Sér ekkert óeðlilegt við kaupin BBI skrifar 24. júlí 2012 10:05 Þorgeir Baldursson, oft kenndur við Odda. „Ég sé ekki alveg hvað er óeðlilegt við það," segir Þorgeir Baldursson, forstjóri Kvosar um kaup fyrirtækisins á Plastprenti, en Kvos hafði áður fengið milljarða afskriftir hjá Landsbankanum og Arion banka. Kristþór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ísafoldarprentsmiðju, skrifaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann gagnrýnir söluna. Hann bendir á að Kvos hafi þurft að sýna fram á 250 milljóna króna greiðslugetu til að skila tilboði í Plastprent og spyr hvaða þeir peningar hafi komið. „Voru þeir til? Hefði þá ekki verið rétt að afskrifa minna?" Þorgeir bendir á að Kvos hafi heimild til að auka hlutafé sitt, rétt eins og aðrir. „En við getum bara aukið hlutafé ef við erum að byggja upp félagið að nýju. Það liggur í augum uppi," segir hann. Aðspurður um hvort það sé sanngjarnt að Kvos fái að kaupa umrætt fyrirtæki svo stuttu eftir milljarða afskriftir segist Þorgeir ekki ætla að dæma um sanngirnina á bak við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja. „Það sem við lentum í var að erlend starfsemi Kvosar fór illa," segir hann en starfsemin nefnist Infopress og er erlend prentsmiðja sem var í eigu Kvosar. „Landsbankinn átti veð í þeirri starfsemi en vildi ekki taka það yfir. Við það töpuðust töluverðir fjármunir," segir Þorgeir en samkvæmt honum er það gjörningurinn sem felur í sér stóran hlut af afskriftum Kvosar. Hann bendir á að félagið er í mjög góðum rekstri í dag og er milljarða virði „Kvos var tekin til endurskipulagningar. Hún var unnin mjög faglega en að sjálfsögðu töpuðu hluthafar öllu sínu hlutafé og tóku á sig mikinn skell. Svo það er ekkert bara hægt að tala um einhverja ósanngirni í þessu," segir Þorgeir. „Nú eru þessi kaup náttúrlega bara í meðhöndlun hjá Samkeppniseftirliti og bara í eðlilegum farvegi þar," segir Þorgeir og telur að í raun sé ekki meira um málið að segja. Tengdar fréttir Rifjar upp afskriftir aðalkeppinautanna "Er þetta réttlæti?" spyr Kristþór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ísafoldarprentsmiðju ehf., í grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann fjallar um afskriftir skulda aðalkeppinauta prentsmiðjunnar. 23. júlí 2012 09:33 Hvenær lýkur vitleysunni? Ég ætlaði hreinlega ekki að trúa mínum eigin eyrum, þegar mér var sagt að Framtakssjóður Íslands hefði selt Plastprent ehf. til Kvosar hf., móðurfélags Prentsmiðjunnar Odda. Fyrir örfáum mánuðum afskrifuðu Landsbankinn og Arion banki 5 milljarða af Kvos. Fyrrum eigendur fengu að halda fyrirtækinu, með því að leggja fram 500 milljónir. Þ.e. fyrir hverja krónu sem eigendur lögðu fram voru 10 afskrifaðar. 23. júlí 2012 06:00 Landsbankamenn ósáttir við að Kvos fékk að kaupa Plastprent Landsbankinn er ósáttur við að fyrirtæki sem nýlega fékk milljarða afskriftir hjá bankanum hafi fengið að kaupa Plastprent af Framtakssjóði Íslands. Fulltrúi bankans í stjórn sjóðsins greiddi atkvæði gegn samkomulaginu. 23. júlí 2012 18:39 Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
„Ég sé ekki alveg hvað er óeðlilegt við það," segir Þorgeir Baldursson, forstjóri Kvosar um kaup fyrirtækisins á Plastprenti, en Kvos hafði áður fengið milljarða afskriftir hjá Landsbankanum og Arion banka. Kristþór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ísafoldarprentsmiðju, skrifaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann gagnrýnir söluna. Hann bendir á að Kvos hafi þurft að sýna fram á 250 milljóna króna greiðslugetu til að skila tilboði í Plastprent og spyr hvaða þeir peningar hafi komið. „Voru þeir til? Hefði þá ekki verið rétt að afskrifa minna?" Þorgeir bendir á að Kvos hafi heimild til að auka hlutafé sitt, rétt eins og aðrir. „En við getum bara aukið hlutafé ef við erum að byggja upp félagið að nýju. Það liggur í augum uppi," segir hann. Aðspurður um hvort það sé sanngjarnt að Kvos fái að kaupa umrætt fyrirtæki svo stuttu eftir milljarða afskriftir segist Þorgeir ekki ætla að dæma um sanngirnina á bak við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja. „Það sem við lentum í var að erlend starfsemi Kvosar fór illa," segir hann en starfsemin nefnist Infopress og er erlend prentsmiðja sem var í eigu Kvosar. „Landsbankinn átti veð í þeirri starfsemi en vildi ekki taka það yfir. Við það töpuðust töluverðir fjármunir," segir Þorgeir en samkvæmt honum er það gjörningurinn sem felur í sér stóran hlut af afskriftum Kvosar. Hann bendir á að félagið er í mjög góðum rekstri í dag og er milljarða virði „Kvos var tekin til endurskipulagningar. Hún var unnin mjög faglega en að sjálfsögðu töpuðu hluthafar öllu sínu hlutafé og tóku á sig mikinn skell. Svo það er ekkert bara hægt að tala um einhverja ósanngirni í þessu," segir Þorgeir. „Nú eru þessi kaup náttúrlega bara í meðhöndlun hjá Samkeppniseftirliti og bara í eðlilegum farvegi þar," segir Þorgeir og telur að í raun sé ekki meira um málið að segja.
Tengdar fréttir Rifjar upp afskriftir aðalkeppinautanna "Er þetta réttlæti?" spyr Kristþór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ísafoldarprentsmiðju ehf., í grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann fjallar um afskriftir skulda aðalkeppinauta prentsmiðjunnar. 23. júlí 2012 09:33 Hvenær lýkur vitleysunni? Ég ætlaði hreinlega ekki að trúa mínum eigin eyrum, þegar mér var sagt að Framtakssjóður Íslands hefði selt Plastprent ehf. til Kvosar hf., móðurfélags Prentsmiðjunnar Odda. Fyrir örfáum mánuðum afskrifuðu Landsbankinn og Arion banki 5 milljarða af Kvos. Fyrrum eigendur fengu að halda fyrirtækinu, með því að leggja fram 500 milljónir. Þ.e. fyrir hverja krónu sem eigendur lögðu fram voru 10 afskrifaðar. 23. júlí 2012 06:00 Landsbankamenn ósáttir við að Kvos fékk að kaupa Plastprent Landsbankinn er ósáttur við að fyrirtæki sem nýlega fékk milljarða afskriftir hjá bankanum hafi fengið að kaupa Plastprent af Framtakssjóði Íslands. Fulltrúi bankans í stjórn sjóðsins greiddi atkvæði gegn samkomulaginu. 23. júlí 2012 18:39 Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Rifjar upp afskriftir aðalkeppinautanna "Er þetta réttlæti?" spyr Kristþór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ísafoldarprentsmiðju ehf., í grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann fjallar um afskriftir skulda aðalkeppinauta prentsmiðjunnar. 23. júlí 2012 09:33
Hvenær lýkur vitleysunni? Ég ætlaði hreinlega ekki að trúa mínum eigin eyrum, þegar mér var sagt að Framtakssjóður Íslands hefði selt Plastprent ehf. til Kvosar hf., móðurfélags Prentsmiðjunnar Odda. Fyrir örfáum mánuðum afskrifuðu Landsbankinn og Arion banki 5 milljarða af Kvos. Fyrrum eigendur fengu að halda fyrirtækinu, með því að leggja fram 500 milljónir. Þ.e. fyrir hverja krónu sem eigendur lögðu fram voru 10 afskrifaðar. 23. júlí 2012 06:00
Landsbankamenn ósáttir við að Kvos fékk að kaupa Plastprent Landsbankinn er ósáttur við að fyrirtæki sem nýlega fékk milljarða afskriftir hjá bankanum hafi fengið að kaupa Plastprent af Framtakssjóði Íslands. Fulltrúi bankans í stjórn sjóðsins greiddi atkvæði gegn samkomulaginu. 23. júlí 2012 18:39
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur