Viðskipti innlent

Tilboð Kvosar var hagstæðast

BBI skrifar
Þorkell Sigurlaugsson, formaður stjórnar Framtakssjóðs Íslands
Þorkell Sigurlaugsson, formaður stjórnar Framtakssjóðs Íslands
Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands, segir að tilboð Kvosar í Plastprent hafi verið hagstæðasta tilboðið sem barst. Hann segir að Framtakssjóðurinn verði að fara eftir verklagsreglum sínum í formlegu söluferli á félagi en geti ekki sest í siðferðilegt dómarasæti og miðað við hvað sé sanngjarnt út frá óskilgreindum forsendum.

„Ef við ætluðum að setjast í eitthvert dómarasæti þá myndum við þurfa að skilgreina mjög vandlega fyrirfram hvað skilyrði við erum að setja fyrir því hver kaupir félög og hvað þau megi hafa fengið mikið afskrifað hjá lánastofnunum," segir Þorkell. „Við getum ekki farið að búa til einhver viðmið um eðlilegar afskriftir skulda eða gera einhverja eftirá skýringu hvað það varðar."

Hann bendir á að gríðarlega mörg félög hafi fengið afskriftir skulda eftir hrunið. Það væri óhæfa að meina þeim að taka þátt í efnahagslífinu og byggja sig aftur upp fyrir þær sakir.

Fram hefur komið að fulltrúi Landsbankans í stjórn Framtakssjóðsins lagðist gegn því að tilboð Kvosar væri samþykkt. Þorkell segir að það sé stefna innan stjórnarinnar að gefa ekki upp hvernig einstök atkvæði leggjast. „Það eru auðvitað ekkert allir alltaf sammála um allt í stjórnum fyrirtækja, en við höfum ekki í stjórn Framtakssjóðsins tjáð okkur um það opinberlega," segir Þorkell.

Þorkell Sigurlaugsson segir að málið hafi farið í formlegt söluferli sem Straumur fjárfestingabanki sá um. Enn á eftir að ganga frá kaupum Kvosar og þau eru enn háð því að samþykki fáist hjá Samkeppniseftirlitinu.


Tengdar fréttir

Sér ekkert óeðlilegt við kaupin

"Ég sé ekki alveg hvað er óeðlilegt við það," segir Þorgeir Baldursson, forstjóri Kvosar um kaup fyrirtækisins á Plastprenti, en Kvos hafði áður fengið milljarða afskriftir hjá Landsbankanum.

Rifjar upp afskriftir aðalkeppinautanna

"Er þetta réttlæti?" spyr Kristþór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ísafoldarprentsmiðju ehf., í grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann fjallar um afskriftir skulda aðalkeppinauta prentsmiðjunnar.

Hvenær lýkur vitleysunni?

Ég ætlaði hreinlega ekki að trúa mínum eigin eyrum, þegar mér var sagt að Framtakssjóður Íslands hefði selt Plastprent ehf. til Kvosar hf., móðurfélags Prentsmiðjunnar Odda. Fyrir örfáum mánuðum afskrifuðu Landsbankinn og Arion banki 5 milljarða af Kvos. Fyrrum eigendur fengu að halda fyrirtækinu, með því að leggja fram 500 milljónir. Þ.e. fyrir hverja krónu sem eigendur lögðu fram voru 10 afskrifaðar.

Landsbankamenn ósáttir við að Kvos fékk að kaupa Plastprent

Landsbankinn er ósáttur við að fyrirtæki sem nýlega fékk milljarða afskriftir hjá bankanum hafi fengið að kaupa Plastprent af Framtakssjóði Íslands. Fulltrúi bankans í stjórn sjóðsins greiddi atkvæði gegn samkomulaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×