Svipmynd Markaðarins: Alltaf stefnt að árangri á heimsvísu Haraldur Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2014 09:00 Helga og Signý Kolbeinsdóttir vinna nú við að koma vörum í verslanir fyrir jólin og undirbúa kynningu á vörulínu næsta árs. Vísir/GVA „Við erum í 25 verslunum hér á landi og í átta öðrum löndum, þar á meðal í tuttugu verslunum í Bretlandi, og því fer mikið af minni vinnu nú í að koma sendingum í verslanir og passa að allar hillur séu fullar fyrir jólin,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri og einn eigenda Tulipop. Helga stofnaði fyrirtækið ásamt Signýju Kolbeinsdóttur, vöruhönnuði og teiknara, árið 2010. Tulipop framleiðir nú gjafavörulínu sem byggð er á teikningum Signýjar. Fyrirtækið hlaut nýverið þrenn verðlaun á Junior Design Awards í Bretlandi þar sem athygli er vakin á framúrskarandi hönnunarvörum fyrir börn. „Síðan ætlum við líka að taka þátt í „pop-up“-verslun í London í byrjun desember og erum núna að undirbúa kynningu á vörulínu næsta árs,“ segir Helga. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1999 og BS-prófi í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands fimm árum síðar. Eftir það réð hún sig til HugurAx þar sem hún starfaði í fjögur ár sem viðskiptastjóri og síðar markaðsstjóri í framkvæmdastjórn hugbúnaðarfyrirtækisins. „Árið 2007 fór ég síðan í tveggja ára MBA-nám í London Business School. Það var mjög krefjandi nám og alþjóðlegt sem leiddi til þess að ég fékk vinnu um sumarið hjá American Express í Bretlandi þar sem ég var hluti af stefnumótunar- og markaðsteymi fyrirtækisins,“ segir Helga. Hún vann einnig að gerð ráðgjafarverkefnis fyrir breska verslunarrisann Tesco. „Svo flutti ég heim árið 2009 og fór að vinna í fyrirtækjaráðgjöf. Mér fannst það ekki alveg eiga við mig. Ég hafði þá fylgst með Signýju vinkonu minni og við ákváðum að búa til fyrirtæki í kringum hennar hugmynd með það að markmiði að þróa gjafavörumerki sem gæti náð árangri á heimsvísu,“ segir Helga. „Okkar markmið voru mjög metnaðarfull frá upphafi og við höfum verið að vinna að þessu jafnt og þétt.“ Helga er gift Ingva Hrafni Óskarssyni lögmanni og þau eiga þrjú börn á aldrinum tveggja til tólf ára. „Frítíminn fer mikið í að gera eitthvað skemmtilegt með þeim. Við reynum að fara saman á skíði á veturna og hjólreiðatúra á sumrin. Svo tók ég upp á því að fara að hlaupa með tveimur vinkonum mínum og við höfum tekið þátt í Jökulsárhlaupinu síðustu tvö sumur og hlupum þá í Hljóðaklettum að Ásbyrgi. Svo erum vð fimm vinkonurnar sem hittumst einu sinni í viku til að spila tennis en það áhugmál kviknaði þegar ég bjó í London.“Ásgerður RagnarsdóttirÁsgerður Ragnarsdóttir, lögmaður á Lex „Helga er frábær vinkona og ein af þessum orkumiklu manneskjum sem má treysta á sé ætlunin að gera sér glaðan dag. Hún er einstaklega skipulögð og tekst með einhverjum undrabrögðum að ná árangri á öllum vígstöðvum án þess að blása úr nös. Hún er sniðug, útsjónarsöm og býr yfir þolinmæði sem er örugglega stór þáttur í velgengni Tulipop. Ekki skemmir fyrir hversu veraldarvön hún er og á hún stóran þátt í framsæknum málsverðum bókaklúbbsins okkar svokallaða úr menntaskóla sem gerir flest annað en að lesa bækur.“Kristinn ÁrnasonKristinn Árnason, bróðir Helgu „Hún Helga systir mín er afskaplega vönduð manneskja sem gott er að vita af nálægt sér. Hún er gædd hæfileikum til að leysa hin ólíkustu verkefni vel af hendi, enda er hún jákvæð, drífandi og lausnamiðuð, og gengur í hlutina með sínum viðkunnanlega og yfirvegaða hætti sem virkar oft frábærlega áreynslulítill. Hún er hjálpsöm, skapgóð og jafnlynd, en er líka fær um að vera beinskeitt og ákveðin þegar svo ber undir. Sem mikill aðdáandi Tulipop hefur mér þótt gaman að fylgjast með þeim Signýju byggja upp þann litríka ævintýraheim skref fyrir skref.“ Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Við erum í 25 verslunum hér á landi og í átta öðrum löndum, þar á meðal í tuttugu verslunum í Bretlandi, og því fer mikið af minni vinnu nú í að koma sendingum í verslanir og passa að allar hillur séu fullar fyrir jólin,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri og einn eigenda Tulipop. Helga stofnaði fyrirtækið ásamt Signýju Kolbeinsdóttur, vöruhönnuði og teiknara, árið 2010. Tulipop framleiðir nú gjafavörulínu sem byggð er á teikningum Signýjar. Fyrirtækið hlaut nýverið þrenn verðlaun á Junior Design Awards í Bretlandi þar sem athygli er vakin á framúrskarandi hönnunarvörum fyrir börn. „Síðan ætlum við líka að taka þátt í „pop-up“-verslun í London í byrjun desember og erum núna að undirbúa kynningu á vörulínu næsta árs,“ segir Helga. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1999 og BS-prófi í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands fimm árum síðar. Eftir það réð hún sig til HugurAx þar sem hún starfaði í fjögur ár sem viðskiptastjóri og síðar markaðsstjóri í framkvæmdastjórn hugbúnaðarfyrirtækisins. „Árið 2007 fór ég síðan í tveggja ára MBA-nám í London Business School. Það var mjög krefjandi nám og alþjóðlegt sem leiddi til þess að ég fékk vinnu um sumarið hjá American Express í Bretlandi þar sem ég var hluti af stefnumótunar- og markaðsteymi fyrirtækisins,“ segir Helga. Hún vann einnig að gerð ráðgjafarverkefnis fyrir breska verslunarrisann Tesco. „Svo flutti ég heim árið 2009 og fór að vinna í fyrirtækjaráðgjöf. Mér fannst það ekki alveg eiga við mig. Ég hafði þá fylgst með Signýju vinkonu minni og við ákváðum að búa til fyrirtæki í kringum hennar hugmynd með það að markmiði að þróa gjafavörumerki sem gæti náð árangri á heimsvísu,“ segir Helga. „Okkar markmið voru mjög metnaðarfull frá upphafi og við höfum verið að vinna að þessu jafnt og þétt.“ Helga er gift Ingva Hrafni Óskarssyni lögmanni og þau eiga þrjú börn á aldrinum tveggja til tólf ára. „Frítíminn fer mikið í að gera eitthvað skemmtilegt með þeim. Við reynum að fara saman á skíði á veturna og hjólreiðatúra á sumrin. Svo tók ég upp á því að fara að hlaupa með tveimur vinkonum mínum og við höfum tekið þátt í Jökulsárhlaupinu síðustu tvö sumur og hlupum þá í Hljóðaklettum að Ásbyrgi. Svo erum vð fimm vinkonurnar sem hittumst einu sinni í viku til að spila tennis en það áhugmál kviknaði þegar ég bjó í London.“Ásgerður RagnarsdóttirÁsgerður Ragnarsdóttir, lögmaður á Lex „Helga er frábær vinkona og ein af þessum orkumiklu manneskjum sem má treysta á sé ætlunin að gera sér glaðan dag. Hún er einstaklega skipulögð og tekst með einhverjum undrabrögðum að ná árangri á öllum vígstöðvum án þess að blása úr nös. Hún er sniðug, útsjónarsöm og býr yfir þolinmæði sem er örugglega stór þáttur í velgengni Tulipop. Ekki skemmir fyrir hversu veraldarvön hún er og á hún stóran þátt í framsæknum málsverðum bókaklúbbsins okkar svokallaða úr menntaskóla sem gerir flest annað en að lesa bækur.“Kristinn ÁrnasonKristinn Árnason, bróðir Helgu „Hún Helga systir mín er afskaplega vönduð manneskja sem gott er að vita af nálægt sér. Hún er gædd hæfileikum til að leysa hin ólíkustu verkefni vel af hendi, enda er hún jákvæð, drífandi og lausnamiðuð, og gengur í hlutina með sínum viðkunnanlega og yfirvegaða hætti sem virkar oft frábærlega áreynslulítill. Hún er hjálpsöm, skapgóð og jafnlynd, en er líka fær um að vera beinskeitt og ákveðin þegar svo ber undir. Sem mikill aðdáandi Tulipop hefur mér þótt gaman að fylgjast með þeim Signýju byggja upp þann litríka ævintýraheim skref fyrir skref.“
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira