Ólíklegt að skuldaleiðréttingin verði dregin til baka Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. september 2014 16:10 Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána. Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána, sagði í viðtali hjá RÚV í dag að hugsanlegt sé að hluti aðgerða ríkistjórnarinnar, þ.e skuldaleiðréttinga, verði tekinn til baka fáist ekki fjármögnun fyrir þeim. Frestur til að sækja um leiðréttingu rann út í fyrradag og bárust hátt í 70 þúsund umsóknir frá rúmlega 100 þúsund manns í 61 landi.Líkt og fram kom í fréttum RÚV í gær ætlar þrotabú Glitnis að láta reyna á bankaskattinn fyrir dómi, en hann verður notaður til að fjármagna lækkun á höfuðstóli húsnæðislána. Tryggvi er þó ekki jafn afdráttarlaus í samtali við Vísi og segir fólk engar áhyggjur þurfa að hafa. Vissulega séu líkur á að illa geti farið en á því séu hverfandi líkur. „Ég tel engar líkur á því að þetta verði dæmt ólöglegt, það er samhengið. Þjóðarríkið hefur gríðarlega sterkan rétt til að leggja skatta á borgarana og fyrirtæki. Og þetta er bara þannig að staðið að við höfum engar áhyggjur af þessu,“ segir Tryggvi. Hann segist ekki hafa skilið formann slitastjórnar þannig að búið væri að ákveða að höfða dómsmál. „Slitastjórn Arion og Landsbankans hafa sagt að það hafi ekki komið neitt til tals að fara út í mál og það séu engar hugleiðingar um það. Slitastjórn Glitnis talaði um það að það væri, þegar skatturinn yrði lagður á, þá yrði afstaða tekin um það hvort farið yrði í mál.“ Stjórnmálamenn mótfallnir aðgerðunum létu ekki á skoðunum sínum standa þegar aðgerðir voru kynntar og gagnrýndu þær harðlega. Töldu þeir bankaskattinum betur varið í niðurgreiðslur skulda ríkissjóðs. Þá lá það nokkurn veginn fyrir að höfðað yrði mál á hendur ríkisins af hálfu bankanna. Aðspurður hvort ekki hafi þurft að grípa til einhverra ráðstafana, fari svo að dómsmál yrði höfðað, segir hann svo ekki vera. „Okkar færustu sérfræðingar fóru yfir þetta og töldu engar líkur á því að við myndum tapa dómsmáli sem þessu. Við höfum engar áhyggjur af þessu.“ Tengdar fréttir Frestur til að sækja um leiðréttingu rennur út í dag Þeir sem ekki sækja um úrræðin fyrir lok dags fá höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána ekki lækkaðan. 1. september 2014 08:18 Rúmlega 65 þúsund hafa sótt um leiðréttingu Frestur til að sækja um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána rennur út á mánudagskvöld. 30. ágúst 2014 10:55 Styttist í lækkun höfuðstóls húsnæðislána Frestur til að sækja um lækkun höfuðstóls húsnæðislána rennur út 1. september. Fólk gæti farið að sjá lækkun afborgana fyrir áramót. 19. ágúst 2014 15:58 69 þúsund umsóknir Áfram verður tekið við umsóknum um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán og hafa 27.500 einstaklingar þegar sótt um þann hluta aðgerðar stjórnvalda um lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 2. september 2014 12:48 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána, sagði í viðtali hjá RÚV í dag að hugsanlegt sé að hluti aðgerða ríkistjórnarinnar, þ.e skuldaleiðréttinga, verði tekinn til baka fáist ekki fjármögnun fyrir þeim. Frestur til að sækja um leiðréttingu rann út í fyrradag og bárust hátt í 70 þúsund umsóknir frá rúmlega 100 þúsund manns í 61 landi.Líkt og fram kom í fréttum RÚV í gær ætlar þrotabú Glitnis að láta reyna á bankaskattinn fyrir dómi, en hann verður notaður til að fjármagna lækkun á höfuðstóli húsnæðislána. Tryggvi er þó ekki jafn afdráttarlaus í samtali við Vísi og segir fólk engar áhyggjur þurfa að hafa. Vissulega séu líkur á að illa geti farið en á því séu hverfandi líkur. „Ég tel engar líkur á því að þetta verði dæmt ólöglegt, það er samhengið. Þjóðarríkið hefur gríðarlega sterkan rétt til að leggja skatta á borgarana og fyrirtæki. Og þetta er bara þannig að staðið að við höfum engar áhyggjur af þessu,“ segir Tryggvi. Hann segist ekki hafa skilið formann slitastjórnar þannig að búið væri að ákveða að höfða dómsmál. „Slitastjórn Arion og Landsbankans hafa sagt að það hafi ekki komið neitt til tals að fara út í mál og það séu engar hugleiðingar um það. Slitastjórn Glitnis talaði um það að það væri, þegar skatturinn yrði lagður á, þá yrði afstaða tekin um það hvort farið yrði í mál.“ Stjórnmálamenn mótfallnir aðgerðunum létu ekki á skoðunum sínum standa þegar aðgerðir voru kynntar og gagnrýndu þær harðlega. Töldu þeir bankaskattinum betur varið í niðurgreiðslur skulda ríkissjóðs. Þá lá það nokkurn veginn fyrir að höfðað yrði mál á hendur ríkisins af hálfu bankanna. Aðspurður hvort ekki hafi þurft að grípa til einhverra ráðstafana, fari svo að dómsmál yrði höfðað, segir hann svo ekki vera. „Okkar færustu sérfræðingar fóru yfir þetta og töldu engar líkur á því að við myndum tapa dómsmáli sem þessu. Við höfum engar áhyggjur af þessu.“
Tengdar fréttir Frestur til að sækja um leiðréttingu rennur út í dag Þeir sem ekki sækja um úrræðin fyrir lok dags fá höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána ekki lækkaðan. 1. september 2014 08:18 Rúmlega 65 þúsund hafa sótt um leiðréttingu Frestur til að sækja um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána rennur út á mánudagskvöld. 30. ágúst 2014 10:55 Styttist í lækkun höfuðstóls húsnæðislána Frestur til að sækja um lækkun höfuðstóls húsnæðislána rennur út 1. september. Fólk gæti farið að sjá lækkun afborgana fyrir áramót. 19. ágúst 2014 15:58 69 þúsund umsóknir Áfram verður tekið við umsóknum um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán og hafa 27.500 einstaklingar þegar sótt um þann hluta aðgerðar stjórnvalda um lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 2. september 2014 12:48 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Sjá meira
Frestur til að sækja um leiðréttingu rennur út í dag Þeir sem ekki sækja um úrræðin fyrir lok dags fá höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána ekki lækkaðan. 1. september 2014 08:18
Rúmlega 65 þúsund hafa sótt um leiðréttingu Frestur til að sækja um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána rennur út á mánudagskvöld. 30. ágúst 2014 10:55
Styttist í lækkun höfuðstóls húsnæðislána Frestur til að sækja um lækkun höfuðstóls húsnæðislána rennur út 1. september. Fólk gæti farið að sjá lækkun afborgana fyrir áramót. 19. ágúst 2014 15:58
69 þúsund umsóknir Áfram verður tekið við umsóknum um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán og hafa 27.500 einstaklingar þegar sótt um þann hluta aðgerðar stjórnvalda um lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 2. september 2014 12:48
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun