Viðskipti innlent

Hækkun matarskatts sögð rugl

vísir/gva
Fyrirhuguð hækkun matarskatts úr 7 prósentum í 12 er sögð rugl í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins og mótvægisaðgerðir sem koma eigi á móti ekki til þess fallnar að einfalda skattkerfið.

Höfundur bréfsins, sem er að öllum líkindum Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra, setur þetta í samhengi við að ekki hafi gefist tími til að slíta endanlega aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. 

Í bréfinu segir að í tvö ár hafi íslenska ríkisstjórnin ekki fundið tíma frá einhverju sem enginn veit hvað er en ætli nú að keyra í gegn á fáum vikum matarskatt á lægst launaða fólkið í landinu, hvað sem tautar og raular. Síðan segir:  

„Eini ávinningurinn sem hægt er hugsanlega að sjá af því er að fá hrós bak við luktar dyr frá ótryggum embættismönnum fyrir að hafa einfaldað virðisaukaskattskerfið með því að fækka skattþrepum þess úr tveimur ofan í tvö.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×