Höfum gengið lengra en nágrannalöndin Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. nóvember 2014 07:00 Kauphöll Íslands Fréttblaðið/GVA Við innleiðingu reglugerða um verðbréfamarkaði hefur verið þrengt meira að starfsemi þeirra hér en gerist í nágrannalöndunum. Kauphöllin (Nasdaq Iceland) birti í gær skýrslu með ráðleggingum um hvernig auka mætti virkni og gagnsemi verðbréfamarkaðar hér. Dæmi um reglur þar sem lengra er gengið hér en í nágrannalöndunum eru kvaðir um skráningarlýsingar vegna smærri útboða. Í lögum um verðbréfaviðskipti hér er veitt undanþága frá gerð lýsingar ef heildarsöluverð verðbréfa er undir 100.000 þúsund evrum (rúmum 15,4 milljónum króna) á 12 mánaða tímabili. „Í Svíþjóð eru þessi mörk 2,5 milljónir evra [386 milljónir króna] og í Danmörku ein milljón evra [154 milljónir króna],“ segir í skýrslu Kauphallarinnar. Þá er bent á að í Finnlandi sé viðmiðið 1,5 milljónir evra (231 milljón króna), en sé útbúið skráningarskjal í samræmi við reglur MTF markaðar (eins og First North) þá færist mörkin upp í fimm milljónir evra (772 milljónir króna). Mikill tilkostnaður fylgir gerð lýsinga og er áréttað í skýrslunni mikilvægi þess að fyrirtæki geti sótt sér fjármagn með sambærilegum hætti og í nágrannalöndunum. Þá hefur villst inn í reglugerðir hér ákvæði um að fjármálafyrirtæki ein geti sinnt umsjón með töku til viðskipta og gerð lýsinga. Slíkt ákvæði er ekki sagt að finna í nágrannalöndum okkar.„Fleiri valkostir og aukinn fjölbreytileiki auðveldar félögum í skráningarhugleiðingum að finna ráðgjafa sem þeim hentar, eykur samkeppni og getur þannig lækkað kostnað við skráningu.“ Lagðar eru fram í skýrslunni tíu leiðir til umbóta, ýmist fallnar til þess að auðvelda fyrirtækjum leiðina og veru á markaði, eða til að glæða áhuga fjárfesta á verðbréfamarkaði. Þá er einnig lögð fram áætlun um hvernig og hvenær hrinda mætti þeim í framkvæmd. Gangi allt eftir verða þær fyrstu komnar til framkvæmda í lok þessa árs og þær síðustu á haustdögum næsta árs. „Miklar vonir eru bundnar við grósku í nýsköpun og vöxt smærri fyrirtækja sem einn megindrifkraft hagvaxtar á komandi árum, en takmarkaður aðgangur margra smærri fyrirtækja að fjármagni flækir málið,“ er haft eftir Páli Harðarsyni, forstjóra Kauphallarinnar, í tilkynningu um skýrsluna. Með virkari verðbréfamarkaði standa vonir til þess að samkeppni aukist á fjármálamarkaði með fleiri valkostum fyrirtækja í fjármögnun en bankalánum einum.Tillögur í skýrslu Kauphallarinnar 1 Rýmka undanþágu frá birtingu lýsinga. (Verði lokið 28.02.2015) 2 Rýmka heimildir um umsjón með töku til viðskipta og gerð lýsinga. (28.02.2015) 3 Stytta ferli við töku til viðskipta. (31.05.2015) 4 Staðlaðir skilmálar skuldabréfa. (30.09.2015) 5 Auka fræðslu til markaðsaðila. (31.05.2015) 6 Auka gagnsæi varðandi túlkun Kauphallarinnar á eigin reglum og viðurlagabeitingum. (31.12.2014) 7 Auknar heimildir lífeyris- og verðbréfasjóða til verðbréfalána. (28.02.2015) 8 Styrkja verðmyndun á skuldabréfamarkaði þegar mikil óvissa er til staðar. (31.01.2015) 9 Rýmka heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga á MTF. (31.12.2014) 10 Skattafrádráttur fyrir einstaklinga til hlutabréfakaupa. (31.03.2015) Tengdar fréttir Tillögur í skýrslu Kauphallarinnar 14. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Við innleiðingu reglugerða um verðbréfamarkaði hefur verið þrengt meira að starfsemi þeirra hér en gerist í nágrannalöndunum. Kauphöllin (Nasdaq Iceland) birti í gær skýrslu með ráðleggingum um hvernig auka mætti virkni og gagnsemi verðbréfamarkaðar hér. Dæmi um reglur þar sem lengra er gengið hér en í nágrannalöndunum eru kvaðir um skráningarlýsingar vegna smærri útboða. Í lögum um verðbréfaviðskipti hér er veitt undanþága frá gerð lýsingar ef heildarsöluverð verðbréfa er undir 100.000 þúsund evrum (rúmum 15,4 milljónum króna) á 12 mánaða tímabili. „Í Svíþjóð eru þessi mörk 2,5 milljónir evra [386 milljónir króna] og í Danmörku ein milljón evra [154 milljónir króna],“ segir í skýrslu Kauphallarinnar. Þá er bent á að í Finnlandi sé viðmiðið 1,5 milljónir evra (231 milljón króna), en sé útbúið skráningarskjal í samræmi við reglur MTF markaðar (eins og First North) þá færist mörkin upp í fimm milljónir evra (772 milljónir króna). Mikill tilkostnaður fylgir gerð lýsinga og er áréttað í skýrslunni mikilvægi þess að fyrirtæki geti sótt sér fjármagn með sambærilegum hætti og í nágrannalöndunum. Þá hefur villst inn í reglugerðir hér ákvæði um að fjármálafyrirtæki ein geti sinnt umsjón með töku til viðskipta og gerð lýsinga. Slíkt ákvæði er ekki sagt að finna í nágrannalöndum okkar.„Fleiri valkostir og aukinn fjölbreytileiki auðveldar félögum í skráningarhugleiðingum að finna ráðgjafa sem þeim hentar, eykur samkeppni og getur þannig lækkað kostnað við skráningu.“ Lagðar eru fram í skýrslunni tíu leiðir til umbóta, ýmist fallnar til þess að auðvelda fyrirtækjum leiðina og veru á markaði, eða til að glæða áhuga fjárfesta á verðbréfamarkaði. Þá er einnig lögð fram áætlun um hvernig og hvenær hrinda mætti þeim í framkvæmd. Gangi allt eftir verða þær fyrstu komnar til framkvæmda í lok þessa árs og þær síðustu á haustdögum næsta árs. „Miklar vonir eru bundnar við grósku í nýsköpun og vöxt smærri fyrirtækja sem einn megindrifkraft hagvaxtar á komandi árum, en takmarkaður aðgangur margra smærri fyrirtækja að fjármagni flækir málið,“ er haft eftir Páli Harðarsyni, forstjóra Kauphallarinnar, í tilkynningu um skýrsluna. Með virkari verðbréfamarkaði standa vonir til þess að samkeppni aukist á fjármálamarkaði með fleiri valkostum fyrirtækja í fjármögnun en bankalánum einum.Tillögur í skýrslu Kauphallarinnar 1 Rýmka undanþágu frá birtingu lýsinga. (Verði lokið 28.02.2015) 2 Rýmka heimildir um umsjón með töku til viðskipta og gerð lýsinga. (28.02.2015) 3 Stytta ferli við töku til viðskipta. (31.05.2015) 4 Staðlaðir skilmálar skuldabréfa. (30.09.2015) 5 Auka fræðslu til markaðsaðila. (31.05.2015) 6 Auka gagnsæi varðandi túlkun Kauphallarinnar á eigin reglum og viðurlagabeitingum. (31.12.2014) 7 Auknar heimildir lífeyris- og verðbréfasjóða til verðbréfalána. (28.02.2015) 8 Styrkja verðmyndun á skuldabréfamarkaði þegar mikil óvissa er til staðar. (31.01.2015) 9 Rýmka heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga á MTF. (31.12.2014) 10 Skattafrádráttur fyrir einstaklinga til hlutabréfakaupa. (31.03.2015)
Tengdar fréttir Tillögur í skýrslu Kauphallarinnar 14. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent