Viðskipti innlent

Gistinóttum fjölgað um 5%

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/arnþór
Gistinætur á hótelum í júlí voru 299.300 sem er 5% aukning miðað við júlí 2013 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.

Gistinætur erlendra gesta voru 91% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 6% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 2%.

Flestar gistinætur voru á höfuðborgarsvæðinu um 164.100 sem er 2% aukning miðað við júlí 2013.

Næst flestar eru gistinætur á Suðurlandi eða um 50.600 og er aukningin þar um 16% á gistinóttum milli ára fyrir júlímánuð. Þjóðverjar gistu flestar nætur í júlí eða 60 þúsund, Bandaríkjamenn rúmlega 43 þúsund og Bretar rúmlega 25 þúsund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×