Namibíu. Fréttaskýringu Kjarnans má lesa hér. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Sjá meira
Þann 4. nóvember á síðasta ári barst atvinnuvegaráðuneytinu tilkynning um að K&B ehf. hefði fjárfest í Samherja hf. Tilkynningin var send ráðuneytinu þar sem félagið er að 49 prósent hluta í eigu einstaklings sem skilgreindur er sem erlendur aðili samkvæmt lögum. Sá erlendi aðili er Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, annars af forstjórum Samherja. Frá þessu er greint í Kjarnanum. Tilkynning Þorsteins Más Baldvinssonar, Helgu S. Guðmundsdóttur, Kristjáns Vilhelmssonar og Kolbrúnar Ingólfsdóttur um að þau væru að færa nær allt eignarhald á Samherja hf. til barna sinna vakti mikla athygli í maí en Samherji hf. er félag sem heldur utan um megnið af starfsemi Samherjasamstæðunnar á Íslandi og í Færeyjum. K&B ehf. var skráð í október á síðasta ári og er 49 prósent í eigu Baldvins, 48,9 prósent í eigu systur hans Kötlu Þorsteinsdóttur og 2,1 prósent í eigu Þorsteins Más. Baldvin og Katla fara sameiginlega með um 43 prósenta hlut í Samherja hf. eftir breytingarnar. Greint var frá þessu á vef Samherja þann 15. maí en í frétt Kjarnans er vakin athygli á því að tilkynning um fjárfestingu K&B hafi borist ráðuneytinu þann 4. nóvember síðastliðinn. Þar segir að ástæða þess að ráðuneytinu var tilkynnt um fjárfestinguna er sú að Baldvin sé með lögheimili í Hollandi, og þannig skilgreindur sem erlendur aðili samkvæmt lögum. Allar fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi þarf að tilkynna til atvinnuvegaráðuneytisins. Í lögunum kemur jafnframt fram að tilkynna beri ráðherra um fjárfestingu erlendra aðila jafn skjótt og samningar þar eða ákvarðanir þar að lútandi liggi fyrir. Í tilkynningunni frá Samherja í maí kom fram að undirbúningur að breytingum á eignarhaldi Samherja hf. hafi staðið yfir undanfarin tvö ár, og formlega kynnt stjórn á miðju síðasta ári. Sem fyrr segir var greint frá viðskiptunum opinberlega í maí. Upplýsingar um að umrædd tilkynning hafi verið send til ráðuneytisins komu fyrst fram í nýlegu svari við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um eignarhald erlendra aðila í sjávarútvegsfyrirtækjum. Fram hefur komið að tilfærslan frá Þorsteini Má, Kristjáni, Helgu og Kolbrúnar hafi verið blanda af fyrirframgreiddum arfi og sölu hlutabréfa. Upplýsingar um á hvaða verði viðskiptin fóru fram hafa ekki fengist uppgefnar. Í fréttaskýringu Kjarnans er tilkynningin til ráðuneytisins sett í samhengi við það að um viku eftir að hún var send ráðuneytinu birti Kveikur rannsókn sína á umdeildum umsvifum Samherja í Namibíu, sem meðal annars varð til þess að Þorsteinn Már steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja. Þá er einnig bent á að vikurnar áður en tilkynningin var send ráðuneytinu höfðu ráðamenn Samherja fengið upplýsingar um það að fréttamenn Kveiks hyggðust fjalla um umsvif Samherja í Namibíu. Fréttaskýringu Kjarnans má lesa hér.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Sjá meira