Viðskipti innlent

Spáir lítilsháttar aukningu á verðbólgunni

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 1,1% í febrúar frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir eykst 12 mánaða verðbólga lítillega eða úr 4,2% og í 4,3%, frá janúar. Í kjölfarið mun verðbólga svo hjaðna lítillega en haldast þó að mestu yfir 3% næstu misserin, að því er segir í Morgunkorni greiningarinnar.

„Áhrif útsöluloka lita mánaðarmælingu VNV verulega að þessu sinni, enda voru útsöluáhrif óvenju djúp í janúar," segir í Morgunkorninu.

„Teljum við að verð á fötum og skóm muni hækka um 8% í mánuðinum, sem hefur áhrif til rúmlega 0,4% hækkunar VNV. Útsölulok á öðrum vörum hafa svo áhrif til u.þ.b. 0,15% hækkunar VNV. Þá mun VNV hækka um ríflega 0,4% vegna hækkunar á ferða- og flutningalið vísitölunnar. Munar þar miklu að eldsneytisverð hefur hækkað um nærri 5% frá janúarmánuði (0,28% í VNV).

Auk þess teljum við að flugfargjöld til útlanda og verð bifreiða hafi einnig hækkað í mánuðinum í kjölfar hækkunar í janúar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×