Viðskipti innlent

Segir viðbrögð fjármálaráðherra með ólíkindum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Viðbrögð fjármálaráðherra við ríkisreikningi eru með ólíkindum, segir Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hallinn á ríkissjóði í fyrra var 43 milljörðum umfram áætlanir.

„Nú við tökum auðvitað lán varðandi SpKef þannig að vaxtakostnaðurinn mun flytjast yfir á næstu ár vegna þessara aðgerða en að öðru leyti er þetta einskiptis aðgerð," sagði Oddný Harðardóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi í gær þegar hún var spurð að því hvernig brugðist yrði við hallarekstrinum.

Í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni lýsti Pétur furðu yfir þessari afstöðu Oddnýjar. „Það er eins og það skipti engu máli svona einskiptiskostnaður. Ég minni á að allt hrunið var einskptiskostnaður. Þannig að samkvæmt því þá skiptir hrunið bara engu máli," segir Pétur. Hann minnir á að samkvæmt áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ríkisstjórnarinnar hafi ríkissjóður átt að vera rekin án halla í ár. Hann segir að ýmislegt hafi komið til þess að áfram varð hallarekstur og óvíst hverjum sé um að kenna. „En menn hafa gert þvílík mistök í fjármálum ríkisins," segir Pétur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×