Telja bjóðendum mismunað - Fréttaskýring 27. október 2012 07:30 Hætt við Sex stjórnendur Eimskips áttu að fá kauprétt að tæplega 4,4 prósenta hlut í Eimskip með ríflegum afslætti. Fallið var frá kaupréttunum síðdegis á fimmtudag. Gylfi Sigfússon er forstjóri Eimskips. fréttablaðið/stéfan Af hverju er ólga vegna hlutafjárútboðs í Eimskips? Forsvarsmenn allmargra lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta eru mjög ósáttir við að hluti bjóðenda í hlutafjárútboði Eimskips hafi fengið að skila inn tilboðum með fyrirvörum án þess að kynning á útboðinu eða skráningarlýsing hafi gert ráð fyrir að hægt væri að gera slík tilboð. Þeir sem gerðu tilboð með fyrirvara sögðust vera tilbúnir að kaupa hluti ef fallið yrði frá kaupréttarsamningum stjórnenda Eimskips.Það var á endanum gert. Á miðvikudagskvöldið var fyrsta frétt í kvöldfréttum RÚV að lífeyrissjóðurinn Gildi myndi ekki vera með í útboðinu. Harpa Ólafsdóttir, stjórnarformaður sjóðsins, sagði í viðtali við RÚV að hann myndi ekki taka þátt í útboðinu af siðferðilegum ástæðum vegna kaupréttarsamninganna. Auk þess þætti sjóðnum verðið of hátt. Morguninn eftir var staðfest að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) ætlaði ekki heldur að taka þátt vegna sömu ástæðna. Við þetta varð í raun allt vitlaust. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hófu aðilar sem höfðu umsjón með útboðinu í kjölfarið að hafa samband við fagfjárfesta og opna á þann möguleika að gera tilboð með fyrirvara. Útboðinu lauk klukkan 14 á fimmtudag. Um það leyti var farið að kvisast út orðrómur um að stjórnendurnir hefðu ákveðið að falla frá kaupréttunum. Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segir að hringt hafi verið inn á stjórnarfund í sjóðnum og honum tilkynnt að það stæði til. Það símtal hafi þó borist eftir að útboðinu lauk, á milli 14 og 15. Vert er að taka fram að Lífeyrissjóður verzlunarmanna tók ekki þátt í útboðinu, enda á sjóðurinn þegar 14,6 prósent í honum. Það var því verið að tilkynna sjóðnum um það að fallið væri frá kaupréttunum sem hluthafa, ekki bjóðanda. Almenni lífeyrissjóðurinn var einn þeirra sjóða sem gerði tilboð með fyrirvara um kaupréttina. Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir hann einfaldlega hafa tekið ákvörðun um að skrifa fyrirvarann inn á tilboðið. Við það hafi ekki verið gerðar athugasemdir. Heimildir Fréttablaðsins herma að fleiri aðilar hafi gert sambærileg tilboð. Þar er bæði átti við lífeyrissjóði og sjóðsstýringarfyrirtæki. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, segir að það hafi ekki verið haft samband við neinn innan hans sjóðs til að tilkynna um þann möguleika að gera tilboð með fyrirvara. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var heldur ekki haft samband við aðra sjóði sem höfðu lýst því yfir opinberlega að þeir myndu ekki taka þátt og þeim boðið að bjóða á þessum nýju forsendum. Margir lífeyrissjóðir eru því afar ósáttir við umsjónaraðila útboðsins, Íslandsbanka og Straum. Þeir eru sérstaklega ósáttir við að haft hafi verið samband við valda bjóðendur og þeim boðið að taka þátt í útboðinu með fyrirvara. Heimildir Fréttablaðsins herma að sumir þeirra séu að láta kanna lagalega stöðu sína vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka höfðu bankanum þó ekki borist neinar formlegar athugasemdir frá fjárfestum um óánægju með framkvæmd útboðsins. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Af hverju er ólga vegna hlutafjárútboðs í Eimskips? Forsvarsmenn allmargra lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta eru mjög ósáttir við að hluti bjóðenda í hlutafjárútboði Eimskips hafi fengið að skila inn tilboðum með fyrirvörum án þess að kynning á útboðinu eða skráningarlýsing hafi gert ráð fyrir að hægt væri að gera slík tilboð. Þeir sem gerðu tilboð með fyrirvara sögðust vera tilbúnir að kaupa hluti ef fallið yrði frá kaupréttarsamningum stjórnenda Eimskips.Það var á endanum gert. Á miðvikudagskvöldið var fyrsta frétt í kvöldfréttum RÚV að lífeyrissjóðurinn Gildi myndi ekki vera með í útboðinu. Harpa Ólafsdóttir, stjórnarformaður sjóðsins, sagði í viðtali við RÚV að hann myndi ekki taka þátt í útboðinu af siðferðilegum ástæðum vegna kaupréttarsamninganna. Auk þess þætti sjóðnum verðið of hátt. Morguninn eftir var staðfest að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) ætlaði ekki heldur að taka þátt vegna sömu ástæðna. Við þetta varð í raun allt vitlaust. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hófu aðilar sem höfðu umsjón með útboðinu í kjölfarið að hafa samband við fagfjárfesta og opna á þann möguleika að gera tilboð með fyrirvara. Útboðinu lauk klukkan 14 á fimmtudag. Um það leyti var farið að kvisast út orðrómur um að stjórnendurnir hefðu ákveðið að falla frá kaupréttunum. Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segir að hringt hafi verið inn á stjórnarfund í sjóðnum og honum tilkynnt að það stæði til. Það símtal hafi þó borist eftir að útboðinu lauk, á milli 14 og 15. Vert er að taka fram að Lífeyrissjóður verzlunarmanna tók ekki þátt í útboðinu, enda á sjóðurinn þegar 14,6 prósent í honum. Það var því verið að tilkynna sjóðnum um það að fallið væri frá kaupréttunum sem hluthafa, ekki bjóðanda. Almenni lífeyrissjóðurinn var einn þeirra sjóða sem gerði tilboð með fyrirvara um kaupréttina. Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir hann einfaldlega hafa tekið ákvörðun um að skrifa fyrirvarann inn á tilboðið. Við það hafi ekki verið gerðar athugasemdir. Heimildir Fréttablaðsins herma að fleiri aðilar hafi gert sambærileg tilboð. Þar er bæði átti við lífeyrissjóði og sjóðsstýringarfyrirtæki. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, segir að það hafi ekki verið haft samband við neinn innan hans sjóðs til að tilkynna um þann möguleika að gera tilboð með fyrirvara. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var heldur ekki haft samband við aðra sjóði sem höfðu lýst því yfir opinberlega að þeir myndu ekki taka þátt og þeim boðið að bjóða á þessum nýju forsendum. Margir lífeyrissjóðir eru því afar ósáttir við umsjónaraðila útboðsins, Íslandsbanka og Straum. Þeir eru sérstaklega ósáttir við að haft hafi verið samband við valda bjóðendur og þeim boðið að taka þátt í útboðinu með fyrirvara. Heimildir Fréttablaðsins herma að sumir þeirra séu að láta kanna lagalega stöðu sína vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka höfðu bankanum þó ekki borist neinar formlegar athugasemdir frá fjárfestum um óánægju með framkvæmd útboðsins. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira