Allt á huldu varðandi lán til Kaupþings - skýrsla lögð fyrir Alþingi Magnús Halldórsson skrifar 20. febrúar 2013 12:01 Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar Alþingis. Fjárlaganefnd Alþingis ákvað í morgun að skila Alþingi skýrslu um samskipti nefndarinnar við Seðlabanka Íslands, í tengslum við lán Seðlabankans til Kaupþings upp á 500 milljónir evra 6. október 2008. Nefndin hefur enn engar upplýsingar fengið sem varpa ljósi á hvers vegna lánið var veitt og hver tók lokaákvörðun um það. Fjárlaganefnd Alþingis fundaði í morgun um þrautavaralán Seðlabanka Íslands til Kaupþings upp á 500 milljónir evra, liðlega 86 milljarða króna, hinn 6. október 2008, skömmu áður en bankinn féll og sama dag og neyðarlögin voru samþykkt á Alþingi. Óljóst er hverjar endurheimtur verða af þessari lánveitingu, en að hluta eru þær tengdar gengi danska skartgripaframleiðandans Pandóru, en lánið var upphaflega veitt með veði í danska bankanum FIH. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar Alþingis og þingmaður VG, segir að nefndin muni nú taka saman öll gögn um samskipti við Seðlabanka Íslands vegna málsins, og afhenda Alþingi skýrslu um þau, þegar hún er tilbúin. „Við höfum reynt að afla upplýsinga um þessa lánveitingu frá Seðlabanka Íslands, og hvers vegna hún átti sér stað, en höfum ekki fengið neinar upplýsingar sem máli skipta. Seðlabankinn neitar enn að afhenda upplýsingar, eins og afriti af símtali þeirra tveggja manna sem tóku ákvörðun um þess lánveitingu,“ og vísar til Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, og Davíðs Oddssonar, þáverandi formanns stjórnar Seðlabanka Íslands. Meirihluti fjárlaganefndar stóð að ákvörðuninni um að skila Alþingi skýrslu um samskiptin, en minnihlutinn lagðist ekki gegn því, heldur sat hjá. „Við höfum nú ákveðið að það verði haldið áfram með þetta mál, með það að markmiði að komast til botns í því hvers vegna þessir miklu fjármunir voru lánaðir á þessum tíma,“ sagði Björn Valur að loknum fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Fjárlaganefnd Alþingis ákvað í morgun að skila Alþingi skýrslu um samskipti nefndarinnar við Seðlabanka Íslands, í tengslum við lán Seðlabankans til Kaupþings upp á 500 milljónir evra 6. október 2008. Nefndin hefur enn engar upplýsingar fengið sem varpa ljósi á hvers vegna lánið var veitt og hver tók lokaákvörðun um það. Fjárlaganefnd Alþingis fundaði í morgun um þrautavaralán Seðlabanka Íslands til Kaupþings upp á 500 milljónir evra, liðlega 86 milljarða króna, hinn 6. október 2008, skömmu áður en bankinn féll og sama dag og neyðarlögin voru samþykkt á Alþingi. Óljóst er hverjar endurheimtur verða af þessari lánveitingu, en að hluta eru þær tengdar gengi danska skartgripaframleiðandans Pandóru, en lánið var upphaflega veitt með veði í danska bankanum FIH. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar Alþingis og þingmaður VG, segir að nefndin muni nú taka saman öll gögn um samskipti við Seðlabanka Íslands vegna málsins, og afhenda Alþingi skýrslu um þau, þegar hún er tilbúin. „Við höfum reynt að afla upplýsinga um þessa lánveitingu frá Seðlabanka Íslands, og hvers vegna hún átti sér stað, en höfum ekki fengið neinar upplýsingar sem máli skipta. Seðlabankinn neitar enn að afhenda upplýsingar, eins og afriti af símtali þeirra tveggja manna sem tóku ákvörðun um þess lánveitingu,“ og vísar til Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, og Davíðs Oddssonar, þáverandi formanns stjórnar Seðlabanka Íslands. Meirihluti fjárlaganefndar stóð að ákvörðuninni um að skila Alþingi skýrslu um samskiptin, en minnihlutinn lagðist ekki gegn því, heldur sat hjá. „Við höfum nú ákveðið að það verði haldið áfram með þetta mál, með það að markmiði að komast til botns í því hvers vegna þessir miklu fjármunir voru lánaðir á þessum tíma,“ sagði Björn Valur að loknum fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira