Auka hlutafé Jör með hópfjármögnun Haraldur Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Guðmundur Jörundsson fatahönnuður er maðurinn á bak við vörumerkið Jör. Vísir/Valli Eigendur tískuvörumerkisins og verslunarinnar Jör eru nú að ljúka hlutafjáraukningu sem á að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins við Laugaveg. Hlutaféð er aukið með hópfjármögnun (e. crowdfunding) þar sem viðskiptavinum Jör er boðið að fjárfesta og fá í staðinn inneign í versluninni og lítinn hlut í fyrirtækinu. „Þetta er ekki alveg komið á hreint en þessi hópur mun eiga lítinn hlut í Jör og þetta er hugsað til þess að styrkja reksturinn hér heima en ekki til útrásar eða eitthvað slíkt,“ segir Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Jör. „Þetta eru kúnnar hjá okkur og hver fjárfesting hleypur á hundruðum þúsunda en ekki meira en það,“ segir Gunnar spurður hversu mikið fjármagn hafi fengist í hlutafjáraukningunni. Gunnar og Guðmundur Jörundsson fatahönnuður stofnuðu fyrirtækið í október 2012 og opnuðu verslunina við Laugaveg í apríl 2013. Þeir eiga 87,5 prósent í fyrirtækinu en hin 12,5 prósentin eru skráð á Eyju fjárfestingafélag ehf. sem er í eigu fjárfestanna Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur og Birgis Þórs Bieltvedt. „Við stækkuðum frekar hratt, raunar miklu hraðar en við höfðum áætlað. Þessi fjármögnun, ásamt öðrum þáttum eins og því að við erum búnir að hagræða í rekstri og fá mikla reynslu á þessum tveimur árum, var lykilatriði í því að við gátum haldið áfram,“ segir Gunnar. „Við erum ekki að fá inn fjármagn til að fara í einhverjar stórar fjárfestingar heldur til að panta birgðir og leggja grunninn að því að geta jú jafnvel farið eitthvað út til að taka þátt í sölusýningum.“ Gunnar og Guðmundur höfðu átt í viðræðum við aðra fjárfesta um aðkomu þeirra að fyrirtækinu þegar ákvörðunin um að fara í hópfjármögnunina var tekin. „Það er mjög tímafrekt ferli og getur endað á hvorn veginn sem er. Því ákváðum við að fara í hópfjármögnunina, þar sem við gátum haft stjórn á ferlinu, og höfðum samband við þá aðila sem hafa bæði verslað hjá okkur og við vissum að væru áhugasamir. Þetta var góður skóli sem innviklar fleiri í þetta fyrirtæki,“ segir Gunnar. Stefnan er að hans sögn sett á að koma vörum Jör í verslanir erlendis og á tískusýningar. „Draumurinn er svo að geta opnað verslanir erlendis. Það eru því mjög spennandi tímar framundan.” Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Eigendur tískuvörumerkisins og verslunarinnar Jör eru nú að ljúka hlutafjáraukningu sem á að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins við Laugaveg. Hlutaféð er aukið með hópfjármögnun (e. crowdfunding) þar sem viðskiptavinum Jör er boðið að fjárfesta og fá í staðinn inneign í versluninni og lítinn hlut í fyrirtækinu. „Þetta er ekki alveg komið á hreint en þessi hópur mun eiga lítinn hlut í Jör og þetta er hugsað til þess að styrkja reksturinn hér heima en ekki til útrásar eða eitthvað slíkt,“ segir Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Jör. „Þetta eru kúnnar hjá okkur og hver fjárfesting hleypur á hundruðum þúsunda en ekki meira en það,“ segir Gunnar spurður hversu mikið fjármagn hafi fengist í hlutafjáraukningunni. Gunnar og Guðmundur Jörundsson fatahönnuður stofnuðu fyrirtækið í október 2012 og opnuðu verslunina við Laugaveg í apríl 2013. Þeir eiga 87,5 prósent í fyrirtækinu en hin 12,5 prósentin eru skráð á Eyju fjárfestingafélag ehf. sem er í eigu fjárfestanna Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur og Birgis Þórs Bieltvedt. „Við stækkuðum frekar hratt, raunar miklu hraðar en við höfðum áætlað. Þessi fjármögnun, ásamt öðrum þáttum eins og því að við erum búnir að hagræða í rekstri og fá mikla reynslu á þessum tveimur árum, var lykilatriði í því að við gátum haldið áfram,“ segir Gunnar. „Við erum ekki að fá inn fjármagn til að fara í einhverjar stórar fjárfestingar heldur til að panta birgðir og leggja grunninn að því að geta jú jafnvel farið eitthvað út til að taka þátt í sölusýningum.“ Gunnar og Guðmundur höfðu átt í viðræðum við aðra fjárfesta um aðkomu þeirra að fyrirtækinu þegar ákvörðunin um að fara í hópfjármögnunina var tekin. „Það er mjög tímafrekt ferli og getur endað á hvorn veginn sem er. Því ákváðum við að fara í hópfjármögnunina, þar sem við gátum haft stjórn á ferlinu, og höfðum samband við þá aðila sem hafa bæði verslað hjá okkur og við vissum að væru áhugasamir. Þetta var góður skóli sem innviklar fleiri í þetta fyrirtæki,“ segir Gunnar. Stefnan er að hans sögn sett á að koma vörum Jör í verslanir erlendis og á tískusýningar. „Draumurinn er svo að geta opnað verslanir erlendis. Það eru því mjög spennandi tímar framundan.”
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira