Auka hlutafé Jör með hópfjármögnun Haraldur Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Guðmundur Jörundsson fatahönnuður er maðurinn á bak við vörumerkið Jör. Vísir/Valli Eigendur tískuvörumerkisins og verslunarinnar Jör eru nú að ljúka hlutafjáraukningu sem á að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins við Laugaveg. Hlutaféð er aukið með hópfjármögnun (e. crowdfunding) þar sem viðskiptavinum Jör er boðið að fjárfesta og fá í staðinn inneign í versluninni og lítinn hlut í fyrirtækinu. „Þetta er ekki alveg komið á hreint en þessi hópur mun eiga lítinn hlut í Jör og þetta er hugsað til þess að styrkja reksturinn hér heima en ekki til útrásar eða eitthvað slíkt,“ segir Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Jör. „Þetta eru kúnnar hjá okkur og hver fjárfesting hleypur á hundruðum þúsunda en ekki meira en það,“ segir Gunnar spurður hversu mikið fjármagn hafi fengist í hlutafjáraukningunni. Gunnar og Guðmundur Jörundsson fatahönnuður stofnuðu fyrirtækið í október 2012 og opnuðu verslunina við Laugaveg í apríl 2013. Þeir eiga 87,5 prósent í fyrirtækinu en hin 12,5 prósentin eru skráð á Eyju fjárfestingafélag ehf. sem er í eigu fjárfestanna Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur og Birgis Þórs Bieltvedt. „Við stækkuðum frekar hratt, raunar miklu hraðar en við höfðum áætlað. Þessi fjármögnun, ásamt öðrum þáttum eins og því að við erum búnir að hagræða í rekstri og fá mikla reynslu á þessum tveimur árum, var lykilatriði í því að við gátum haldið áfram,“ segir Gunnar. „Við erum ekki að fá inn fjármagn til að fara í einhverjar stórar fjárfestingar heldur til að panta birgðir og leggja grunninn að því að geta jú jafnvel farið eitthvað út til að taka þátt í sölusýningum.“ Gunnar og Guðmundur höfðu átt í viðræðum við aðra fjárfesta um aðkomu þeirra að fyrirtækinu þegar ákvörðunin um að fara í hópfjármögnunina var tekin. „Það er mjög tímafrekt ferli og getur endað á hvorn veginn sem er. Því ákváðum við að fara í hópfjármögnunina, þar sem við gátum haft stjórn á ferlinu, og höfðum samband við þá aðila sem hafa bæði verslað hjá okkur og við vissum að væru áhugasamir. Þetta var góður skóli sem innviklar fleiri í þetta fyrirtæki,“ segir Gunnar. Stefnan er að hans sögn sett á að koma vörum Jör í verslanir erlendis og á tískusýningar. „Draumurinn er svo að geta opnað verslanir erlendis. Það eru því mjög spennandi tímar framundan.” Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Eigendur tískuvörumerkisins og verslunarinnar Jör eru nú að ljúka hlutafjáraukningu sem á að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins við Laugaveg. Hlutaféð er aukið með hópfjármögnun (e. crowdfunding) þar sem viðskiptavinum Jör er boðið að fjárfesta og fá í staðinn inneign í versluninni og lítinn hlut í fyrirtækinu. „Þetta er ekki alveg komið á hreint en þessi hópur mun eiga lítinn hlut í Jör og þetta er hugsað til þess að styrkja reksturinn hér heima en ekki til útrásar eða eitthvað slíkt,“ segir Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Jör. „Þetta eru kúnnar hjá okkur og hver fjárfesting hleypur á hundruðum þúsunda en ekki meira en það,“ segir Gunnar spurður hversu mikið fjármagn hafi fengist í hlutafjáraukningunni. Gunnar og Guðmundur Jörundsson fatahönnuður stofnuðu fyrirtækið í október 2012 og opnuðu verslunina við Laugaveg í apríl 2013. Þeir eiga 87,5 prósent í fyrirtækinu en hin 12,5 prósentin eru skráð á Eyju fjárfestingafélag ehf. sem er í eigu fjárfestanna Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur og Birgis Þórs Bieltvedt. „Við stækkuðum frekar hratt, raunar miklu hraðar en við höfðum áætlað. Þessi fjármögnun, ásamt öðrum þáttum eins og því að við erum búnir að hagræða í rekstri og fá mikla reynslu á þessum tveimur árum, var lykilatriði í því að við gátum haldið áfram,“ segir Gunnar. „Við erum ekki að fá inn fjármagn til að fara í einhverjar stórar fjárfestingar heldur til að panta birgðir og leggja grunninn að því að geta jú jafnvel farið eitthvað út til að taka þátt í sölusýningum.“ Gunnar og Guðmundur höfðu átt í viðræðum við aðra fjárfesta um aðkomu þeirra að fyrirtækinu þegar ákvörðunin um að fara í hópfjármögnunina var tekin. „Það er mjög tímafrekt ferli og getur endað á hvorn veginn sem er. Því ákváðum við að fara í hópfjármögnunina, þar sem við gátum haft stjórn á ferlinu, og höfðum samband við þá aðila sem hafa bæði verslað hjá okkur og við vissum að væru áhugasamir. Þetta var góður skóli sem innviklar fleiri í þetta fyrirtæki,“ segir Gunnar. Stefnan er að hans sögn sett á að koma vörum Jör í verslanir erlendis og á tískusýningar. „Draumurinn er svo að geta opnað verslanir erlendis. Það eru því mjög spennandi tímar framundan.”
Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira