Viðskipti innlent

Boða tollfrjálsar siglingar um landið með skemmtiferðaskipum

Tvær erlendar útgerðir skemmtiferðaskipa hafa óskað eftir samstarfi við ferðaþjónusutfyrirtækið Iceland Excursions um að hefja tollfrjálsar siglingar umhverfis landið.

Erlendir farþegar kæmu þá flugleiðis til landsins, en siglingarnar stæðu Íslendingum líka til boða.

Málaleitan útgerðanna má rekja til lagabreytinga í fyrra, þar sem skemmtiferðaskipum, sem skráð eru erlendis, er gert kleift að gera út tollfrjálst hér við land í allt að fjóra mánuði á ári.

Í tilkyningu frá Iceland Excursions segir að þessar siglingar hefjist ekki fyrr en á næsta ári, því svigrúm þurfi til að markaðssetja þessa þjónustu í útlöndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×