Viðskipti innlent

Meniga setur nýja þjónustu í loftið

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Starfsfólk Meniga.
Starfsfólk Meniga. Vísir / Meniga
Meniga sendi í dag frá sér nýtt smáforrit fyrir bæði iPhone og Android-síma auk þess að opna nýja þjónustu, Kjördæmi. Nýja þjónustan býður notendum Meniga að fá send tilboð byggða á neyslusögu viðkomandi.



Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Meniga reiknar kerfið út hvað þau tilboð sem fólki berst í gegnum þessa nýju þjónustu spara hverjum og einum.



Viðskiptavinir stóru viðskiptabankanna þriggja hér á landi hafa allir aðgang að Meniga í heimabanka sínum en hugbúnaðurinn gerir fólki kleift að fylgjast með útgjöldum sínum og tekjum með skýrum hætti. Hugbúnaðurinn lærir inn á neyslu notenda út frá því hvert peningar þeirra fara.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×