Viðskipti innlent

Árni Magnússon ráðinn til Mannvits

Árni Magnússon fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Orku hjá Mannviti frá og með 15. mars næstkomandi og tekur sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Árni tekur við framkvæmdastjórastarfinu af Sigurði St. Arnalds sem lætur af starfinu að eigin ósk en mun áfram starfa við markaðsstörf og sem ráðgjafi Mannvits í orkumálum.

Í tilkynningu segir að Árni hafi síðastliðin sjö ár stýrt starfsemi Íslandsbanka á sviði endurnýjanlegrar orku, bæði innanlands og utan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×