Viðskipti innlent

Eimskip: Eru þegar í Grænlandsviðskiptum

Gylfi Sigfússon
Gylfi Sigfússon
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, situr í Grænlensk-íslenska viðskiptaráðinu og heimsótti Grænland í fyrsta sinn í febrúar. Hann segir að Eimskip hafi verið að horfa á ýmsa möguleika í landinu.

„Eimskip hefur verið að einbeita sér að Norður-Atlantshafinu og nýverið ákváðum við að byrja að sigla til Maine í Bandaríkjunum og sú leið gæti nýst til að auka Grænlandsviðskipti. Þá erum við í viðskiptum við grænlenska aðila í dag. Við hlöðum gáma fyrir Royal Arctic Line í Reykjavík. Þeir koma síðan á þriggja vikna fresti og sækja vörur sem fara til Nuuk og þaðan til frekari dreifingar. Þetta er hins vegar lítið magn.“

Hann sér einnig möguleika fyrir Eimskip í þeim stóru verkefnum sem ráðgerð eru. „Fyrir okkur eru aðalverkefni framtíðarinnar við Grænland olíuborpallarnir á vesturströndinni. Við höfum rætt við bæði Royal Arctic Line og Maersk um samstarf á þessum vettvangi. En það er langt í þetta.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×