Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Kristján Már Unnarsson skrifar 14. nóvember 2014 20:30 Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Norðfjarðarhöfn taldist í fyrra stærsta fiskihöfn landsins, talið í lönduðum afla, og sístækkandi fiskiskip kalla á enn stærri höfn. Byrjað var í fyrra á að færa hafnargarðana í botni Norðfjarðar lengra út til að skapa meira rými innan hafnar. „Hún var bara orðin alltof lítil, - það mikil umsvif í henni að það þurfti að stækka hana,“ segir bæjarstjórinn. Viðlegukantur var lengdur um 60 metra, höfnin dýpkuð og ný smábátahöfn gerð ásamt nýrri löndunaraðstöðu. „Þannig að þetta eru miklar framkvæmdir og þeim er ekki lokið enn.“Síld landað úr Beiti NK á Norðfirði. Nýja smábátahöfnin fyrir aftan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Áætlað er að um fjórðungur af útflutningstekjum þjóðarinnar skapist í höfnum Fjarðabyggðar, þar vega þyngst Norðfjarðarhöfn og Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. „Já, það eru alveg gríðarleg verðmæti sem eru að koma,“ segir Páll Björgvin og bætir við að höfninni fylgi jafnframt miklir flutningar um Oddsskarð. Ný Norðfjarðargöng muni því hjálpa til að koma vörum úr Neskaupstað en hluta þeirra er skipað út frá Reyðarfirði. Þetta eru raunar mestu hafnarframkvæmdir sem standa yfir á landinu, ef frá eru taldar Faxaflóahafnir. Venjulega greiðir ríkissjóður 80% af hafnargerð, nema í tilviki þeirra hafna sem hafa nægilegar tekjur til að standa sjálfar undir slíkum framkvæmdum, og það gildir um hafnir Fjarðabyggðar. Bæjarstjórinn áætlar að kostnaður verði um 800 milljónir króna, þegar framkvæmdum lýkur vð höfnina. „Reyndar er þróunin svo mikil að það er strax farið að tala um hvernig við munum stækka hana enn frekar.“Skipin liggja þétt í röð við bryggju á Norðfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Tengdar fréttir Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45 Austasti bær landsins lengist enn til austurs Einn lengsti bær á Íslandi, Neskaupstaður, er að lengjast enn frekar því nú er raðhúsalengja að bætast við. 6. nóvember 2014 19:00 Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00 Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira
Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Norðfjarðarhöfn taldist í fyrra stærsta fiskihöfn landsins, talið í lönduðum afla, og sístækkandi fiskiskip kalla á enn stærri höfn. Byrjað var í fyrra á að færa hafnargarðana í botni Norðfjarðar lengra út til að skapa meira rými innan hafnar. „Hún var bara orðin alltof lítil, - það mikil umsvif í henni að það þurfti að stækka hana,“ segir bæjarstjórinn. Viðlegukantur var lengdur um 60 metra, höfnin dýpkuð og ný smábátahöfn gerð ásamt nýrri löndunaraðstöðu. „Þannig að þetta eru miklar framkvæmdir og þeim er ekki lokið enn.“Síld landað úr Beiti NK á Norðfirði. Nýja smábátahöfnin fyrir aftan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Áætlað er að um fjórðungur af útflutningstekjum þjóðarinnar skapist í höfnum Fjarðabyggðar, þar vega þyngst Norðfjarðarhöfn og Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. „Já, það eru alveg gríðarleg verðmæti sem eru að koma,“ segir Páll Björgvin og bætir við að höfninni fylgi jafnframt miklir flutningar um Oddsskarð. Ný Norðfjarðargöng muni því hjálpa til að koma vörum úr Neskaupstað en hluta þeirra er skipað út frá Reyðarfirði. Þetta eru raunar mestu hafnarframkvæmdir sem standa yfir á landinu, ef frá eru taldar Faxaflóahafnir. Venjulega greiðir ríkissjóður 80% af hafnargerð, nema í tilviki þeirra hafna sem hafa nægilegar tekjur til að standa sjálfar undir slíkum framkvæmdum, og það gildir um hafnir Fjarðabyggðar. Bæjarstjórinn áætlar að kostnaður verði um 800 milljónir króna, þegar framkvæmdum lýkur vð höfnina. „Reyndar er þróunin svo mikil að það er strax farið að tala um hvernig við munum stækka hana enn frekar.“Skipin liggja þétt í röð við bryggju á Norðfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Tengdar fréttir Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45 Austasti bær landsins lengist enn til austurs Einn lengsti bær á Íslandi, Neskaupstaður, er að lengjast enn frekar því nú er raðhúsalengja að bætast við. 6. nóvember 2014 19:00 Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00 Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira
Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45
Austasti bær landsins lengist enn til austurs Einn lengsti bær á Íslandi, Neskaupstaður, er að lengjast enn frekar því nú er raðhúsalengja að bætast við. 6. nóvember 2014 19:00
Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00