Fleiri fréttir

Fimmtíu þúsund geta virkjað farsímaskilríki

Yfir fimmtíu þúsund viðskiptavinir Símans geta nú virkjað rafræn skilríki á farsímann sinn án endurgjalds. Þeir sem ekki hafa tengt skilríkin við símann verða hvattir til þess á næstu vikum.

Farþegum í millilandaflugi fjölgar hjá Icelandair

Icelandair flutti í ágúst síðastliðnum um 354 þúsund farþega í millilandaflugi og voru þeir 18 prósentum fleiri en í ágúst á síðasta ári. Í tilkynningu frá félaginu segir einnig að framboðsaukning á milli ára hafi numið 19 prósentum og sætanýting var 86,2 prósent samanborið við 85,5 prósent á sama tíma í fyrra.

Svíar borga minna en við

Áfengisverslun sænska ríkisins selur íslenska bjórinn Bríó á um hundrað krónum lægra verði en Vínbúðirnar á Íslandi. Mishátt áfengisgjald er talið skýra verðmuninn.

Segjast hafa lækkað vöruverð

Stjórnendur Haga hafna því alfarið fullyrðingum um að styrking krónunnar hafi ekki skilað sér í lægra vöruverði

Unnið fram á nótt við skuldaleiðréttinguna

Sumir starfsmenn Ríkisskattstjóra hafa unnið myrkranna á milli við verkefni sem tengjast skuldaleiðréttingunni. Starfsmenn vinna úr 69 þúsund umsóknum frá 105 þúsund einstaklingum.

Afkoma MP banka neikvæð um 159 milljónir

Afkoma MP banka fyrstu sex mánuði ársins var neikvæð um 159 milljónir króna eftir skatta sem er bætt afkoma samanborið við seinni hluta árs 2013 en þá nam tap bankans tæpum milljarði.

Reiðubúin að taka næstu skref við afnám haftanna

Munurinn á aflandsgengi og almennu gengi íslensku krónunnar er helmingi minni en hann var í upphafi árs. Þetta getur þýtt að aðstæður séu um það bil að skapast til að stíga ný skref í afnámi fjármagnshafta.

Margar fyrirspurnir

Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna hefur fengið margar fyrirspurnir varðandi skyldur leigjenda við lok leigusamnings, varðandi tryggingar og rétt leigjanda til afsláttar þegar afnot hans af íbúðinni skerðast vegna viðgerða eða viðhalds af hálfu leigusala.

Ólíklegt að félögum í Kauphöll fjölgi fyrir áramót

Sérfræðingar hjá greiningardeildum eiga ekki von á að félögum á Aðalmarkaðinum fjölgi frekar á árinu. Í ársbyrjun var talið að allt að 7félög færu á markað. Forstjóri Kauphallarinnar vonaði að nýskráningarnar yrðu fleiri.

House of Fraser selt

Þrotabú Landsbankans og Glitnis munu fá um fimmtán milljarða króna.

Gætu fjármagnað leit að gulli í Þormóðsdal

Erlendir fjárfestar hafa áhuga á að fjármagna gullleit hér á landi. Ákvörðun gæti legið fyrir um næstu mánaðamót. Leyfi til leitar og rannsókna á málmum á níu svæðum var framlengt í ágústmánuði.

Ætlaði að kaupa Advania í heild sinni

Nýr stjórnarformaður Advania telur að reynsla hans af rekstri fyrirtækja þvert á landamæri muni stórauka tækifæri fyrirtækisins á Norðurlöndum. Fyrsta tilboði hans um kaup á öllu fyrirtækinu var hafnað af eigendum.

Verklag alltaf til endurskoðunar

Fréttablaðið greindi frá því í gær að fulltrúi hjá skiptastjóra Milestone hefði fengið að róta eftirlitslaus í tvo daga í gagnageymslu embættisins, þar sem frumrit málsgagna í sakamálum er að finna ásamt gögnum fleiri mála.

Þorvaldur nýr framkvæmdastjóri hjá Nýherja

Þorvaldur Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Heildsölu og dreifingar hjá Nýherja, en sviðið annast innflutning, sölu og dreifingu á vörum í gegnum heildsölu og rekstur á verkstæði og lager fyrirtækisins.

Snúa aftur í séreignarsparnað

Fjöldi fólks hefur gert séreignarsparnaðarsamning við bankana vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í tengslum við húsnæðislán.

Gagnrýna leynd yfir framleiðslu Orkuveitunnar

Sjálfstæðismenn í stjórn Orkuveitunnar vilja láta fjölga mælum vegna mengunar frá orkuverum fyrirtækisins og að tölur um framleiðsluna verði opinberaðar. Stjórnarformaður segir viðskiptahagsmuni ráða leyndinni.

Öll nýju skipin eru smíðuð erlendis

HB Grandi hefur samið um smíði þriggja nýrra skipa, sem verða framleidd erlendis. Skipatæknifræðingur segir að smíði stálskipa hér sé að deyja út. Forstöðumaður Íslenska sjávarklasans segir næga þekkingu til staðar sem þurfi að nota meira.

Starfsfólk í ferðaþjónustu hlunnfarið

„Við höfum gríðarlegar áhyggjur af þessari atvinnugrein. Ef Ísland ætlar byggja upp þessa ferðaþjónustu þá þarf að taka mjög hressilega til,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.

Þeir sem vilja hitta gjaldkera þurfa að borga meira

Stóru bankarnir hafa allir opnað sjálfvirk útibú. Forstjóri Arion banka segir að stóran hluta þeirrar þjónustu sem bankinn veiti sé hægt að veita á einfaldari hátt en nú er gert. Eðlilegt sé að þeir sem nýti þjónustu starfsmanna greiði hærri gjöld.

Fékk að róta eftirlitslaus í gögnum saksóknarans

Verjandi Karls Wernerssonar hefur sent Ríkissaksóknara bréf þar sem hann krefst aðgangs að rannsóknargögnum vegna kæru á starfsháttum Sérstaks saksóknara vegna aðgangs skiptastjóra Milestone að gögnunum.

Sjá næstu 50 fréttir