Viðskipti innlent

Sérstakur lánasjóður aðstoði við uppbyggingu

Lúðvík Geirsson
Lúðvík Geirsson
Lúðvík Geirsson, stjórnarformaður Fasteignasjóðs sveitarfélaganna, segir nauðsynlegt að stofna lánasjóð sem sveitarfélögin geti sótt peninga í til að sporna við úrræðaleysi fyrir geðfatlaða.

Sveitarfélögin fengu að kaupa fasteignir fyrir fatlaða á 25 ára skuldabréfum þegar yfirfærslan frá ríki yfir á sveitarfélög átti sér stað fyrir tveimur árum. Þessar fasteignir eru tæplega áttatíu talsins og voru í eigu Fasteignasjóðs.

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að hann sæi fyrir sér að nýta féð í sjóðnum til að aðstoða sveitarfélögin við byggingu á húsnæðinu. Flestar byggingarnar hafa nú þegar verið seldar sveitarfélögunum. Andvirði húsanna nam fyrir tveimur árum um 3,5 milljörðum. Lúðvík bendir þó á að sveitarfélögin hafi meira en tvo áratugi til að borga lánið upp.

„Til að fá nýjar eignir þyrfti að útbúa lánasjóð sem lánar sveitarfélögunum til þessara bygginga og svo komi Fasteignasjóður með stuðning til að létta undir með þeim,“ segir Lúðvík. „Okkur vantar þennan lánaflokk og hann þarf að tryggja til að hægt verði að ráðast í fjárfestingar.“

Lúðvík bendir á að fjármagn úr Fasteignasjóði muni svo koma inn þegar þar að kemur, en lánasjóðurinn myndi brúa bilið þess á milli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×