Samstíga skref þarf úr vandanum Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Fjörugar og beinskeyttar umræður um stöðu landsins og stefnu urðu í pallborði á peningamálafundi Viðskiptaráðs Íslands fyrir helgi. Fréttablaðið/GVA „Lánshæfis- og fjármálakreppan er ekki búin, langt því frá,“ segir Ásgeir Jónsson hagfræðingur. Á peningamálafundi Viðskiptaráðs Íslands, sem fram fór fyrir helgi, virtust bæði frummælendur og þátttakendur í pallborði sammála um að þótt ákveðnum stöðugleika og árangri í viðreisn efnahagslífsins hafi verið náð hér á landi, þá væri sá árangur brothættur og framtíðin um margt óviss. Verðmætaaukning sem gæti staðið undir bættum lífskjörum og afnám gjaldeyrishafta eru ein stærstu verkefnin sem landið stendur frammi fyrir.Ásgeir JónssonTíminn illa nýttur síðustu ár Ásgeir benti á að bankakreppan hafi ekki verið leyst og að gjaldeyriskreppa landsins sé óleyst. „Það er náttúrlega tómt mál að tala um að afnema höftin nema að ákveðin mál séu leyst fyrst. Snjóhengjan er umtöluð. Ekki er nóg með að erlendir aðilar eigi stöður hér í hagkerfinu, þeir eiga náttúrlega fjármálakerfið ennþá,“ sagði hann og kvað fjármálakerfið ekki enn hafa fengið framtíðarfót til að standa á. Eðlilegt ástand þurfi að komast á á fjármálamarkaði. Ásgeir sagði að hér hefði gengið treglegar að vinna til baka glatað traust eftir efnahagshrun en til að mynda hefði verið tilfellið hjá Dönum og Svíum í þeirra þrengingum eftir hrun við upphaf tíunda áratugarins. Hjá þeim hefði tekið fimm til sex ár að vinna sig aftur upp á sama stað í lánshæfismati. „Að einhverju leyti hefur tíminn síðustu þrjú fjögur ár ekki verið nýttur. Mér sýnist að frá því Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fór hér úr landi hafi ekki mikið gerst,“ sagði Ásgeir. „Eins og staðan er núna erum við einhvern veginn föst í einhverju limbói.“ Lykilatriði í að ná tökum á ríkisfjármálum hafi verið að koma á gjaldeyrishöftum, þau hafi lækkað fjármögnunarkostnað ríkisins þrátt fyrir að lánshæfið hafi hrunið. „En stöðugleikinn sem við búum við hangir saman á höftunum.“Regína BjarnadóttirJafnvægið er brothætt Regína Bjarnadóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, benti á að hér hafi nú verið gjaldeyrishöft í sex ár og mikilvægt að einhver skref verði tekin sem fyrst í átt til losunar þeirra eða dregið á einhvern hátt úr óvissu hvað framtíð þeirra varðar. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafi rætt mikið um áramótin í þessum efnum, að fyrir þau yrði eitthvað sagt, þótt ekki hafi kannski komið nákvæmlega fram við hvaða áramót væri átt. „Ég held að mjög mikilvægt sé að við förum að sjá einhverja framtíðarsýn í þessum málum, að við höldum ekki hagkerfinu í greipum gjaldeyrishafta.“ Regína benti líka á að jafnvægið væri brothætt, því þótt ástandið kynni að virðast notalegt innan hafta, í stöðugleikanum sem þeim fylgja, þá væri þar skammtímabati sem ógnaði vexti til lengdar. Ásgeir vísaði til þess að matsfyrirtækið Moody‘s hafi bent á að hér skorti breiða samstöðu um nauðsynlegar breytingar sem ráðast þyrfti í. Þeirri samstöðu taldi hann að hefði þurft að ná strax eftir hrun, í stað þess að sveiflast hér milli vinstri og hægri í stjórn landsins. Hér hafi leit að sökudólgum tekið bæði kraft og tíma sem ef til vill hefði verið betur varið í að leysa stofnanalegan vanda. „Það er alveg á hreinu að við getum aldrei afnumið höftin án þess að allir flokkar séu með í því verkefni. Og ég held að við gerum það tæpast nema í félagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða einhvern annan sem gefur losuninni trúverðugleika,“ sagði hann, en áréttaði um leið að hann teldi krónuna eitt helsta vanda þjóðarinnar og hún kostaði landið „ótrúlegar upphæðir“ í lífskjörum. „Aðalatriðið er að samstöðu vantar. Að við getum komið saman sem þjóð og rætt sameiginlega hagsmuni og hægt sé að leysa mál á borð við auðlindanýtingu og fleiri hluti í sæmilegri sátt, sem við höfum ekki borið gæfu til að gera.“ Hér hafi uppgangur ferðamennsku í raun bjargað málum um margt fyrir horn. „Án uppgangs túrisma lægi fyrir að við gætum ekki fjármagnað fastgengi krónunnar.“Frosti ÓlafssonBitist um bitana Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, tók undir að sátt þyrfti að ná um kerfisbreytingar og stefnu til lengri tíma. „Það er í rauninni eini grundvöllurinn fyrir bættum lífskjörum, fyrir afnámi hafta og meiri trú á framtíðina.“ Órói í samfélaginu nú skýrist að stórum hluta af því hvað framtíðin sé óviss. „Ég held að við séu sammála um miklu fleira en ætla mætti af opinberri umræðu,“ sagði hann og benti á að hægt væri að grípa til ýmissa aðgerða til skemmri tíma til að bæta stöðu landsins. „Til lengri tíma snýst þetta um að við þurfum að ná saman um þær breytingar sem skapa grundvöll fyrir einhverja raunverulega aukningu í verðmætasköpun hérna, í stað þess að bítast um bitana þar til ekkert verður eftir á borðinu.“Arnór SighvatssonVerðbólgubjögun er innbyggð í lítinn gjaldmiðil Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, sem einnig sat í pallborði, sagði ákveðna þversögn fólgna í gjaldeyrishöftunum. „Þau leysa skammtímavanda en um leið koma þau í raun í veg fyrir að hægt sé að byggja upp traust. Traust er ekki hægt að byggja upp nema að tekin sé áhætta. Reyna þarf á jafnvægið á markaði,“ sagði hann. Höftin beri líka í sér ýmsa hvata sem séu erfiðir og þess eðlis að erfitt verði að losa um höftin. Arnór sagði að líka hamlaði framþróun ákveðin saga óstöðugleika hér á landi. „Íslendingar höndla krísur þokkalega, en við höndlum góðæri ákaflega illa. Kannski má segja að það viðhorf ríki að jafnvægi sé óþolandi ástand og þegar okkur verður á að ná jafnvægi í ákveðinn tíma, þá keppast menn við að raska því jafnvægi aftur til þess að fá meiri vöxt og komast fljótar að þeim markmiðum sem að er stefnt.“ Það sé hins vegar mikilvægt sem komið hafi fram að ríkissjóður geti státað af því að hafa aldrei farið í greiðsluþrot. „Það er í raun mjög náið samband milli greiðsluvilja og greiðslugetu.“ Arnór benti á að vegna þess að hafa áður hlaupið frá skuldum sínum ráði Argentína ekki við skuldastöðu sem flest önnur lönd ráði við. „Greiðsluviljinn þverr þegar skuldastaðan versnar. Þetta vita lánardrottnar Argentínu og kippa að sér höndum.“ Þá kom líka fram í máli Arnórs á fundinum að mjög erfitt væri að spá um þróun vaxtamunar við útlönd. Hér væri vaxtamunur við útlönd mikill og hvernig hann yrði til lengri tíma færi eftir efnahagsþróun hér og ytra. Þá hjálpi söguleg fortíð krónunnar ekki til. „Saga gjaldmiðilsins er sú að hann hefur stöðugt rýrnað gagnvart okkar viðskiptalöndum. Gildi krónunnar hefur rýrnað um nálægt 99,9 prósent gagnvart þeim gjaldmiðli sem við vorum upphaflega tengd við þegar krónan var sett á flot á sínum tíma. Gjaldmiðill með slíka sögu þarf að búa við hærri vexti til þess að fjárfestar vilji eiga skuldbindingar í honum.“ Leiðina til að minnka vaxtamuninn sagði Arnór hins vegar vera að ná niður verðbólgu og ná jafnvægi yfir mjög langan tíma. Þar væri okkur hins vegar ákveðinn vandi á höndum. Gjaldmiðillinn væri mjög lítill og gengisbreytingar kæmu mjög hratt fram í verðlagi. Laun sem hækkuðu hratt með verðlagi aðlöguðust ekki endilega jafn hratt niður á við þegar gengið styrktist. Því sé ákveðin verðbólgubjögun innbyggð í lítinn gjaldmiðil og ekki önnur leið til að draga úr henni en reka efnahagsmál landsins jafn vel og jafnvel betur en önnur lönd, eigi vaxtastig hér að verða eitthvað svipað og þar.Már hlustar á pallborðið. Í opnunarræðu sinni á fundi Viðskiptaráðs ræddi Már Guðmundsson seðlabankastjóri meðal annars horfur á bættu lánshæfismati landsins, verðbólguhorfur og samspil launaþróunar og verðbólgu. Fréttablaðið/GVASumir geta hækkað meira en aðrir Már Guðmundsson seðlabankastjóri notaði tækifærið á fundi Viðskiptaráðs fyrir helgi til að skýra skilaboðin við kynningu nýafstaðinnar stýrivaxtalækkunar varðandi tengsl vaxtabreytinga komandi missera og þess sem gerðist varðandi almenna launaþróun á vinnumarkaði. „Til lengdar, en ekki endilega á hverjum tíma, ættu laun á vinnumarkaðnum í heild, en ekki endilega hjá sérhverjum hóp, að hækka sem nemur verðbólgumarkmiðinu að viðbættri framleiðniþróun. Hversu mikið það er ræðst þá af framleiðniaukningu,“ sagði Már og benti á að framleiðniaukning virtist lítil um þessar mundir, eða í kring um eitt prósent. „Það þýðir að svigrúm til launahækkana sem samrýmast verðbólgumarkmiði er, því samsvarandi, 3,5 prósent. Hvað það þýðir varðandi kjarasamninga fer eftir því hvað talið er fært í því að hemja launaskrið.“ Þetta segði hann þó ekki útiloka að einstakir hópar gætu hækkað laun sín meira en þessu nemur. „En þá verða aðrir að sætta sig við að hækka minna og stundum geta verið rök fyrir því.“Slakinn horfinn á næsta ári Þá skipti fleiri þættir máli, svo sem langtímasamband launa og verðbólgu. „Um einhverja hríð og jafnvel einhver ár geta laun hækkað meira án þess að ógna verðbólgumarkmiði, til dæmis ef hlutdeild launa í þjóðartekjum er óvenju lítil í framhaldi af kreppu og atvinnureksturinn er í færum til að taka hluta þeirra á sig. Það hefur að hluta til verið að gerast á síðustu árum.“ Í ár hafi líka lækkandi innflutningsverð í erlendri mynt og styrkara gengi stuðlað að lækkandi verðbólgu jafnvel þótt launahækkanir séu umtalsvert umfram samtölu verðbólgumarkmiðs og framleiðniaukningar. Á næsta ári verði hins vegar slaki væntanlega horfinn úr þjóðarbúskapnum, hlutdeild launa í þjóðartekjum við eða yfir sögulegu meðaltali og forsendur frekari gengishækkunar ekki til staðar þar sem viðskiptaafgangur fari minnkandi og raungengi ekki lengur fyrir neðan það sem ætla megi að sé jafnvægisgengi. „Mismunandi hækkanir til mismunandi hópa geta eigi að síður átt sér stað standi aðstæður og vilji til þess.“Losun hafta er tvíeggjað sverð Sömuleiðis kom fram í máli Más á fundinum að ekki væri raunhæft að reikna með bættu lánshæfismati landsins í bráð. „En ef okkur tekst að varðveita stöðugleika og hagvöxt á nýju ári á sama tíma og það sést að árangursrík skref til losunar fjármagnshafta sem samrýmast stöðugleika og trausti eru að minnsta kosti hafin, ættu forsendur fyrir hærra lánshæfismati að batna umtalsvert,“ sagði hann jafnframt. Már rifjaði upp að lánshæfismat ríkisins og bankanna í kjölfarið hafi risið hátt á árunum fyrir hrun. „Kannski hærra en innstæða var fyrir og okkur var hollt.“ Þrátt fyrir mikla lækkun í kjölfarið hafi að mestu tekist að halda matinu í neðstu tröppu fjárfestingarflokks. „Það að halda Íslandi í fjárfestingarflokki á þessum árum kostaði mikla vinnu og barning en önnur lönd sem á undanförnum árum þurftu að leita til AGS misstu öll einkunn sína niður fyrir fjárfestingarflokk hjá Moody’s og S&P. Sum þeirra hafa þó síðan náð að rísa hraðar upp einkunnastigann en Ísland,“ bætti Már við. Skýrslur matsfyrirtækjanna sagði Már bera með sér hvaða hlutir skiptu máli hvað varðaði bætt lánshæfismat ríkisins (sem þá aftur gæti rutt brautina fyrir bankana). „Þar má nefna áframhaldandi lækkun skulda hins opinbera og staðfestu í hagstjórn sem varðveitir stöðugleika í gegnum áframhaldandi uppsveiflu.“ Losun gjaldeyrishafa sagði hann líka gnæfa hátt en verkefnið kynni að vera tvíeggjað sverð. „Árangursrík skref til losunar sem raska ekki stöðugleika munu hafa jákvæð áhrif en röskun efnahagslegs og fjármálalegs stöðugleika neikvæð.“ Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
„Lánshæfis- og fjármálakreppan er ekki búin, langt því frá,“ segir Ásgeir Jónsson hagfræðingur. Á peningamálafundi Viðskiptaráðs Íslands, sem fram fór fyrir helgi, virtust bæði frummælendur og þátttakendur í pallborði sammála um að þótt ákveðnum stöðugleika og árangri í viðreisn efnahagslífsins hafi verið náð hér á landi, þá væri sá árangur brothættur og framtíðin um margt óviss. Verðmætaaukning sem gæti staðið undir bættum lífskjörum og afnám gjaldeyrishafta eru ein stærstu verkefnin sem landið stendur frammi fyrir.Ásgeir JónssonTíminn illa nýttur síðustu ár Ásgeir benti á að bankakreppan hafi ekki verið leyst og að gjaldeyriskreppa landsins sé óleyst. „Það er náttúrlega tómt mál að tala um að afnema höftin nema að ákveðin mál séu leyst fyrst. Snjóhengjan er umtöluð. Ekki er nóg með að erlendir aðilar eigi stöður hér í hagkerfinu, þeir eiga náttúrlega fjármálakerfið ennþá,“ sagði hann og kvað fjármálakerfið ekki enn hafa fengið framtíðarfót til að standa á. Eðlilegt ástand þurfi að komast á á fjármálamarkaði. Ásgeir sagði að hér hefði gengið treglegar að vinna til baka glatað traust eftir efnahagshrun en til að mynda hefði verið tilfellið hjá Dönum og Svíum í þeirra þrengingum eftir hrun við upphaf tíunda áratugarins. Hjá þeim hefði tekið fimm til sex ár að vinna sig aftur upp á sama stað í lánshæfismati. „Að einhverju leyti hefur tíminn síðustu þrjú fjögur ár ekki verið nýttur. Mér sýnist að frá því Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fór hér úr landi hafi ekki mikið gerst,“ sagði Ásgeir. „Eins og staðan er núna erum við einhvern veginn föst í einhverju limbói.“ Lykilatriði í að ná tökum á ríkisfjármálum hafi verið að koma á gjaldeyrishöftum, þau hafi lækkað fjármögnunarkostnað ríkisins þrátt fyrir að lánshæfið hafi hrunið. „En stöðugleikinn sem við búum við hangir saman á höftunum.“Regína BjarnadóttirJafnvægið er brothætt Regína Bjarnadóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, benti á að hér hafi nú verið gjaldeyrishöft í sex ár og mikilvægt að einhver skref verði tekin sem fyrst í átt til losunar þeirra eða dregið á einhvern hátt úr óvissu hvað framtíð þeirra varðar. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafi rætt mikið um áramótin í þessum efnum, að fyrir þau yrði eitthvað sagt, þótt ekki hafi kannski komið nákvæmlega fram við hvaða áramót væri átt. „Ég held að mjög mikilvægt sé að við förum að sjá einhverja framtíðarsýn í þessum málum, að við höldum ekki hagkerfinu í greipum gjaldeyrishafta.“ Regína benti líka á að jafnvægið væri brothætt, því þótt ástandið kynni að virðast notalegt innan hafta, í stöðugleikanum sem þeim fylgja, þá væri þar skammtímabati sem ógnaði vexti til lengdar. Ásgeir vísaði til þess að matsfyrirtækið Moody‘s hafi bent á að hér skorti breiða samstöðu um nauðsynlegar breytingar sem ráðast þyrfti í. Þeirri samstöðu taldi hann að hefði þurft að ná strax eftir hrun, í stað þess að sveiflast hér milli vinstri og hægri í stjórn landsins. Hér hafi leit að sökudólgum tekið bæði kraft og tíma sem ef til vill hefði verið betur varið í að leysa stofnanalegan vanda. „Það er alveg á hreinu að við getum aldrei afnumið höftin án þess að allir flokkar séu með í því verkefni. Og ég held að við gerum það tæpast nema í félagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða einhvern annan sem gefur losuninni trúverðugleika,“ sagði hann, en áréttaði um leið að hann teldi krónuna eitt helsta vanda þjóðarinnar og hún kostaði landið „ótrúlegar upphæðir“ í lífskjörum. „Aðalatriðið er að samstöðu vantar. Að við getum komið saman sem þjóð og rætt sameiginlega hagsmuni og hægt sé að leysa mál á borð við auðlindanýtingu og fleiri hluti í sæmilegri sátt, sem við höfum ekki borið gæfu til að gera.“ Hér hafi uppgangur ferðamennsku í raun bjargað málum um margt fyrir horn. „Án uppgangs túrisma lægi fyrir að við gætum ekki fjármagnað fastgengi krónunnar.“Frosti ÓlafssonBitist um bitana Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, tók undir að sátt þyrfti að ná um kerfisbreytingar og stefnu til lengri tíma. „Það er í rauninni eini grundvöllurinn fyrir bættum lífskjörum, fyrir afnámi hafta og meiri trú á framtíðina.“ Órói í samfélaginu nú skýrist að stórum hluta af því hvað framtíðin sé óviss. „Ég held að við séu sammála um miklu fleira en ætla mætti af opinberri umræðu,“ sagði hann og benti á að hægt væri að grípa til ýmissa aðgerða til skemmri tíma til að bæta stöðu landsins. „Til lengri tíma snýst þetta um að við þurfum að ná saman um þær breytingar sem skapa grundvöll fyrir einhverja raunverulega aukningu í verðmætasköpun hérna, í stað þess að bítast um bitana þar til ekkert verður eftir á borðinu.“Arnór SighvatssonVerðbólgubjögun er innbyggð í lítinn gjaldmiðil Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, sem einnig sat í pallborði, sagði ákveðna þversögn fólgna í gjaldeyrishöftunum. „Þau leysa skammtímavanda en um leið koma þau í raun í veg fyrir að hægt sé að byggja upp traust. Traust er ekki hægt að byggja upp nema að tekin sé áhætta. Reyna þarf á jafnvægið á markaði,“ sagði hann. Höftin beri líka í sér ýmsa hvata sem séu erfiðir og þess eðlis að erfitt verði að losa um höftin. Arnór sagði að líka hamlaði framþróun ákveðin saga óstöðugleika hér á landi. „Íslendingar höndla krísur þokkalega, en við höndlum góðæri ákaflega illa. Kannski má segja að það viðhorf ríki að jafnvægi sé óþolandi ástand og þegar okkur verður á að ná jafnvægi í ákveðinn tíma, þá keppast menn við að raska því jafnvægi aftur til þess að fá meiri vöxt og komast fljótar að þeim markmiðum sem að er stefnt.“ Það sé hins vegar mikilvægt sem komið hafi fram að ríkissjóður geti státað af því að hafa aldrei farið í greiðsluþrot. „Það er í raun mjög náið samband milli greiðsluvilja og greiðslugetu.“ Arnór benti á að vegna þess að hafa áður hlaupið frá skuldum sínum ráði Argentína ekki við skuldastöðu sem flest önnur lönd ráði við. „Greiðsluviljinn þverr þegar skuldastaðan versnar. Þetta vita lánardrottnar Argentínu og kippa að sér höndum.“ Þá kom líka fram í máli Arnórs á fundinum að mjög erfitt væri að spá um þróun vaxtamunar við útlönd. Hér væri vaxtamunur við útlönd mikill og hvernig hann yrði til lengri tíma færi eftir efnahagsþróun hér og ytra. Þá hjálpi söguleg fortíð krónunnar ekki til. „Saga gjaldmiðilsins er sú að hann hefur stöðugt rýrnað gagnvart okkar viðskiptalöndum. Gildi krónunnar hefur rýrnað um nálægt 99,9 prósent gagnvart þeim gjaldmiðli sem við vorum upphaflega tengd við þegar krónan var sett á flot á sínum tíma. Gjaldmiðill með slíka sögu þarf að búa við hærri vexti til þess að fjárfestar vilji eiga skuldbindingar í honum.“ Leiðina til að minnka vaxtamuninn sagði Arnór hins vegar vera að ná niður verðbólgu og ná jafnvægi yfir mjög langan tíma. Þar væri okkur hins vegar ákveðinn vandi á höndum. Gjaldmiðillinn væri mjög lítill og gengisbreytingar kæmu mjög hratt fram í verðlagi. Laun sem hækkuðu hratt með verðlagi aðlöguðust ekki endilega jafn hratt niður á við þegar gengið styrktist. Því sé ákveðin verðbólgubjögun innbyggð í lítinn gjaldmiðil og ekki önnur leið til að draga úr henni en reka efnahagsmál landsins jafn vel og jafnvel betur en önnur lönd, eigi vaxtastig hér að verða eitthvað svipað og þar.Már hlustar á pallborðið. Í opnunarræðu sinni á fundi Viðskiptaráðs ræddi Már Guðmundsson seðlabankastjóri meðal annars horfur á bættu lánshæfismati landsins, verðbólguhorfur og samspil launaþróunar og verðbólgu. Fréttablaðið/GVASumir geta hækkað meira en aðrir Már Guðmundsson seðlabankastjóri notaði tækifærið á fundi Viðskiptaráðs fyrir helgi til að skýra skilaboðin við kynningu nýafstaðinnar stýrivaxtalækkunar varðandi tengsl vaxtabreytinga komandi missera og þess sem gerðist varðandi almenna launaþróun á vinnumarkaði. „Til lengdar, en ekki endilega á hverjum tíma, ættu laun á vinnumarkaðnum í heild, en ekki endilega hjá sérhverjum hóp, að hækka sem nemur verðbólgumarkmiðinu að viðbættri framleiðniþróun. Hversu mikið það er ræðst þá af framleiðniaukningu,“ sagði Már og benti á að framleiðniaukning virtist lítil um þessar mundir, eða í kring um eitt prósent. „Það þýðir að svigrúm til launahækkana sem samrýmast verðbólgumarkmiði er, því samsvarandi, 3,5 prósent. Hvað það þýðir varðandi kjarasamninga fer eftir því hvað talið er fært í því að hemja launaskrið.“ Þetta segði hann þó ekki útiloka að einstakir hópar gætu hækkað laun sín meira en þessu nemur. „En þá verða aðrir að sætta sig við að hækka minna og stundum geta verið rök fyrir því.“Slakinn horfinn á næsta ári Þá skipti fleiri þættir máli, svo sem langtímasamband launa og verðbólgu. „Um einhverja hríð og jafnvel einhver ár geta laun hækkað meira án þess að ógna verðbólgumarkmiði, til dæmis ef hlutdeild launa í þjóðartekjum er óvenju lítil í framhaldi af kreppu og atvinnureksturinn er í færum til að taka hluta þeirra á sig. Það hefur að hluta til verið að gerast á síðustu árum.“ Í ár hafi líka lækkandi innflutningsverð í erlendri mynt og styrkara gengi stuðlað að lækkandi verðbólgu jafnvel þótt launahækkanir séu umtalsvert umfram samtölu verðbólgumarkmiðs og framleiðniaukningar. Á næsta ári verði hins vegar slaki væntanlega horfinn úr þjóðarbúskapnum, hlutdeild launa í þjóðartekjum við eða yfir sögulegu meðaltali og forsendur frekari gengishækkunar ekki til staðar þar sem viðskiptaafgangur fari minnkandi og raungengi ekki lengur fyrir neðan það sem ætla megi að sé jafnvægisgengi. „Mismunandi hækkanir til mismunandi hópa geta eigi að síður átt sér stað standi aðstæður og vilji til þess.“Losun hafta er tvíeggjað sverð Sömuleiðis kom fram í máli Más á fundinum að ekki væri raunhæft að reikna með bættu lánshæfismati landsins í bráð. „En ef okkur tekst að varðveita stöðugleika og hagvöxt á nýju ári á sama tíma og það sést að árangursrík skref til losunar fjármagnshafta sem samrýmast stöðugleika og trausti eru að minnsta kosti hafin, ættu forsendur fyrir hærra lánshæfismati að batna umtalsvert,“ sagði hann jafnframt. Már rifjaði upp að lánshæfismat ríkisins og bankanna í kjölfarið hafi risið hátt á árunum fyrir hrun. „Kannski hærra en innstæða var fyrir og okkur var hollt.“ Þrátt fyrir mikla lækkun í kjölfarið hafi að mestu tekist að halda matinu í neðstu tröppu fjárfestingarflokks. „Það að halda Íslandi í fjárfestingarflokki á þessum árum kostaði mikla vinnu og barning en önnur lönd sem á undanförnum árum þurftu að leita til AGS misstu öll einkunn sína niður fyrir fjárfestingarflokk hjá Moody’s og S&P. Sum þeirra hafa þó síðan náð að rísa hraðar upp einkunnastigann en Ísland,“ bætti Már við. Skýrslur matsfyrirtækjanna sagði Már bera með sér hvaða hlutir skiptu máli hvað varðaði bætt lánshæfismat ríkisins (sem þá aftur gæti rutt brautina fyrir bankana). „Þar má nefna áframhaldandi lækkun skulda hins opinbera og staðfestu í hagstjórn sem varðveitir stöðugleika í gegnum áframhaldandi uppsveiflu.“ Losun gjaldeyrishafa sagði hann líka gnæfa hátt en verkefnið kynni að vera tvíeggjað sverð. „Árangursrík skref til losunar sem raska ekki stöðugleika munu hafa jákvæð áhrif en röskun efnahagslegs og fjármálalegs stöðugleika neikvæð.“
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent