Viðskipti innlent

Segja mat Moody's ekki byggt á nýjum upplýsingum

Ákvörðun Moody's um að lækka lánshæfismat sjóðsins byggir ekki á nýjum fjárhagsupplýsingum úr rekstri sjóðsins að því er fram kemur í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði.

Þar segir ennfremur að sjóðurinn muni birta ársuppgjör fyrir árið 2012 eftir um það bil mánuð.

Að mati Íbúðalánasjóðs hafa engir atburðir átt sér stað sem ættu að leiða til breytinga á stöðumati fyrir sjóðinn.

Svo segir í tilkynningunni: „Í forsíðufrétt Morgunblaðsins í dag, fimmtudaginn 21. febrúar, er dregin upp dökk mynd af stöðu Íbúðalánasjóðs sem höfð er eftir ónafngreindum sérfræðingum. Það mat byggir ekki á nýjum upplýsingum, heldur er þar verið að vísa í mat hagfræðings Samtaka fjármálafyrirtækja."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×