Baggalútur græðir milljónir á jólunum Haraldur Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2014 08:00 Jólatónleikar Baggalúts hafa verið vel sóttir síðustu ár. „Við erum auðvitað hæstánægðir með að einhver nenni að mæta en jólavertíðin er um 90 prósent af okkar tónleikaveltu,“ segir tónlistarmaðurinn Bragi Valdimar Skúlason um 4,7 milljóna króna hagnað Baggalúts ehf. í fyrra. Bragi er framkvæmdastjóri fyrirtækisins en það rekur samnefnda heimasíðu og heldur utan um tónleikahald og plötuútgáfu Baggalúts. Samkvæmt ársreikningum fyrirtækisins var það rekið með samtals 9,9 milljóna króna hagnaði árin 2012 og 2013. Í fyrra skilaði miðasala á tónleika hlljómsveitarinnar rúmum 52 milljónum króna. „Við héldum ellefu jólatónleika í fyrra og erum aðallega að sprikla í desember. Jólavertíðin hefur verið að vaxa en þessu fylgir auðvitað kostnaður á móti,“ segir Bragi. Hann bendir á að hljómsveitin gaf einnig út plötuna „Mamma þarf að djamma“ í fyrra og spilaði á árshátíðum og öðrum skemmtunum. Baggalútur ehf. er í eigu Braga og sex annara stofnenda vefsíðunnar baggalutur.is. Eigendurnir eiga allir 14,3 prósent í fyrirtækinu og hafa aldrei greitt sér út arð. „Við erum ekki alveg orðnir nógu klárir í því og þurfum að fara að kynna okkur hvernig þessar arðgreiðslur virka. Við segjum bara að við séum að safna okkur fyrir okkar eigin tónlistarhúsi eða nýjum höfuðstöðvum,“ segir Bragi og hlær. Fyrstu jólatónleikar Baggalúts voru haldnir í Iðnó á Þorláksmessu árið 2006. Uppselt er á alla þrettán jólatónleikana sem hljómsveitin hyggst halda á þessu ári. „Við verðum bara í bænum þetta árið en við vorum einnig í Hofi á Akureyri í fyrra. Megnið af sveitinni er í útlöndum og við höfum bara rétt rúma viku til að ljúka okkur af og getum því ekki farið norður,“ segir Bragi. „Svo gæti ég trúað því að við færum að stefna á plötu núna á næsta ári en við þurfum að sjá hvernig það þróast því það eru allir út um hvippinn og hvappinn. Við erum eins og alvöru stórfjölskylda því við hittumst bara á jólunum.“ Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
„Við erum auðvitað hæstánægðir með að einhver nenni að mæta en jólavertíðin er um 90 prósent af okkar tónleikaveltu,“ segir tónlistarmaðurinn Bragi Valdimar Skúlason um 4,7 milljóna króna hagnað Baggalúts ehf. í fyrra. Bragi er framkvæmdastjóri fyrirtækisins en það rekur samnefnda heimasíðu og heldur utan um tónleikahald og plötuútgáfu Baggalúts. Samkvæmt ársreikningum fyrirtækisins var það rekið með samtals 9,9 milljóna króna hagnaði árin 2012 og 2013. Í fyrra skilaði miðasala á tónleika hlljómsveitarinnar rúmum 52 milljónum króna. „Við héldum ellefu jólatónleika í fyrra og erum aðallega að sprikla í desember. Jólavertíðin hefur verið að vaxa en þessu fylgir auðvitað kostnaður á móti,“ segir Bragi. Hann bendir á að hljómsveitin gaf einnig út plötuna „Mamma þarf að djamma“ í fyrra og spilaði á árshátíðum og öðrum skemmtunum. Baggalútur ehf. er í eigu Braga og sex annara stofnenda vefsíðunnar baggalutur.is. Eigendurnir eiga allir 14,3 prósent í fyrirtækinu og hafa aldrei greitt sér út arð. „Við erum ekki alveg orðnir nógu klárir í því og þurfum að fara að kynna okkur hvernig þessar arðgreiðslur virka. Við segjum bara að við séum að safna okkur fyrir okkar eigin tónlistarhúsi eða nýjum höfuðstöðvum,“ segir Bragi og hlær. Fyrstu jólatónleikar Baggalúts voru haldnir í Iðnó á Þorláksmessu árið 2006. Uppselt er á alla þrettán jólatónleikana sem hljómsveitin hyggst halda á þessu ári. „Við verðum bara í bænum þetta árið en við vorum einnig í Hofi á Akureyri í fyrra. Megnið af sveitinni er í útlöndum og við höfum bara rétt rúma viku til að ljúka okkur af og getum því ekki farið norður,“ segir Bragi. „Svo gæti ég trúað því að við færum að stefna á plötu núna á næsta ári en við þurfum að sjá hvernig það þróast því það eru allir út um hvippinn og hvappinn. Við erum eins og alvöru stórfjölskylda því við hittumst bara á jólunum.“
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira