Fleiri fréttir

Gengi krónunnar styrkist áfram

Gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast og er gengisvísitalan nú komin niður í tæp 225 stig. Hefur hún ekki verið lægri siðan í upphafi desember á síðasta ári.

Icelandair selur Travel Service í Tékklandi

Icelandair hefur seldt öll hlutabréf sín í tékkneska flugfélaginu Travel Service. Um var að ræða 30% hlut en kaupendur hans eru aðrir hluthafar Travel Service.

Eignir bankanna 2.929 milljarðar

Heildareignir innlánsstofnana námu um 2.929 milljörðum kr. í lok janúar og lækkuðu um 18,6 milljarða kr. í mánuðinum.

Rýmka heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga í óskráðum bréfum

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að gera breytingar á lögum um fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða, sem gerir þeim kleift að stórauka fjárfestingar sínar í óskráðum verðbréfum. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða fagnar boðuðum breytingum, en frumvarp um þetta efni er nú til meðferðar hjá þingflokkum stjórnarflokkanna.

Seðlabankastjóri segir viðskiptalíkan ÍLS ekki ganga upp

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að viðskiptalíkan Íbúðalánasjóðs "gangi augljóslega ekki upp" í núverandi umhverfi og það sé spurning hvort hann eigi að starfa áfram með sama hætti til framtíðar. Þetta kom fram á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun, þar sem Már og Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur eru gestir á fundi nefndarinnar.

Fiskiskipum fjölgaði um 35 í fyrra

Alls voru 1.690 fiskiskip á skrá hjá Siglingastofnun í lok árs 2012 og hafði þeim fjölgað um 35 frá árinu áður. Fjöldi vélskipa var 778 og samanlögð stærð þeirra 89.275 brúttótonn.

Kínverjar að fjárfesta fyrir fúlgur fjár í Bretlandi

Kínverski fjárfestingasjóðurinn Gingo Tree Investment ltd., sem er að fullu í eigu kínverskra stjórnvalda, hefur að undanförnu fjárfest fyrir risaupphæðir í Bretlandi. Fjárfestingarnar eru upp á ríflega 1,6 milljarða dala, eða sem nemur um 208 milljörðum króna. Þær hafa meðal annars verið í uppbyggingu stúdentaíbúða í London og Manchester, vatnsveitukerfum og uppbyggingu skrifstofuhúsnæðis, að því er segir í frétt Wall Street Journal í dag.

Landsbanki hagnast á styrkingu krónu

Landsbankinn á tugmilljarða virði af lausafé í erlendri mynt sem hann verður að eiga til lengri tíma en getur illa lánað út. Þess vegna væri það bankanum í hag ef íslenska krónan styrktist. Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.

Arion lauk fyrsta erlenda skuldabréfaútboðinu

Arion banki lauk fyrr í dag skuldabréfaútboði í norskum krónum með milligöngu Pareto Öhman. Alls voru seld skuldabréf til um 60 fjárfesta í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Bretlandi, meginlandi Evrópu og Asíu fyrir 500 milljónir norskra króna eða um 11,2 milljarða íslenskra króna. Umframeftirspurn var eftir bréfunum.

Skuldir Landsvirkjunar lækkuðu um 8,5 milljarða

Nettó skuldir Landsvirkjunar lækkuðu á árinu um 67,3 milljónir, eða um 8,5 milljarða króna, og voru í árslok 2.436 milljónir, eða 309,4 milljarðar króna. Þetta kemur fram í ársreikningi sem birtur var í dag. Rekstrartekjur Landsvirkjunar námu 407,8 milljónum bandaríkjadollara, eða 51,8 milljörðum króna, sem er 6,5% lækkun frá árinu áður.

Endurfjármögnun Klasa er lokið

Endurfjármögnun Klasa fasteignir ehf er lokið. Klasi í samstarfi við KLS fagfjárfestasjóð í rekstri Stefnis hf. hefur lokið útgáfu 5,7 milljarða eignavarinna skuldabréfa.

Lítilsháttar aukning á kaupmætti

Vísitala kaupmáttar launa í janúar er 111,7 stig og hækkaði um 0,1% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 0,8%.

Atlantsolía lækkar verð á bensíni og dísilolíu

Atlantsolía lækkaði í morgun eldsneytisverð, eftir að hafa lækkað það um tæpa krónu í gær. Nú er dísillitrinn lækkaður um fjórar krónur til viðbótar og bensínlítrinn um eina krónu. Þetta er gert vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði og hafstæðrar gegnisþróunar.

Segja mat Moody's ekki byggt á nýjum upplýsingum

Ákvörðun Moody's um að lækka lánshæfismat sjóðsins byggir ekki á nýjum fjárhagsupplýsingum úr rekstri sjóðsins að því er fram kemur í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði.

Ráðherra um Íbúðalánasjóð: Verið að vinna að lausn vandans

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Katrínu Júlíusdóttur fjármálaráðherra hvaða áhrif staða Íbúðalánasjóðs hefði á stöðu ríkissjóðs. Unnur Brá sagði að vanda Íbúðalánasjóðs hafi ekki verið svarað í fjárlagafrumvarpi sem samþykkt var í lok síðasta árs og menn hafi ekki horfst í augu við þann vanda sem Íbúðalánasjóður stendur í. Lánshæfismatsfyrirtækið Moodys setti Íbúðalánasjóðs í ruslflokk í gær.

Íslandsbanki endurgreiðir vexti til 20.000 viðskiptavina

Um 20.000 skilvísir viðskiptavinir Íslandsbanka munu mánudaginn 25. febrúar næstkomandi fá endurgreidda 30% af þeim vöxtum sem þeir greiddu af húsnæðislánum og öllum almennum skuldabréfalánum hjá bankanum á síðasta ári.

Frumvarp veldur tæplega tveggja milljarða tapi hjá ríkissjóði

Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins segir að frumvarp um endurnýjanlega orkugjafa sem nú liggur fyrir Alþingi muni rýra tekjur ríkissjóðs um tæpa tvo milljarða króna. Því verði að mæta með samdrætti á öðrum sviðum eða nýrri tekjuöflun.

Aflaverðmætið jókst um 6% í fyrra

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 152,2 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins í fyrra samanborið við 143,6 milljarða kr. á sama tímabili árið áður. Aflaverðmætið jókst því aukist um 8,6 milljarða kr. eða 6,0% á milli ára.

Moody's setur Íbúðalánasjóð í ruslflokk

Lánshæfismatsfyrirtækið Moody´s lækkaði í dag lánshæfismat Íbúðalánasjóðs niður í ruslflokk. Í tilkynningu frá Moody´s segir að lánshæfismatið er lækkað úr Baa3 með neikvæðar horfur í Ba1 og eru horfur sagðar stöðugar.

Allt á huldu varðandi lán til Kaupþings - skýrsla lögð fyrir Alþingi

Fjárlaganefnd Alþingis ákvað í morgun að skila Alþingi skýrslu um samskipti nefndarinnar við Seðlabanka Íslands, í tengslum við lán Seðlabankans til Kaupþings upp á 500 milljónir evra 6. október 2008. Nefndin hefur enn engar upplýsingar fengið sem varpa ljósi á hvers vegna lánið var veitt og hver tók lokaákvörðun um það.

Græn framtíð hefur starfsemi á Álandseyjum

Græn framtíð hefur hafið samstarf við fyrirtæki á Álandseyjum um endurnýtingu á smáraftækjum. Um er að ræða tryggingafélög, fjarskiptafélög og söluaðila á raftækjum. Fyrirtækið hefur opnað starfsstöð á eyjunum í samstarfi við alþjóðlega góðgerðarfélagið Emmaus.

Íbúðaverð fer lækkandi í borginni

Íbúðaverð fer nú lækkandi í borginni eftir samfelldar hækkanir undanfarið ár. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 350,7 stig í janúar s.l. og lækkaði um 0,3% frá fyrri mánuði.

Eimskip: Eru þegar í Grænlandsviðskiptum

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, situr í Grænlensk-íslenska viðskiptaráðinu og heimsótti Grænland í fyrsta sinn í febrúar. Hann segir að Eimskip hafi verið að horfa á ýmsa möguleika í landinu. „Eimskip hefur verið að einbeita sér að Norður-Atlantshafinu og

Flugfélag Íslands: Ætlum að vaxa

Við erum búnir að vera að fljúga til Grænlands frá 1958. Þannig að við erum náttúrulega ekki að hefja okkar umsvif á Grænlandi,“ segir Ingi Þór Guðmundsson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Flugfélags Íslands. Það býður nú upp á flug til fjögurra áfangastaða á Grænlandi.

Upplifanir skipta máli

Á tímum ótakmarkaðs framboðs, aukinna netsamskipta og mikils áreitis hefur fólk enn takmarkaðri tíma, athygli og áhuga. Sama hvað verið er að selja og hvort sem verið er að höfða til íslenskra eða erlendra viðskiptavina duga hefðbundnar og fjöldaframleiddar

Hættuleg skref í átt að velmegun

Efnahagur Grænlands í dag hvílir í grófum dráttum á tveimur stoðum. Annars vegar greiðir danska ríkið árlega 3,6 milljarða danskra króna, um 83 milljarða króna, til þess grænlenska. Þessi meðgjöf, sem er ekki vísitölutengd og rýrnar því að raunvirði á hverju ári, er til að standa undir stjórnsýslu landsins. Hún er einnig um helmingur tekna

Íslensk fyrirtæki þegar haslað sér völl

Verktakafyrirtækið Ístak hefur í ríflega áratug haft nokkur umsvif á Grænlandi í tengslum við virkjunarframkvæmdir og ýmis önnur verkefni. Á síðustu árum hefur velta fyrirtækisins vegna verkefna á Grænlandi verið í kringum fjóra milljarða króna á ári. Til samanburðar var heildarvelta þess á bilinu níu til 22 milljarðar á árunum 2001 til 2011 og því ljóst að verkefni á Grænlandi eru þegar orðinn stór hluti af starfsemi fyrirtækisins.

Advania prentar fyrir OR

Orkuveita Reykjavíkur hefur undirritað víðtækan þjónustusamning um prentþjónustu við Advania að undangengnu útboði. Samningurinn er til þriggja ára og nær til fjölbreyttrar prentunar og reikningaprentunar, umslögunar, nafnspjalda, límmiða og fleiri tengdra verkefna. Samningurinn nær sömuleiðis til sambærilegra verkefna fyrir dótturfélög verkkaupa.

Seðlabankastjóri segir Ísland of lítið myntsvæði

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að Ísland sé of lítið myntsvæði. Við höfum sagt að Íslendingar geti búið við krónuna en þá verðum við að gera hitt og þetta, sagði Már í samtali við Bloomberg fréttastofuna. "Og það getur vel verið að okkur líki ekki allt sem við þurfum að gera. Þá verðum við að íhuga aðra kosti. Annar kostur er sá að sameinast stóru myntbandalagi," segir Már.

Eimskip opnar nýja skrifstofu í Póllandi

Eimskip mun opna nýja skrifstofu í Gdynia í Pólland frá og með 1. mars næstkomandi. Piotr Grezenkowicz hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns þar. Piotr hefur mikla reynslu á sviði flutninga og flutningsmiðlunar. Hann hefur starfað hjá Morska Agencja Gdynia, síðastliðin 20 ár og var nú síðast yfirmaður flutningasviðs. Piotr umboðsmaður fyrir Hapag-Lloyd Container Line í Póllandi á árunum 1995- 2005. Piotr útskrifaðist með MSc gráðu frá Háskólanum í Gdansk árið 1994 í viðskiptafræðum.

Spáir lítilsháttar aukningu á verðbólgunni

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 1,1% í febrúar frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir eykst 12 mánaða verðbólga lítillega eða úr 4,2% og í 4,3%, frá janúar. Í kjölfarið mun verðbólga svo hjaðna lítillega en haldast þó að mestu yfir 3% næstu misserin, að því er segir í Morgunkorni greiningarinnar.

Árni Magnússon ráðinn til Mannvits

Árni Magnússon fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Orku hjá Mannviti frá og með 15. mars næstkomandi og tekur sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Icelandair fjölgar ferðum til Gatwick í haust

Icelandair hefur ákveðið að auka áætlunarflug til og frá Gatwick í London og mun frá og með 13. september í haust fljúga fjórum sinnum í viku til og frá flugvellinum.

Sjá næstu 50 fréttir