Viðskipti innlent

Eignir bankanna 2.929 milljarðar

Heildareignir innlánsstofnana námu um 2.929 milljörðum kr. í lok janúar og lækkuðu um 18,6 milljarða kr. í mánuðinum.

Af heildareignum námu innlendar eignir um 2.542 milljarða kr. og lækkuðu um rúmlega 30 milljarða kr. Erlendar eignir innlánsstofnana námu um 387 milljörðum.kr. og hækkuðu um 11,7 milljarða kr.

Þetta kemur fram í hagstölum Seðlabankans. Þar segir einnig að skuldir innlánsstofnana námu 2.433 milljörðum kr. í lok janúar og lækkuðu um 17,8 milljarða kr. í mánuðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×