Þeir sem vilja hitta gjaldkera þurfa að borga meira Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. september 2014 09:46 Íslandsbanki opnaði sjálfvirkt útibú í Kringlunni. Þar eru engir gjaldkerar. Höskuldur Ólafsson, forstjóri Arion banka, vill hagræða frekar í rekstri útibúa með fleiri sjálfvirkum bankaútibúum. Hann bendir á að 40% þeirra sem komi í útibú komi þangað til þess að taka út peninga. Slíkt sé hægt að gera sjálfvirkt. Hjá Landsbankanum eru hlutföllin þannig að af þeim sem heimsækja gjaldkerana eru 47% að taka út/fá skiptimynt eða leggja inn. Einnig sé möguleiki að taka hærra gjald af þeim sem nýti sér þjónustu starfsmanna útibúa. Arion banki rekur nú þegar tvö útibú þar sem afgreiðsla er sjálfvirk og Landsbankinn eitt. Íslandsbanki er með eitt slíkt útibú.Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Arion banka.„Það er einfaldlega þannig að sumt af þeirri hefðbundnu þjónustu sem við erum að bjóða hjá gjaldkerum er þjónusta sem hægt er að framkvæma með einfaldari og ódýrari hætti,“ segir Höskuldur. Hann segir að það sé því eðlilegt að fólk fái að velja um gjaldkeraþjónustu eða sjálfvirka þjónustu. Í sama streng tekur Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, í svari sínu til Fréttablaðsins. „Stefnan er sú að þeir sem nýta þjónustu borgi fyrir hana. Það á einnig við um gjaldkeraþjónustu. Samhliða þessu er leitast við að bjóða alltaf aðra möguleika,“ segir í svari Kristjáns. Höskuldur segir að þjónusta gjaldkera verði veitt á meðan eftirspurn sé eftir henni, en eðlilegt sé að kostnaður af rekstri bankans falli þar sem stofnað sé til hans.Friðbert Traustason.„Það er dýrara að fá þjónustu í gegnum til dæmis gjaldkera heldur en í gegnum vélbúnaðinn sem er mjög aðgengilegur þannig að þetta mun þróast í það að fólk fær að velja um það að greiða heldur meira fyrir að fá afgreiðslu hjá gjaldkera og minna eða ekkert fyrir að afgreiða sig sjálft. Aðalatriðið er að þetta sé sanngjarnt og valkvætt og við munum alltaf hafa það að leiðarljósi að kúnninn fái að velja,“ segir Höskuldur. Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, segir að á um það bil tíu árum hafi bankaútibúum fækkað úr 170 um allt land niður fyrir 90. Það verði áfram þörf fyrir gjaldkera og því sé útilokað að hefðbundin bankaútibú muni heyra sögunni til. „Niður fyrir visst mark fara þau nú ekki,“ segir hann. Hann bendir á að Nordea-bankinn hafi fækkað útibúum, en fyrir tveimur árum hafi hann fjölgað útibúum aftur vegna kröfu frá viðskiptavinum. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Höskuldur Ólafsson, forstjóri Arion banka, vill hagræða frekar í rekstri útibúa með fleiri sjálfvirkum bankaútibúum. Hann bendir á að 40% þeirra sem komi í útibú komi þangað til þess að taka út peninga. Slíkt sé hægt að gera sjálfvirkt. Hjá Landsbankanum eru hlutföllin þannig að af þeim sem heimsækja gjaldkerana eru 47% að taka út/fá skiptimynt eða leggja inn. Einnig sé möguleiki að taka hærra gjald af þeim sem nýti sér þjónustu starfsmanna útibúa. Arion banki rekur nú þegar tvö útibú þar sem afgreiðsla er sjálfvirk og Landsbankinn eitt. Íslandsbanki er með eitt slíkt útibú.Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Arion banka.„Það er einfaldlega þannig að sumt af þeirri hefðbundnu þjónustu sem við erum að bjóða hjá gjaldkerum er þjónusta sem hægt er að framkvæma með einfaldari og ódýrari hætti,“ segir Höskuldur. Hann segir að það sé því eðlilegt að fólk fái að velja um gjaldkeraþjónustu eða sjálfvirka þjónustu. Í sama streng tekur Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, í svari sínu til Fréttablaðsins. „Stefnan er sú að þeir sem nýta þjónustu borgi fyrir hana. Það á einnig við um gjaldkeraþjónustu. Samhliða þessu er leitast við að bjóða alltaf aðra möguleika,“ segir í svari Kristjáns. Höskuldur segir að þjónusta gjaldkera verði veitt á meðan eftirspurn sé eftir henni, en eðlilegt sé að kostnaður af rekstri bankans falli þar sem stofnað sé til hans.Friðbert Traustason.„Það er dýrara að fá þjónustu í gegnum til dæmis gjaldkera heldur en í gegnum vélbúnaðinn sem er mjög aðgengilegur þannig að þetta mun þróast í það að fólk fær að velja um það að greiða heldur meira fyrir að fá afgreiðslu hjá gjaldkera og minna eða ekkert fyrir að afgreiða sig sjálft. Aðalatriðið er að þetta sé sanngjarnt og valkvætt og við munum alltaf hafa það að leiðarljósi að kúnninn fái að velja,“ segir Höskuldur. Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, segir að á um það bil tíu árum hafi bankaútibúum fækkað úr 170 um allt land niður fyrir 90. Það verði áfram þörf fyrir gjaldkera og því sé útilokað að hefðbundin bankaútibú muni heyra sögunni til. „Niður fyrir visst mark fara þau nú ekki,“ segir hann. Hann bendir á að Nordea-bankinn hafi fækkað útibúum, en fyrir tveimur árum hafi hann fjölgað útibúum aftur vegna kröfu frá viðskiptavinum.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun