Tilkynntu ráðuneytinu um fjárfestingu félags Baldvins og Kötlu í Samherja í nóvember Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júní 2020 12:12 Samherji er umsvifamikið sjávarútvegsfyrirtæki. Vísir/Sigurjón Þann 4. nóvember á síðasta ári barst atvinnuvegaráðuneytinu tilkynning um að K&B ehf. hefði fjárfest í Samherja hf. Tilkynningin var send ráðuneytinu þar sem félagið er að 49 prósent hluta í eigu einstaklings sem skilgreindur er sem erlendur aðili samkvæmt lögum. Sá erlendi aðili er Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, annars af forstjórum Samherja. Frá þessu er greint í Kjarnanum. Tilkynning Þorsteins Más Baldvinssonar, Helgu S. Guðmundsdóttur, Kristjáns Vilhelmssonar og Kolbrúnar Ingólfsdóttur um að þau væru að færa nær allt eignarhald á Samherja hf. til barna sinna vakti mikla athygli í maí en Samherji hf. er félag sem heldur utan um megnið af starfsemi Samherjasamstæðunnar á Íslandi og í Færeyjum. K&B ehf. var skráð í október á síðasta ári og er 49 prósent í eigu Baldvins, 48,9 prósent í eigu systur hans Kötlu Þorsteinsdóttur og 2,1 prósent í eigu Þorsteins Más. Baldvin og Katla fara sameiginlega með um 43 prósenta hlut í Samherja hf. eftir breytingarnar. Greint var frá þessu á vef Samherja þann 15. maí en í frétt Kjarnans er vakin athygli á því að tilkynning um fjárfestingu K&B hafi borist ráðuneytinu þann 4. nóvember síðastliðinn. Þar segir að ástæða þess að ráðuneytinu var tilkynnt um fjárfestinguna er sú að Baldvin sé með lögheimili í Hollandi, og þannig skilgreindur sem erlendur aðili samkvæmt lögum. Allar fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi þarf að tilkynna til atvinnuvegaráðuneytisins. Í lögunum kemur jafnframt fram að tilkynna beri ráðherra um fjárfestingu erlendra aðila jafn skjótt og samningar þar eða ákvarðanir þar að lútandi liggi fyrir. Í tilkynningunni frá Samherja í maí kom fram að undirbúningur að breytingum á eignarhaldi Samherja hf. hafi staðið yfir undanfarin tvö ár, og formlega kynnt stjórn á miðju síðasta ári. Sem fyrr segir var greint frá viðskiptunum opinberlega í maí. Upplýsingar um að umrædd tilkynning hafi verið send til ráðuneytisins komu fyrst fram í nýlegu svari við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um eignarhald erlendra aðila í sjávarútvegsfyrirtækjum. Fram hefur komið að tilfærslan frá Þorsteini Má, Kristjáni, Helgu og Kolbrúnar hafi verið blanda af fyrirframgreiddum arfi og sölu hlutabréfa. Upplýsingar um á hvaða verði viðskiptin fóru fram hafa ekki fengist uppgefnar. Í fréttaskýringu Kjarnans er tilkynningin til ráðuneytisins sett í samhengi við það að um viku eftir að hún var send ráðuneytinu birti Kveikur rannsókn sína á umdeildum umsvifum Samherja í Namibíu, sem meðal annars varð til þess að Þorsteinn Már steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja. Þá er einnig bent á að vikurnar áður en tilkynningin var send ráðuneytinu höfðu ráðamenn Samherja fengið upplýsingar um það að fréttamenn Kveiks hyggðust fjalla um umsvif Samherja í Namibíu. Fréttaskýringu Kjarnans má lesa hér. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Sjá meira
Þann 4. nóvember á síðasta ári barst atvinnuvegaráðuneytinu tilkynning um að K&B ehf. hefði fjárfest í Samherja hf. Tilkynningin var send ráðuneytinu þar sem félagið er að 49 prósent hluta í eigu einstaklings sem skilgreindur er sem erlendur aðili samkvæmt lögum. Sá erlendi aðili er Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, annars af forstjórum Samherja. Frá þessu er greint í Kjarnanum. Tilkynning Þorsteins Más Baldvinssonar, Helgu S. Guðmundsdóttur, Kristjáns Vilhelmssonar og Kolbrúnar Ingólfsdóttur um að þau væru að færa nær allt eignarhald á Samherja hf. til barna sinna vakti mikla athygli í maí en Samherji hf. er félag sem heldur utan um megnið af starfsemi Samherjasamstæðunnar á Íslandi og í Færeyjum. K&B ehf. var skráð í október á síðasta ári og er 49 prósent í eigu Baldvins, 48,9 prósent í eigu systur hans Kötlu Þorsteinsdóttur og 2,1 prósent í eigu Þorsteins Más. Baldvin og Katla fara sameiginlega með um 43 prósenta hlut í Samherja hf. eftir breytingarnar. Greint var frá þessu á vef Samherja þann 15. maí en í frétt Kjarnans er vakin athygli á því að tilkynning um fjárfestingu K&B hafi borist ráðuneytinu þann 4. nóvember síðastliðinn. Þar segir að ástæða þess að ráðuneytinu var tilkynnt um fjárfestinguna er sú að Baldvin sé með lögheimili í Hollandi, og þannig skilgreindur sem erlendur aðili samkvæmt lögum. Allar fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi þarf að tilkynna til atvinnuvegaráðuneytisins. Í lögunum kemur jafnframt fram að tilkynna beri ráðherra um fjárfestingu erlendra aðila jafn skjótt og samningar þar eða ákvarðanir þar að lútandi liggi fyrir. Í tilkynningunni frá Samherja í maí kom fram að undirbúningur að breytingum á eignarhaldi Samherja hf. hafi staðið yfir undanfarin tvö ár, og formlega kynnt stjórn á miðju síðasta ári. Sem fyrr segir var greint frá viðskiptunum opinberlega í maí. Upplýsingar um að umrædd tilkynning hafi verið send til ráðuneytisins komu fyrst fram í nýlegu svari við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um eignarhald erlendra aðila í sjávarútvegsfyrirtækjum. Fram hefur komið að tilfærslan frá Þorsteini Má, Kristjáni, Helgu og Kolbrúnar hafi verið blanda af fyrirframgreiddum arfi og sölu hlutabréfa. Upplýsingar um á hvaða verði viðskiptin fóru fram hafa ekki fengist uppgefnar. Í fréttaskýringu Kjarnans er tilkynningin til ráðuneytisins sett í samhengi við það að um viku eftir að hún var send ráðuneytinu birti Kveikur rannsókn sína á umdeildum umsvifum Samherja í Namibíu, sem meðal annars varð til þess að Þorsteinn Már steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja. Þá er einnig bent á að vikurnar áður en tilkynningin var send ráðuneytinu höfðu ráðamenn Samherja fengið upplýsingar um það að fréttamenn Kveiks hyggðust fjalla um umsvif Samherja í Namibíu. Fréttaskýringu Kjarnans má lesa hér.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Sjá meira