Síminn greiðir meira fyrir netsamband Magnús skrifar 30. október 2012 08:00 Sævar Freyr Þráinsson Síminn hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Farice um fjarskiptasamband við útlönd. Eldri samningi var sagt upp í júní síðastliðnum en með nýja samningnum verður umtalsverð hækkun á því verði sem Síminn greiðir fyrir fjarskiptasamband. „Nýi samningurinn hefur í för með sér umtalsverðan kostnað fyrir okkur þar sem Farice er að hækka verðskrá sína. Ég get hins vegar ekki nefnt tölur í því samhengi vegna trúnaðarákvæðis," segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, og bætir við að mikilvægt hafi verið fyrir fyrirtækið að ganga frá samningnum þar sem hann tryggi viðskiptavinum Símans áfram öruggt og snurðulaust netsamband. Farice rekur tvo af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Íslensku símafyrirtækin kaupa aðgang að strengjunum sem er þeim nauðsynlegur til að þau geti boðið upp á Internetþjónustu. Í kjölfar þess að Farice sagði upp samningum sínum við símafyrirtækin í júní lýsti Sævar Freyr opinberlega yfir áhyggjum vegna þeirrar verðhækkunar sem Farice boðaði þá og nam 179%. Sagði hann meðal annars í samtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis að verðbreytingin gæti valdið hækkun á verði Internetþjónustu og þannig haft áhrif á alla landsmenn. Sævar Freyr segir hins vegar nú að engin ákvörðun hafi verið tekin um verðhækkanir. „Engar ákvarðanir hafa verið teknar á þessari stundu. Við erum bara nýbúin að ljúka við gerð þessa samnings og framhaldið er því enn óráðið." Farice hefur enn ekki gert endurnýjaðan samning við Vodafone en viðræður Farice við símafyrirtækin um nýjan samning hófust í janúar. Farice er að stærstum hluta í eigu íslenska ríkisins (30,2%), Landsvirkjunar (28,9%) og Arion banka (39,3%). Fyrirtækið tapaði 8,6 milljónum evra á síðasta ári sem jafngildir ríflega 1.400 milljónum króna á núverandi gengi. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs tapaði fyrirtækið 4,8 milljónum evra. Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Farice, segir að félagið verði áfram rekið með tapi þrátt fyrir nokkra nýja samninga. „Félagið verður því miður áfram rekið með tapi. Við höfum hins vegar ekki misst móðinn og erum að vinna að því að efla gagnaveraiðnaðinn hér á landi. Það er langtímaverkefni sem við bindum vonir við að geti hjálpað okkur. Það er kannski einmitt í ljósi trúar okkar á þann iðnað sem við ætlumst ekki til þess að aðrir borgi það sem við þyrftum í raun að fá," segir Ómar. Tengdar fréttir Farice hækkar verð á nettengingu við umheiminn Síminn hefur náð þriggja ára samningum við Farice ehf. um fjarskiptasamband við útlönd, en síðarnefnda fyrirtækið heldur úti tveimur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Forstjóri Símans segir að samningarnir feli í sér umtalsverðar kostnaðarhækkarnir fyrir Símann. 29. október 2012 21:11 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Síminn hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Farice um fjarskiptasamband við útlönd. Eldri samningi var sagt upp í júní síðastliðnum en með nýja samningnum verður umtalsverð hækkun á því verði sem Síminn greiðir fyrir fjarskiptasamband. „Nýi samningurinn hefur í för með sér umtalsverðan kostnað fyrir okkur þar sem Farice er að hækka verðskrá sína. Ég get hins vegar ekki nefnt tölur í því samhengi vegna trúnaðarákvæðis," segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, og bætir við að mikilvægt hafi verið fyrir fyrirtækið að ganga frá samningnum þar sem hann tryggi viðskiptavinum Símans áfram öruggt og snurðulaust netsamband. Farice rekur tvo af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Íslensku símafyrirtækin kaupa aðgang að strengjunum sem er þeim nauðsynlegur til að þau geti boðið upp á Internetþjónustu. Í kjölfar þess að Farice sagði upp samningum sínum við símafyrirtækin í júní lýsti Sævar Freyr opinberlega yfir áhyggjum vegna þeirrar verðhækkunar sem Farice boðaði þá og nam 179%. Sagði hann meðal annars í samtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis að verðbreytingin gæti valdið hækkun á verði Internetþjónustu og þannig haft áhrif á alla landsmenn. Sævar Freyr segir hins vegar nú að engin ákvörðun hafi verið tekin um verðhækkanir. „Engar ákvarðanir hafa verið teknar á þessari stundu. Við erum bara nýbúin að ljúka við gerð þessa samnings og framhaldið er því enn óráðið." Farice hefur enn ekki gert endurnýjaðan samning við Vodafone en viðræður Farice við símafyrirtækin um nýjan samning hófust í janúar. Farice er að stærstum hluta í eigu íslenska ríkisins (30,2%), Landsvirkjunar (28,9%) og Arion banka (39,3%). Fyrirtækið tapaði 8,6 milljónum evra á síðasta ári sem jafngildir ríflega 1.400 milljónum króna á núverandi gengi. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs tapaði fyrirtækið 4,8 milljónum evra. Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Farice, segir að félagið verði áfram rekið með tapi þrátt fyrir nokkra nýja samninga. „Félagið verður því miður áfram rekið með tapi. Við höfum hins vegar ekki misst móðinn og erum að vinna að því að efla gagnaveraiðnaðinn hér á landi. Það er langtímaverkefni sem við bindum vonir við að geti hjálpað okkur. Það er kannski einmitt í ljósi trúar okkar á þann iðnað sem við ætlumst ekki til þess að aðrir borgi það sem við þyrftum í raun að fá," segir Ómar.
Tengdar fréttir Farice hækkar verð á nettengingu við umheiminn Síminn hefur náð þriggja ára samningum við Farice ehf. um fjarskiptasamband við útlönd, en síðarnefnda fyrirtækið heldur úti tveimur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Forstjóri Símans segir að samningarnir feli í sér umtalsverðar kostnaðarhækkarnir fyrir Símann. 29. október 2012 21:11 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Farice hækkar verð á nettengingu við umheiminn Síminn hefur náð þriggja ára samningum við Farice ehf. um fjarskiptasamband við útlönd, en síðarnefnda fyrirtækið heldur úti tveimur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Forstjóri Símans segir að samningarnir feli í sér umtalsverðar kostnaðarhækkarnir fyrir Símann. 29. október 2012 21:11