Fleiri fréttir

Milljarða hagnaður Ísfélagsins

Hagnaður Ísfélagsins í Vestmannaeyjum nam í fyrra 3,3 milljörðum króna eftir skatt. Félagið gerir upp í Bandaríkjadölum og nam hagnaðurinn í þeirri mynt 26,44 milljónum.

Mikil óvissa um þróun launa og verðlags

Hagvöxtur verður 2,7 prósent í ár gangi nýbirt spá Hagstofu Íslands í Hagtíðindum eftir. Spáin nær til áranna 2014 til 2018. Á næsta ári gerir Hagstofan ráð fyrir því að hagvöxtur verði 3,3 prósent og svo 2,5 til 2,9 prósent 2016 til 2018.

Milestone-menn fyrir dóm

Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernersdóttur hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.

Hækkun matarskatts sögð rugl

Fyrirhuguð hækkun matarskatts úr 7 prósentum í 12 er sögð rugl í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins og mótvægisaðgerðir sem koma eigi á móti ekki til þess fallnar að einfalda skattkerfið.

Svipmynd Markaðarins: Alltaf stefnt að árangri á heimsvísu

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop, undirbýr nú jólavertíðina en vörur fyrirtækisins eru fáanlegar í níu löndum. Lærði tölvunarfræði í HÍ og lauk MBA-prófi í London. Frítíminn fer í fjölskylduna, hlaup og tennis.

Baggalútur græðir milljónir á jólunum

Fyrirtæki Baggalútsmanna var rekið með 4,7 milljóna króna hagnaði í fyrra. Jólavertíðin var um 90 prósent af tónleikaveltunni. Framkvæmdastjórinn segir eigendurna aldrei hafa greitt sér arð en að þeir ætli nú að kynna sér hvernig arðgreiðslur virka.

Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira

Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun.

Einn stærsti dagur ársins í Ríkinu

Í fyrra komu 35.000 viðskiptavinir í verslanir ÁTVR þegar sala á jólabjórnum hófst. Til samanburðar komu 27.000 viðskiptavinir í búðirnar seinasta föstudag.

Spáð er 2,7 prósent hagvexti

Hagstofa Íslands hefur í dag gefið út þjóðhagsspá á vetri í ritröð sinni, Hagtíðindum. Spáin nær til áranna 2014-2018.

Höfum gengið lengra en nágrannalöndin

Kauphöllin kynnir tíu tímasettar leiðir til að auka virkni og gagnsemi verðbréfamarkaðar hér á landi. Lagt er til að auka svigrúm fyrirtækja til skráningar og útgáfu verðbréfa til samræmis við það sem gerist í nágrannalöndunum.

Jólagjöfin í ár verður nytjalist

Rannsóknaseturs verslunarinnar áætlar að jólaverslun aukist um 4,2% frá síðasta ári en þetta kemur fram í skýrslu sem rannsóknarsetrið birtir.

Eðlileg ávöxtunarkrafa gagnvart „Íslandi hf.“?

Á morgunverðarfundi Arion banka á dögunum kom fram að skuldsetning atvinnufyrirtækja hefur dregist hratt saman og eiginfjárhlutfallið nálgast 40 prósent og hefur ekki verið hærra í áratug. Að mati Arion banka er langstærstur hluti íslenskra fyrirtækja nú með það rúma fjárhagsstöðu að hann gæti vandalaust ráðist í fjárfestingar.

Hringdu lokar á Deildu

Í tilkynningu frá fjarskiptafyrirtækinu Hringdu kemur fram að fyrirtækið mun verða að beiðni Sýslumannsins og loka á svokallaðar niðurhalssíður frá með deginum í dag.

Hjakkað í sama farinu

Mótmæli á Austurvelli, fréttir af sekt eða sakleysi Kaupþingsmanna, furðulegar yfirlýsingar seðlabankastjóra, flugvallarmálið og umræður um forsendubrest og leiðréttingu á skuldamálum heimilanna. Hér er ekki verið að lýsa seinni hluta október 2008, heldur fyrstu dögum nóvembermánaðar árið 2014.

Markaðurinn í dag: Kallað á fastgengi og lægri vexti

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins býst við frekari lækkun stýrivaxta. Forseti ASÍ segir lækkunina í síðustu viku ekki skipta sköpum. Hann telur óraunhæft að höftin verði afnumin á næstu árum og því sé rétt að taka upp fastgengisstefnu og lækka vextina umtalsvert. Lesið meira um málið í nýjasta tölublaði Markaðarins sem kom út í morgun.

Samstíga skref þarf úr vandanum

Samstöðu þarf um leiðir út úr efnahags- og trúverðugleikavanda þjóðarinnar. Afnám hafta er það viðfangsefni hagstjórnarinnar sem líklegast er til að halda fyrir þeim vöku sem áhyggjur hafa af framhaldinu. Hagfræðingar ræddu á fundi Viðskiptaráðs Íslands f

Nálægðin getur verið erfið

Vikublaðið Bæjarins besta á Ísafirði verður þrjátíu ára á föstudaginn næstkomandi. Frá upphafi hefur ekki fallið út vika í útgáfu.

Auka hlutafé Jör með hópfjármögnun

Hlutafé Jör hefur verið aukið með hópfjármögnun sem á að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins. Fjárfestar fá inneign í versluninni og lítinn hlut í Jör. Stækkaði miklu hraðar en áætlað var.

Veruleg aukning í sölu á lúxusbílum

Nýir Range Rover, Land Rover Discovery og Porsche Cayenne jeppar hafa rokið út það sem af er ári. Salan er farin að minna á upphaf góðærisins.

Birgir nýr framkvæmdastjóri RVX

Birgir stýrir daglegum rekstri félagsins þ.m.t. viðskiptatengslum, samningamálum, fjárreiðum, sölu-og markaðsmálum og starfsmannahaldi.

Svipmynd Markaðarins: Of slæmur í hnjánum fyrir Anfield

Magnús Þór Ásmundsson hefur tekið við starfi forstjóra Alcoa Fjarðaáls. Hann lærði rafmagnsverkfræði við DTU og vann hjá Marel í 19 ár. Magnús stefnir að því að gera álverið í Reyðarfirði að hagkvæmasta álveri í heimi.

Sjá næstu 50 fréttir