Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Kristján Már Unnarsson skrifar 14. nóvember 2014 20:30 Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Norðfjarðarhöfn taldist í fyrra stærsta fiskihöfn landsins, talið í lönduðum afla, og sístækkandi fiskiskip kalla á enn stærri höfn. Byrjað var í fyrra á að færa hafnargarðana í botni Norðfjarðar lengra út til að skapa meira rými innan hafnar. „Hún var bara orðin alltof lítil, - það mikil umsvif í henni að það þurfti að stækka hana,“ segir bæjarstjórinn. Viðlegukantur var lengdur um 60 metra, höfnin dýpkuð og ný smábátahöfn gerð ásamt nýrri löndunaraðstöðu. „Þannig að þetta eru miklar framkvæmdir og þeim er ekki lokið enn.“Síld landað úr Beiti NK á Norðfirði. Nýja smábátahöfnin fyrir aftan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Áætlað er að um fjórðungur af útflutningstekjum þjóðarinnar skapist í höfnum Fjarðabyggðar, þar vega þyngst Norðfjarðarhöfn og Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. „Já, það eru alveg gríðarleg verðmæti sem eru að koma,“ segir Páll Björgvin og bætir við að höfninni fylgi jafnframt miklir flutningar um Oddsskarð. Ný Norðfjarðargöng muni því hjálpa til að koma vörum úr Neskaupstað en hluta þeirra er skipað út frá Reyðarfirði. Þetta eru raunar mestu hafnarframkvæmdir sem standa yfir á landinu, ef frá eru taldar Faxaflóahafnir. Venjulega greiðir ríkissjóður 80% af hafnargerð, nema í tilviki þeirra hafna sem hafa nægilegar tekjur til að standa sjálfar undir slíkum framkvæmdum, og það gildir um hafnir Fjarðabyggðar. Bæjarstjórinn áætlar að kostnaður verði um 800 milljónir króna, þegar framkvæmdum lýkur vð höfnina. „Reyndar er þróunin svo mikil að það er strax farið að tala um hvernig við munum stækka hana enn frekar.“Skipin liggja þétt í röð við bryggju á Norðfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Tengdar fréttir Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45 Austasti bær landsins lengist enn til austurs Einn lengsti bær á Íslandi, Neskaupstaður, er að lengjast enn frekar því nú er raðhúsalengja að bætast við. 6. nóvember 2014 19:00 Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00 Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira
Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Norðfjarðarhöfn taldist í fyrra stærsta fiskihöfn landsins, talið í lönduðum afla, og sístækkandi fiskiskip kalla á enn stærri höfn. Byrjað var í fyrra á að færa hafnargarðana í botni Norðfjarðar lengra út til að skapa meira rými innan hafnar. „Hún var bara orðin alltof lítil, - það mikil umsvif í henni að það þurfti að stækka hana,“ segir bæjarstjórinn. Viðlegukantur var lengdur um 60 metra, höfnin dýpkuð og ný smábátahöfn gerð ásamt nýrri löndunaraðstöðu. „Þannig að þetta eru miklar framkvæmdir og þeim er ekki lokið enn.“Síld landað úr Beiti NK á Norðfirði. Nýja smábátahöfnin fyrir aftan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Áætlað er að um fjórðungur af útflutningstekjum þjóðarinnar skapist í höfnum Fjarðabyggðar, þar vega þyngst Norðfjarðarhöfn og Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. „Já, það eru alveg gríðarleg verðmæti sem eru að koma,“ segir Páll Björgvin og bætir við að höfninni fylgi jafnframt miklir flutningar um Oddsskarð. Ný Norðfjarðargöng muni því hjálpa til að koma vörum úr Neskaupstað en hluta þeirra er skipað út frá Reyðarfirði. Þetta eru raunar mestu hafnarframkvæmdir sem standa yfir á landinu, ef frá eru taldar Faxaflóahafnir. Venjulega greiðir ríkissjóður 80% af hafnargerð, nema í tilviki þeirra hafna sem hafa nægilegar tekjur til að standa sjálfar undir slíkum framkvæmdum, og það gildir um hafnir Fjarðabyggðar. Bæjarstjórinn áætlar að kostnaður verði um 800 milljónir króna, þegar framkvæmdum lýkur vð höfnina. „Reyndar er þróunin svo mikil að það er strax farið að tala um hvernig við munum stækka hana enn frekar.“Skipin liggja þétt í röð við bryggju á Norðfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Tengdar fréttir Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45 Austasti bær landsins lengist enn til austurs Einn lengsti bær á Íslandi, Neskaupstaður, er að lengjast enn frekar því nú er raðhúsalengja að bætast við. 6. nóvember 2014 19:00 Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00 Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira
Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45
Austasti bær landsins lengist enn til austurs Einn lengsti bær á Íslandi, Neskaupstaður, er að lengjast enn frekar því nú er raðhúsalengja að bætast við. 6. nóvember 2014 19:00
Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00