Fleiri fréttir

Huang vill enn reisa hótel í Reykjavík

Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo stefnir enn að því að reisa 300 herbergja lúxushótel í Reykjavík. Huang lýsti yfir áhuga á slíkri framkvæmd á síðasta ári þegar hann kynnti hugmyndir sínar um uppbyggingu ferðaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum.

Þorsteinn Hjaltested skattakóngur Íslands

Þorsteinn Hjaltested landeigandi á Vatnsenda er skattakóngur á höfuðborgarsvæðinu árið 2011. Hann greiddi samtals rúmar 185 milljónir króna í opinber gjöld á síðasta ári. Guðbjörg Astrid Skúladóttir, er næstefst, en hún greiddi 140 milljónir tæpar. Poul Jansen, kemur næstur með tæpar 114 milljónir. Listi yfir þá sem greiða mest má sjá hér að neðan.

Advania og Hátækni semja um sölu á Dell fartölvum

Advania og Hátækni hafa gert með sér samkomulag um sölu á Dell fartölvum, en Advania er umboðsaðili Dell á Íslandi. Nú geta viðskiptavinir Hátækni nálgast fjölbreytt úrval Dell tölva í versluninni og mun Hátækni leggja áherslu á að bjóða vandaðar fartölvur sem henta þörfum kröfuharðra einstaklinga.

Tilboð Kvosar var hagstæðast

Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands, segir að tilboð Kvosar í Plastprent hafi verið hagstæðasta tilboðið sem barst. Hann segir að Framtakssjóðurinn verði að fara eftir verklagsreglum sínum í formlegu söluferli á félagi en geti ekki sest í siðferðilegt dómarasæti og miðað við hvað sé sanngjarnt út frá óskilgreindum forsendum.

Valitor áfrýjar Datacell málinu til Hæstaréttar

Valitor vísaði í dag til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. júlí síðastliðinn í máli Datacell gegn Valitor. Í dómi Héraðsdóms var Valitor gert að veita Datacell greiðsluþjónustu.

Konur eiga sviðið þegar kreppir að

"Að öllu gamni slepptu virðast konur eiga meiri möguleika á að fá tækifæri þegar illa gengur," segir Lilja Lind Pálsdóttir, hagfræðingur, í nýjasta tölublaði Frjálsrar Verslunar þar sem hún veltir upp spurningunni hvort kreppan sé tækifæri fyrir konur.

Fasteignamarkaður ekki líflegri síðan 2007

Velta á fasteignamarkaði hefur aukist um rúma fimmtán milljarða það sem af er þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. Markaðurinn hefur ekki verið líflegri síðan 2007.

Sér ekkert óeðlilegt við kaupin

"Ég sé ekki alveg hvað er óeðlilegt við það," segir Þorgeir Baldursson, forstjóri Kvosar um kaup fyrirtækisins á Plastprenti, en Kvos hafði áður fengið milljarða afskriftir hjá Landsbankanum.

Dráttarvextir óbreyttir

Dráttarvextir haldast óbreyttir í 12,75% fyrir ágústmánuð. Þetta kemur fram í mánaðarlegri tilkynningu um vaxtabreytingar á vefsíðu Seðlabankans.

Bretum býðst Tilboð aldarinnar um næstu helgi

Hamborgarabúllan er farin í útrás og mun opna í London öðru hvoru megin við næstu helgi. Þá mun Bretum loks bjóðast Tilboð aldarinnar (e. Offer of the century) að hætti Tomma fyrir 8,9 pund, sem nemur tæpum 1700 krónum.

Síðustu stóru bakreikningarnir komnir í hús

Síðustu stóru bakreikningar hrunsins hafa borist, segir Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra. Hún gerir niðurstöður ríkisreiknings, sem birtar voru í síðustu viku, að umræðuefni í aðsendri grein í Fréttablaðinu og hér á Vísi í dag. Eins og fram hefur komið var rösklega 40 milljarða halli á ríkisreikningi umfram það sem búist hafði verið við. Ástæðan er einkum rakin til ríkisábyrgðar á innistæðum í SpKef.

Kjarnfóðurframleiðendur hækka verðskrána

Síðastliðinn mánuð hafa kjarnfóðursframleiðendur hækkað verðlista sína. Verðið er nú hærra en það hefur verið nokkurn tíma áður, miðað við upplýsingar frá Landssambandi kúabænda. Frá árinu 2010 hefur kjarnfóður hækkað í verði um rúm 37%.

Enn hækkar metaneldsneytið

Verð fyrir rúmmetra af metaneldsneyti á bíla var hækkað um 19 krónur fyrir helgi og kostar hann nú 149 krónur.

ECB endurheimtir 600 milljarða frá íslensku bönkunum

Evrópski seðlabankinn, ECB, hefur nú endurheimt að fullu lán að fjárhæð fjórir milljarðar evra, eða rúmlega 600 milljarða króna sem veittir höfðu verið dótturfélögum Glitnis, Kaupþings og Landsbankans í Lúxemburg í október 2008.

Kaupmáttur launa rýrnar

Vísitala kaupmáttar launa í júní er 111,0 stig og lækkaði um 0,5% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 1,4%.

Byggingakostnaður lækkar

Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan júlí 2012 er 115,1 stig sem er lækkun um 0,2% frá fyrri mánuði. Verð á innfluttu efni lækkaði um 0,8%, sem skýrir lækkun vísitölunnar.

Aflaverðmætið jókst um 25,5% á fyrrihluta ársins

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 58,5 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2012 samanborið við 46,6 milljarða á sama tímabili 2011. Aflaverðmæti hefur því aukist um 11,9 milljarða eða 25,5% á milli ára.

Íbúðaverð í borginni hækkar áfram

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 341,3 stig í júní og hækkaði um 1,5% frá fyrri mánuði.

Gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast

Gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast myndarlega þessa daganna. Gengisvísitalan er komin niður í tæp 215 stig og styrktist gengið því um tæpt prósent í gærdag.

Lyfjaverksmiðja gæti risið á Ásbrú

Til greina kemur að byggja upp lyfjaverksmiðju lyfjafyrirtækisins Alvogen í gamla sjúkrahúsi varnarliðsins á herstöðinni á Keflavíkurflugvelli, nú Ásbrú. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins, en áformin fengust ekki staðfest hjá Alvogen.

Skemmdarverk gagnvart íslensku atvinnulífi

Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi þingmaður, segir það skemmdarverk gagnvart íslensku atvinnulífi að Steingrímur J. Sigfússon, sjávar- og landbúnaðarráðherra, hafi neitað grænlensku skipi að landa markílfarmi sem veiddist í lögsögunni við Grænland.

Engar áhyggjur af offramleiðslu mjólkur á Íslandi

Á Íslandi er mjólkurframleiðsla ákveðin fyrirfram af ríkinu. Það sem framleitt er umfram áætlanir er selt úr landi. Því hafa íslenskir framleiðendur ekki áhyggjur af offramboði á mjólk, en fregnir hafa borist af offramleiðslu erlendis.

Lögreglurannsókn á máli Ármanns og Guðna fellur niður

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, The Serious Fraud Office, hefur látið rannsókn á máli þeirra Ármanns Þorvaldssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings Singer & Friedlander, og Guðna Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra fjárstýringar Kaupþings, niður falla. Málið tengist rannsókn bresku lögreglunnar á viðskiptum bræðranna Roberts og Vincent Tchenguz við hinn fallna Kaupþing banka. Singer & Friedlander var sem kunnugt er breskt dótturfyrirtæki Kaupþings.

Aukaútgjöld ríkissjóðs skila sér ekki í sköttum

Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, segir að fjörutíu og þriggja milljarða aukaútgjöld ríkissjóðs vegna meðal annars Spkef og tapreksturs Byggðastofnunar muni ekki skila sér í hærri sköttum og frekari niðurskurði á næsta ári. Ríkið mun taka lán vegna Spkef en vaxtakostnaður nemur fimm milljörðum króna.

Ársverðbólga niður í 4,7%

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbóga muni lækka úr 5,4% í 4,7%, en Hagstofa Íslands birtir júlímælingu vísitölu neysluverðs á morgun. Í fyrradag birtist spá greiningardeildar Arion banka, sem gerir ráð fyrir að ársverðbólga fari niður í 4,6%.

Ríkið eyddi tæpum 50 milljörðum umfram fjárlög

Þegar ríkisreikningur fyrir árið í fyrra er skoðaður kemur í ljós að gjöld ríkissjóðs eru tæplega 50 milljörðum kr. umfram bæði fjárlög og aukafjárlög. Samkvæmt lögum getur ríkissjóður ekki notað fé sitt nema fyrir slíku sé heimild í lögum.

Birgitta Haukdal í stjórn Leirlæks

Birgitta Haukdal söngkona er í varastjórn félagsins Leirlæk, sem P126 einkahlutafélag Benedikts Einarssonar, eiginmanns hennar, stofnaði á dögunum. Þetta kemur fram í viðskiptablaðinu í dag. Þar segir að tilgangur félagsins sé eignaumsýsla hvers konar, þar með talin kaup, sala og leiga fasteigna og lóða. Í samtali við Viðskiptablaðið vildi Benedikt ekki tjá sig um málið en félagið ku vera tíunda félagið sem skráð er á heimili þeirra í Garðabæ. Hin félögin eru ýmist skráð á Einar eða börn hans, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu.

Gengi krónunnar styrkist verulega

Gengi krónunnar hefur styrkst verulega undanfarna daga og er greinilegt að gjaldeyristekjur þjóðarinnar af ferðamönnum eru að ná hámarki þessa dagana.

Tæplega 90 milljarða halli á rekstri ríkissjóðs

Halli á rekstri ríkissjóðs á síðsta ári nam 89,4 milljörðum króna, samkvæmt nýbirtum ríkisreikningi. Það er um 43 milljörðum meiri halli en fjárlög fyrir árið 2011 gerðu ráð fyrir. I tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að ástæðan sé fyrst og fremst framlög vegna SpKef og tap fyrri ára í rekstri Byggðarstofnunar og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.

Iceland Express í samband við hundruð ferðaskrifstofa

Iceland Express og Flexible Flights, sem er hluti af TUI- sérferða samsteypunni, hafa skrifað undir samstarfssamning sem er fyrsti samningur sinnar tegundar sem samsteypan gerir við íslenskt félag í flugstarfsemi. Samningurinn gefur breskum ferðamönnum tækifæri til að bóka ferðir til Íslands í gegnum öruggar gáttir ferðasöluaðila sem heyra undir TUI og Flexible Flights, sem njóta mikils trausts á Bretlandseyjum. Í fréttatilkynningu frá Iceland Express segir að TUI sé eitt af stærstu og leiðandi fyrirtækjum heims í sölu farmiða.

WOW samdi við Airport Associates

Airport Associates og WOW air hafa gert samning sín á milli um flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Airport Associates er sjálfstætt starfandi flugafgreiðslufyrirtæki og hefur verið starfrækt frá árinu 1997. Félagið þjónustar fjölda flugfélaga svo sem Delta Airlines, Easyjet, Norwegian, German Wings og Air Berlin. "Við eru ánægð með að hafa náð samningum við Airport Associates en fyrirtækið hefur umsvifamikla starfsemi á Keflavíkurvelli og gríðarmikla reynslu í flugafgreiðslu“ segir Baldur Oddur Baldursson forstjóri WOW air.

Þróttur í atvinnulífinu en hagvöxtur þyrfti að vera meiri

Mun meiri þróttur virðist vera í atvinnulífinu en spár gerðu ráð fyrir, segir Hagfræðideild Landsbanka Íslands sem gerir atvinnuleysistölur að umræðuefni í daglegum pistli. Atvinnuleysi í júní mældist 4,8% en 6,7% í júní í fyrra.

Spá verulegri lækkun verðbólgunnar

Greiningardeild spáir 0,7% lækkun vísitölu neysluverðs í júlí. Ef spáin gengur eftir mun ársverðbólgan lækka og verða 4,6% í júlí, samanborið við 5,4% í júní. Samkvæmt spánni eru það fyrst og fremst útsöluáhrif fata- og skóverslunar sem hafa mikil áhrif á spána, en áhrifin munu svo ganga til baka að öllu leyti í ágúst og september.

Býst við niðurstöðu með haustinu

"Málið er í eðlilegum farvegi og við getum búist við niðurstöðu með haustinu," segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um fréttir þess efnis að samkomulag um leigu kínverska fjárfestisins Huangs Nubo um leigu á landi að Grímsstöðum á Fjöllum sé í höfn. Nubo sagði í samtali við Bloomberg að samkomulagið yrði undirritað fyrir október.

Sjá næstu 50 fréttir