Kanadískt fyrirtæki vill reisa hleðslustöðvar hér á landi Haraldur Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2014 07:00 Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Even, sem er lengst til vinstri á myndinni, var viðstaddur opnun á nýrri hleðslustöð Sun Country Highway í júní síðastliðnum. Fyrirtækið Sun Country Highway vill reisa hleðslustöðvar fyrir rafbíla hér á landi. Fyrirtækið hefur sett upp um 2.500 stöðvar í Kanada og horfir nú til Evrópu og vill byrja á Íslandi strax á næsta ári. Þetta segir Kent Rathwell, stofnandi og forstjóri Sun Country Highway. Rathwell segir stefnu íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum hafa hvatt eigendur fyrirtækisins til að horfa til Íslands. Hann nefnir sérstaklega ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í september síðastliðnum. „Forsætisráðherra ykkar hélt þar athyglisverða ræðu um loftslagsmál. Tækjabúnaður okkar getur aðstoðað við að framfylgja þeirri stefnu sem þar var lögð fram og boðið íbúum Íslands annan valkost en ökutæki sem ganga fyrir kolefnaeldsneyti,“ segir Rathwell. Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Even og rafbílasali, hefur átt í samstarfi við Sun Country Highway vegna hugsanlegrar komu fyrirtækisins hingað til lands. „Hvort sem það þýðir að fyrirtækið vilji setja hér upp 300 eða hundrað hleðslustöðvar veit ég ekki. En við þyrftum að setja þessa þjónustu upp í um hundrað bæjum hér á landi en þetta er ekkert flókið mál og þyrfti ekki einu sinni aðkomu stjórnvalda,“ segir Gísli. Fyrirtæki hans hefur sett upp tvær hleðslustöðvar hér á landi. Önnur er staðsett í Kringlunni og rekstur hennar byggir að sögn Gísla á svipuðu viðskiptamódeli og því sem Sun Country Highway hefur notast við. „Þar borgar Kringlan fyrir rafmagnið og nýtur góðs af viðskiptum við rafbílaeigendur. Í Kanada er þjónusta Sun Country oftast ókeypis fyrir rafbílanotendur og er sett upp á stöðum þar sem fyrirtæki hafa hag af því að hafa hleðslustöðvar.“ Mest lesið Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Fyrirtækið Sun Country Highway vill reisa hleðslustöðvar fyrir rafbíla hér á landi. Fyrirtækið hefur sett upp um 2.500 stöðvar í Kanada og horfir nú til Evrópu og vill byrja á Íslandi strax á næsta ári. Þetta segir Kent Rathwell, stofnandi og forstjóri Sun Country Highway. Rathwell segir stefnu íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum hafa hvatt eigendur fyrirtækisins til að horfa til Íslands. Hann nefnir sérstaklega ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í september síðastliðnum. „Forsætisráðherra ykkar hélt þar athyglisverða ræðu um loftslagsmál. Tækjabúnaður okkar getur aðstoðað við að framfylgja þeirri stefnu sem þar var lögð fram og boðið íbúum Íslands annan valkost en ökutæki sem ganga fyrir kolefnaeldsneyti,“ segir Rathwell. Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Even og rafbílasali, hefur átt í samstarfi við Sun Country Highway vegna hugsanlegrar komu fyrirtækisins hingað til lands. „Hvort sem það þýðir að fyrirtækið vilji setja hér upp 300 eða hundrað hleðslustöðvar veit ég ekki. En við þyrftum að setja þessa þjónustu upp í um hundrað bæjum hér á landi en þetta er ekkert flókið mál og þyrfti ekki einu sinni aðkomu stjórnvalda,“ segir Gísli. Fyrirtæki hans hefur sett upp tvær hleðslustöðvar hér á landi. Önnur er staðsett í Kringlunni og rekstur hennar byggir að sögn Gísla á svipuðu viðskiptamódeli og því sem Sun Country Highway hefur notast við. „Þar borgar Kringlan fyrir rafmagnið og nýtur góðs af viðskiptum við rafbílaeigendur. Í Kanada er þjónusta Sun Country oftast ókeypis fyrir rafbílanotendur og er sett upp á stöðum þar sem fyrirtæki hafa hag af því að hafa hleðslustöðvar.“
Mest lesið Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent