Höfum gengið lengra en nágrannalöndin Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. nóvember 2014 07:00 Kauphöll Íslands Fréttblaðið/GVA Við innleiðingu reglugerða um verðbréfamarkaði hefur verið þrengt meira að starfsemi þeirra hér en gerist í nágrannalöndunum. Kauphöllin (Nasdaq Iceland) birti í gær skýrslu með ráðleggingum um hvernig auka mætti virkni og gagnsemi verðbréfamarkaðar hér. Dæmi um reglur þar sem lengra er gengið hér en í nágrannalöndunum eru kvaðir um skráningarlýsingar vegna smærri útboða. Í lögum um verðbréfaviðskipti hér er veitt undanþága frá gerð lýsingar ef heildarsöluverð verðbréfa er undir 100.000 þúsund evrum (rúmum 15,4 milljónum króna) á 12 mánaða tímabili. „Í Svíþjóð eru þessi mörk 2,5 milljónir evra [386 milljónir króna] og í Danmörku ein milljón evra [154 milljónir króna],“ segir í skýrslu Kauphallarinnar. Þá er bent á að í Finnlandi sé viðmiðið 1,5 milljónir evra (231 milljón króna), en sé útbúið skráningarskjal í samræmi við reglur MTF markaðar (eins og First North) þá færist mörkin upp í fimm milljónir evra (772 milljónir króna). Mikill tilkostnaður fylgir gerð lýsinga og er áréttað í skýrslunni mikilvægi þess að fyrirtæki geti sótt sér fjármagn með sambærilegum hætti og í nágrannalöndunum. Þá hefur villst inn í reglugerðir hér ákvæði um að fjármálafyrirtæki ein geti sinnt umsjón með töku til viðskipta og gerð lýsinga. Slíkt ákvæði er ekki sagt að finna í nágrannalöndum okkar.„Fleiri valkostir og aukinn fjölbreytileiki auðveldar félögum í skráningarhugleiðingum að finna ráðgjafa sem þeim hentar, eykur samkeppni og getur þannig lækkað kostnað við skráningu.“ Lagðar eru fram í skýrslunni tíu leiðir til umbóta, ýmist fallnar til þess að auðvelda fyrirtækjum leiðina og veru á markaði, eða til að glæða áhuga fjárfesta á verðbréfamarkaði. Þá er einnig lögð fram áætlun um hvernig og hvenær hrinda mætti þeim í framkvæmd. Gangi allt eftir verða þær fyrstu komnar til framkvæmda í lok þessa árs og þær síðustu á haustdögum næsta árs. „Miklar vonir eru bundnar við grósku í nýsköpun og vöxt smærri fyrirtækja sem einn megindrifkraft hagvaxtar á komandi árum, en takmarkaður aðgangur margra smærri fyrirtækja að fjármagni flækir málið,“ er haft eftir Páli Harðarsyni, forstjóra Kauphallarinnar, í tilkynningu um skýrsluna. Með virkari verðbréfamarkaði standa vonir til þess að samkeppni aukist á fjármálamarkaði með fleiri valkostum fyrirtækja í fjármögnun en bankalánum einum.Tillögur í skýrslu Kauphallarinnar 1 Rýmka undanþágu frá birtingu lýsinga. (Verði lokið 28.02.2015) 2 Rýmka heimildir um umsjón með töku til viðskipta og gerð lýsinga. (28.02.2015) 3 Stytta ferli við töku til viðskipta. (31.05.2015) 4 Staðlaðir skilmálar skuldabréfa. (30.09.2015) 5 Auka fræðslu til markaðsaðila. (31.05.2015) 6 Auka gagnsæi varðandi túlkun Kauphallarinnar á eigin reglum og viðurlagabeitingum. (31.12.2014) 7 Auknar heimildir lífeyris- og verðbréfasjóða til verðbréfalána. (28.02.2015) 8 Styrkja verðmyndun á skuldabréfamarkaði þegar mikil óvissa er til staðar. (31.01.2015) 9 Rýmka heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga á MTF. (31.12.2014) 10 Skattafrádráttur fyrir einstaklinga til hlutabréfakaupa. (31.03.2015) Tengdar fréttir Tillögur í skýrslu Kauphallarinnar 14. nóvember 2014 07:00 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Við innleiðingu reglugerða um verðbréfamarkaði hefur verið þrengt meira að starfsemi þeirra hér en gerist í nágrannalöndunum. Kauphöllin (Nasdaq Iceland) birti í gær skýrslu með ráðleggingum um hvernig auka mætti virkni og gagnsemi verðbréfamarkaðar hér. Dæmi um reglur þar sem lengra er gengið hér en í nágrannalöndunum eru kvaðir um skráningarlýsingar vegna smærri útboða. Í lögum um verðbréfaviðskipti hér er veitt undanþága frá gerð lýsingar ef heildarsöluverð verðbréfa er undir 100.000 þúsund evrum (rúmum 15,4 milljónum króna) á 12 mánaða tímabili. „Í Svíþjóð eru þessi mörk 2,5 milljónir evra [386 milljónir króna] og í Danmörku ein milljón evra [154 milljónir króna],“ segir í skýrslu Kauphallarinnar. Þá er bent á að í Finnlandi sé viðmiðið 1,5 milljónir evra (231 milljón króna), en sé útbúið skráningarskjal í samræmi við reglur MTF markaðar (eins og First North) þá færist mörkin upp í fimm milljónir evra (772 milljónir króna). Mikill tilkostnaður fylgir gerð lýsinga og er áréttað í skýrslunni mikilvægi þess að fyrirtæki geti sótt sér fjármagn með sambærilegum hætti og í nágrannalöndunum. Þá hefur villst inn í reglugerðir hér ákvæði um að fjármálafyrirtæki ein geti sinnt umsjón með töku til viðskipta og gerð lýsinga. Slíkt ákvæði er ekki sagt að finna í nágrannalöndum okkar.„Fleiri valkostir og aukinn fjölbreytileiki auðveldar félögum í skráningarhugleiðingum að finna ráðgjafa sem þeim hentar, eykur samkeppni og getur þannig lækkað kostnað við skráningu.“ Lagðar eru fram í skýrslunni tíu leiðir til umbóta, ýmist fallnar til þess að auðvelda fyrirtækjum leiðina og veru á markaði, eða til að glæða áhuga fjárfesta á verðbréfamarkaði. Þá er einnig lögð fram áætlun um hvernig og hvenær hrinda mætti þeim í framkvæmd. Gangi allt eftir verða þær fyrstu komnar til framkvæmda í lok þessa árs og þær síðustu á haustdögum næsta árs. „Miklar vonir eru bundnar við grósku í nýsköpun og vöxt smærri fyrirtækja sem einn megindrifkraft hagvaxtar á komandi árum, en takmarkaður aðgangur margra smærri fyrirtækja að fjármagni flækir málið,“ er haft eftir Páli Harðarsyni, forstjóra Kauphallarinnar, í tilkynningu um skýrsluna. Með virkari verðbréfamarkaði standa vonir til þess að samkeppni aukist á fjármálamarkaði með fleiri valkostum fyrirtækja í fjármögnun en bankalánum einum.Tillögur í skýrslu Kauphallarinnar 1 Rýmka undanþágu frá birtingu lýsinga. (Verði lokið 28.02.2015) 2 Rýmka heimildir um umsjón með töku til viðskipta og gerð lýsinga. (28.02.2015) 3 Stytta ferli við töku til viðskipta. (31.05.2015) 4 Staðlaðir skilmálar skuldabréfa. (30.09.2015) 5 Auka fræðslu til markaðsaðila. (31.05.2015) 6 Auka gagnsæi varðandi túlkun Kauphallarinnar á eigin reglum og viðurlagabeitingum. (31.12.2014) 7 Auknar heimildir lífeyris- og verðbréfasjóða til verðbréfalána. (28.02.2015) 8 Styrkja verðmyndun á skuldabréfamarkaði þegar mikil óvissa er til staðar. (31.01.2015) 9 Rýmka heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga á MTF. (31.12.2014) 10 Skattafrádráttur fyrir einstaklinga til hlutabréfakaupa. (31.03.2015)
Tengdar fréttir Tillögur í skýrslu Kauphallarinnar 14. nóvember 2014 07:00 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira