Viðskipti innlent

Arion lauk fyrsta erlenda skuldabréfaútboðinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Höskuldur Ólafsson forstjóri Arion.
Höskuldur Ólafsson forstjóri Arion.
Arion banki lauk fyrr í dag skuldabréfaútboði í norskum krónum með milligöngu Pareto Öhman. Alls voru seld skuldabréf til um 60 fjárfesta í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Bretlandi, meginlandi Evrópu og Asíu fyrir 500 milljónir norskra króna eða um 11,2 milljarða íslenskra króna. Umframeftirspurn var eftir bréfunum.

Um er að ræða fyrstu erlendu fjármögnun bankans og fyrstu erlendu skuldabréfaútgáfu íslensks fjármálafyrirtækis frá árinu 2007. Í tilkynningu segir að bankinn hafi ráðist í aðdraganda útgáfunnar í umfangsmikla kynningarherferð og hann hafi á undanförnum mánuðum átt fundi með fjárfestum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og á Norðurlöndunum.

Stefnt er að því að taka skuldabréfin til viðskipta í kauphöll Noregs. Skuldabréfin bera fljótandi vexti, 5,00% ofan á NIBOR og eru til þriggja ára, með lokagjalddaga árið 2016.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×