Viðskipti innlent

Nota mjög villandi tungutak

Flugmálastjórn segir WOW air nota mjög villandi tungutak í lýsingum á starfsemi sinni.

Eftir að WOW tók yfir Iceland Express setti Flugmálastjórn saman tilkynningu þess efnis að félagið sé ekki flugrekstrarfélag í þeim skilningi að félagið eigi og haldi úti loftfari. Ástæðan er sú að félagið sagðist hafa tekið yfir flugrekstur Express.

„Iceland Express og WOW air hafa vissulega stuðlað að reglubundnum flutningi á fólki og vörum til og frá Íslandi og aukinni samkeppni, en þeir hafa til þess þurft að fá flugrekenda frá Evrópska efnahagssvæðinu með tilskilin flugrekstrarleyfi til að annast flugið fyrir sig," segir Flugmálastjórn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×