Fleiri fréttir

Hvergi fleiri bankastarfsmenn en hér á landi

Þrátt fyrir að endurreista íslenska bankakerfið sé það minnsta á Norðurlöndum eru hlutfallslega hvergi fleiri bankastarfsmenn. Meira en þrefalt fleiri bankastarfsmenn eru hér á landi á hverja þúsund íbúa heldur en í Svíþjóð.

Lögaðilar skila 118 milljörðum króna í ríkiskassann

Lögaðilar greiðar rúma 118 milljarða króna í skatt í ár, en Ríkisskattstjóri tilkynnti í morgun að álagningu væri lokið. Álagningin nam 104 milljörðum í fyrra og hækkunin nemur því 13,23%. Ofan á þetta kemur viðbót á greiðslu á sérstökum skatti á fjarmálafyrirtæki sem nemur um 2,2 milljörðum króna. Samkvæmt gögnunum frá Ríkisskattstjóra nema greiðslur vegna tryggingagjalds 69 milljörðum króna og tekjuskatts 45 milljörðum króna.

Of margir bankastarfsmenn á Íslandi

Þrátt fyrir að Íslendingar vinni meira en nágrannar þeirra í öðrum löndum skilar það sér ekki í meiri lífsgæðum. Þá eru bankastarfsmenn hér á landi muni fleiri en í nágrannalöndum, að því er segir í nýrri skýrslu um íslenskan efnhag. Styrkja þarf þekkingariðnað og auka framlegð í lykilgreinum.

Bjartsýnn fyrir Íslands hönd

Norski hagfræðingurinn og fyrrum seðlabankastjórinn Svein Harald Øygard segist bjartsýnn fyrir hönd Íslands og segir mikil tækifæri vera fyrir hendi þegar kemur að því að renna styrkari stoðum undir efnahagslífið.

WOW tók á móti nýrri þotu

WOW air tók í gær á móti nýrri Airbus A320 vél, árgerð 2011, og fór hún með farþega WOW air frá London til Íslands í gærkvöldi. Þetta er fyrsta vélin af fjórum nýlegum Airbus A320 vélum sem WOW air mun taka í gagnið fyrir næsta vor. Vélin verður nýjasta þotan sem notuð er í áætlunarflugi til og frá Íslandi af íslensku flugfélagi. Nýju Airbus A320 vélarnar eru mun sparneytnari en eldri vélar félagsins og jafnframt menga þær umtalsvert minna. Engin breyting verður á samstarfi WOW air við Avion Express sem verður áfram flugrekstraraðili WOW air.

Vinnum meira en aðrir en græðum minna

Umtalsverð tækifæri eru fyrir hendi til að auka arðsemi í fjármagnsfrekum atvinnugreinum, segir McKinsey & Company, sem kynnti skýrslu sína um íslenskan efnahag í dag.

Rúmfatalagerinn á Austurveg

"Já, það er rétt, við ætlum að opna á Selfossi fyrir jól og hlökkum mikið að koma með starfsemin á Suðurland. Við erum að fá húsnæði Europris afhent og förum í kjölfarið að setja verslunina upp," sagði Bjarki Brynjarsson, markaðsstjóri Rúmfatalagersins þegar hann var spurður hvort það væri rétt að verslunin væri að koma á Selfoss.

Jónsi í Sigur Rós í nýrri auglýsingu Windows

Jón Þór Birgisson, sem oftast er kallaður Jónsi í Sigur Rós, flytur lagið sem hljómar í auglýsingu nýja Windows símans. Auglýsingin var birt á YouTube á sunnudaginn. Lagið er af plötu sem Jónsi gaf út einn síns liðs þegar Sigur Rós var í leyfi. Lagið heitir Go Do og platan heitir Go.

Gjaldþrotum fyrirtækja fækkaði um 25% milli ára í september

Þá voru 128 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í septembermánuði, flest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Til samanburðar voru gjaldþrotin 172 talsins í sama mánuði í fyrra og fækkaði því um 44 milli ára eða um fjórðung.

Google-skattur í undirbúningi

Francois Hollande Frakklandsforseti átti í gær fund með Eric Schmidt, framkvæmdastjóra tölvufyrirtækisins Google.

500.000 í sekt vegna N1 lykils

N1 hefur verið sektað um hálfa milljón króna vegna markaðssetningar á N1 lyklinum og fyrir að lúta ekki ákvörðun Neytendastofu.

Nýherji hagnast um 5 milljónir

Nýherji hagnaðist um 5 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi ársins. Til samanburðar tapaði fyrirtækið 60 milljónum króna á sama tímabili í fyrra.

Verða ekki af bótarétti sínum

Atvinnulausum býðst stuðningur Rannsóknaseturs verslunarinnar, Nýsköpunarmiðstöðvar og Vinnumálastofnunar við að stofna samvinnufélög. Tilgangurinn er að skapa fólki atvinnu og efla nýsköpun.

Sérstakur lánasjóður aðstoði við uppbyggingu

Lúðvík Geirsson, stjórnarformaður Fasteignasjóðs sveitarfélaganna, segir nauðsynlegt að stofna lánasjóð sem sveitarfélögin geti sótt peninga í til að sporna við úrræðaleysi fyrir geðfatlaða.

Fjárfestar hafa tvöfaldað féð sem þeir settu í Haga

Hlutabréf Haga rufu 20 króna múrinn í gær. Búvallahópurinn hefur tvöfaldað fjárfestingu sína. Tveir framkvæmdastjórar seldu hlut sinn fyrir helgi á tæpar 50 milljónir króna. Þeir fengu hlutinn gefins í fyrra.

Síminn greiðir meira fyrir netsamband

Síminn og Farice hafa gert með sér nýjan samning um fjarskiptasamband við útlönd. Forstjóri Símans segir kostnað fyrirtækisins vegna veitingar netþjónustu aukast umtalsvert með samningnum. Verð á netþjónustu gæti hækkað.

Öllum frá Iceland Express sagt upp störfum hjá Wow

Flugfreyjum og flugmönnum sem störfuðu fyrir Iceland Express hefur verið sagt upp störfum. Fólkið hafði ekki unnið síðan Wow Air tók reksturinn yfir fyrr í október. Nýr flugrekandi líklega kynntur í dag.

Enn er mikil velta á fasteignamarkaðinum

Mikil velta er áfram á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu. Alls var þinglýst 123 kaupsamningum um fasteignir í borginni í síðustu viku en það er 18 samningum meira en nemur meðaltalinu á viku undanfarna þrjá mánuði.

Farice hækkar verð á nettengingu við umheiminn

Síminn hefur náð þriggja ára samningum við Farice ehf. um fjarskiptasamband við útlönd, en síðarnefnda fyrirtækið heldur úti tveimur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Forstjóri Símans segir að samningarnir feli í sér umtalsverðar kostnaðarhækkarnir fyrir Símann.

Segja nauðasamninga ekki ógna stöðugleika

Lögmenn stærstu kröfuhafa Glitnis og Kaupþings segja útgreiðslu á mörg hundruð milljörðum króna til þeirra í erlendri mynt eftir að nauðasamningar hafa verið samþykktir, ekki ógna stöðugleika hér á landi. Útflæði á krónueign í eigu kröfuhafa verður stýrt í samræmi við reglur Seðlabanka Íslands.

Gengi Haga komið yfir 20

Gengi smásölurisans Haga hefur hækkað um 2,26 prósent það sem af er degi, og er gengi bréfa félagsins nú 20,26. Gengi bréfa félagsins hafa hækkað jafnt og þétt frá því að félagið var skráð á markað, en við upphaf skráningarferils var gengi bréfa félags 13,5.

Hástökkvari mánaðarins fær i pad mini

Hástökkvari mánaðarins í október í Ávöxtunarleiknum fær nýjan i pad (i pad mini) að launum frá epli.is. Verðlaunin verða afhent 2. nóvember, þ.e. n.k. föstudag.

Níu af ellefu prófmálum eru óþörf

Níu af þeim ellefu prófmálum sem höfða átti útaf óvissu um endurútreikning gengistryggðra lána eru óþörf að mati hæstarréttarlögmanns. Hann segir óvissu einungis ríkja um mjög takmarkaðann hluta lánasafna bankanna og það eigi ekki að tefja fyrir endurútreikningi almennt.

Vilja að FME rannsaki hlutafjárútboð Eimskips

Lífeyrissjóðurinn Festa hefur óskað eftir því að Fjármálaeftirlitið rannsaki hlutafjárútboð Eimskips sem lauk í gær. Samkvæmt frétt RÚV um málið telja forsvarsmenn lífeyrissjóðsins að fjárfestar hafi ekki allir setið við sama borð.

Tveir menn lönduðu afla fyrir 17 milljónir

Petra SI sem hefur róið frá Raufarhöfn að undanförnu lönduðu 55 tonnum í einungis 8 róðrum núna í október. Áætlað aflaverðmæti er um 17 milljónir króna, samvæmt vefnum Aflafréttir. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema af þeirri ástæðu að einungis tveir menn eru á bátnum, þeir Haraldur Hermansson skipstjóri og Sigurður Gunnarsson háseti.

Hagnaður Haga nam 1,5 milljörðum

Hagnaður Haga eftir skatta nam rúmum 1,5 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi rekstrarárs félagsins eða 4,4% af veltu.

Íslandsbanki endurreiknar 6.000 gengislán og samninga

Íslandsbanki hefur hafið endurútreikning á lánum einstaklinga og fyrirtækja sem bankinn telur að falli undir dóma Hæstaréttar frá 15. febrúar og 18. október sl. Um er að ræða ólögmæt gengistryggð lán sem lántakar hafa greitt af í samræmi við gildandi skilmála á hverjum tíma.

Veruleg eftirspurn í útboði Eimskips

Veruleg umframeftirspurn var í hinu lokaða hlutafjárútboði Eimskips í gærdag, en samtals bárust tilboð fyrir yfir 12 milljarða króna frá fjárfestum. Tilboðum var tekið fyrir rúmlega 8,3 milljarða króna á verðinu 208 kr. á hlut.

Segjast falla frá kaupréttarsamningi til að stuðla að vexti

Forstjóri Eimskips, Gylfi Sigfússon, tilkynnti á heimasíðu Eimskips í kvöld að fyrirtækið hefði fallið frá umdeildum kaupréttarsamningum stjórnenda fyrirtæksins. Lífeyrissjóðir settu sig harkalega upp á móti kaupréttarsamningunum.

Fallið frá kaupréttarsamningum stjórnenda hjá Eimskip

Stórum hluthöfum í Eimskipi hefur verið tilkynnt að fallið verði frá kaupréttarsamningum sem gerðir voru við helstu stjórnendur fyrirtækisins. Tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins tóku ekki þátt í hlutabréfaútboði félagsins meðal annars vegna samninganna.

Ræða um að draga kaupréttina til baka

Rætt er um það innan stjórnar Eimskips að falla frá kaupréttarsamningum sem voru gerðir við helstu stjórnendur fyrirtækisins, samkvæmt heimildum Vísis. Stjórn fyrirtækisins, að undanskildum stjórnarformanninum, hefur fundað um útboðið frá því að því lauk klukkan tvö í dag.

Launin verði að vera í samræmi við veruleika

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna ætlar að beita áhrifum sínum innan stjórnar Eimskips til að hófs verði gætt varðandi kjör stjórnenda félagsins. Þetta segir í yfirlýsingu frá stjórninni vegna hlutafjárútboðs sem lauk í dag.

Sjá næstu 50 fréttir