Níu af ellefu prófmálum eru óþörf 27. október 2012 19:08 Níu af þeim ellefu prófmálum sem höfða átti útaf óvissu um endurútreikning gengistryggðra lána eru óþörf að mati hæstarréttarlögmanns. Hann segir óvissu einungis ríkja um mjög takmarkaðann hluta lánasafna bankanna og það eigi ekki að tefja fyrir endurútreikningi almennt. Eftir að fyrsti dómur um afturvirka vexti á gengistryggðum lánum féll í febrúar síðastliðnum valdi starfshópur ellefu prófmál til að leysa úr tuttugu og tveimur álitaefnum sem upp hafa komið varðandi endurútreikningana. Þessi mál átti að njóta flýtimeðferðar í dómskerfinu en um miðjan þennan mánuð höfðu hins vegar einungis tvö af þessum málum verið þingfest. Lögmaður Borgarbyggðar sem vann mál gegn Arion Banka á dögunum vegna vaxtaútreikninga segir fordæmisgildi dómsins óumdeilt. „Að þessi dómur, hann nær til allra lána sem á annað borð hafa verið greidd með fullnaðarkvittun, hvort sem þau eru löng eða stutt, eða á annan hátt afbrigðisleg - þau sem eru í okkar máli," segir Skarphéðinn Pétursson, hæstaréttarlögmaður hjá Veritas. Hann segir lánafyrirtækjunum því ekkert að vanbúnaði að hefja endurútreikning lána. „Við höfum farið yfir samantekt starfshópsins sem lagði til að þessi 11 prófmál færu í flýtimeðferð og komist að þeirri niðurstöðu að minnsta kosti níu af þessum ellefu málum eru óþörf. Það eru svona mjög sérstök tilvik þar sem samningsvextir hafa hugsanlega verið hærri en seðlabankasvextir á lánum tekin nálægt hruni, þar gæti lántaki átt frekari rétt og eins hvernig á að fara með vexti af ógengistryggðum höfuðstól." Þessi tilvik séu hins vegar mjög lítill hluti af lánasöfnum bankanna. „Þetta eru bara svo fá mál að drepa málinu á dreif og tefja útreikninga á þeim grundvelli, það er ekki boðlegt gagnvart 90% heimila sem eru með þessi lán og fyrirtækja." Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók í sama streng á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. „Í ljósi nýjasta dóms Hæstaréttar eru allar grundvallarforsendur varðandi útreikningana komnir á borðið og því ekki eftir neinu að bíða með endurreikning lánanna - amk hvað varðar heimilin og öll smærri fyrirtæki landsins. Frekari undansláttur fjármálastofnannavarðandi þessa útreikninga verður ekki liðinn - lánin þarf að endurreikna strax!" Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Níu af þeim ellefu prófmálum sem höfða átti útaf óvissu um endurútreikning gengistryggðra lána eru óþörf að mati hæstarréttarlögmanns. Hann segir óvissu einungis ríkja um mjög takmarkaðann hluta lánasafna bankanna og það eigi ekki að tefja fyrir endurútreikningi almennt. Eftir að fyrsti dómur um afturvirka vexti á gengistryggðum lánum féll í febrúar síðastliðnum valdi starfshópur ellefu prófmál til að leysa úr tuttugu og tveimur álitaefnum sem upp hafa komið varðandi endurútreikningana. Þessi mál átti að njóta flýtimeðferðar í dómskerfinu en um miðjan þennan mánuð höfðu hins vegar einungis tvö af þessum málum verið þingfest. Lögmaður Borgarbyggðar sem vann mál gegn Arion Banka á dögunum vegna vaxtaútreikninga segir fordæmisgildi dómsins óumdeilt. „Að þessi dómur, hann nær til allra lána sem á annað borð hafa verið greidd með fullnaðarkvittun, hvort sem þau eru löng eða stutt, eða á annan hátt afbrigðisleg - þau sem eru í okkar máli," segir Skarphéðinn Pétursson, hæstaréttarlögmaður hjá Veritas. Hann segir lánafyrirtækjunum því ekkert að vanbúnaði að hefja endurútreikning lána. „Við höfum farið yfir samantekt starfshópsins sem lagði til að þessi 11 prófmál færu í flýtimeðferð og komist að þeirri niðurstöðu að minnsta kosti níu af þessum ellefu málum eru óþörf. Það eru svona mjög sérstök tilvik þar sem samningsvextir hafa hugsanlega verið hærri en seðlabankasvextir á lánum tekin nálægt hruni, þar gæti lántaki átt frekari rétt og eins hvernig á að fara með vexti af ógengistryggðum höfuðstól." Þessi tilvik séu hins vegar mjög lítill hluti af lánasöfnum bankanna. „Þetta eru bara svo fá mál að drepa málinu á dreif og tefja útreikninga á þeim grundvelli, það er ekki boðlegt gagnvart 90% heimila sem eru með þessi lán og fyrirtækja." Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók í sama streng á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. „Í ljósi nýjasta dóms Hæstaréttar eru allar grundvallarforsendur varðandi útreikningana komnir á borðið og því ekki eftir neinu að bíða með endurreikning lánanna - amk hvað varðar heimilin og öll smærri fyrirtæki landsins. Frekari undansláttur fjármálastofnannavarðandi þessa útreikninga verður ekki liðinn - lánin þarf að endurreikna strax!"
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira