Tilboð Kvosar var hagstæðast BBI skrifar 24. júlí 2012 15:30 Þorkell Sigurlaugsson, formaður stjórnar Framtakssjóðs Íslands Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands, segir að tilboð Kvosar í Plastprent hafi verið hagstæðasta tilboðið sem barst. Hann segir að Framtakssjóðurinn verði að fara eftir verklagsreglum sínum í formlegu söluferli á félagi en geti ekki sest í siðferðilegt dómarasæti og miðað við hvað sé sanngjarnt út frá óskilgreindum forsendum. „Ef við ætluðum að setjast í eitthvert dómarasæti þá myndum við þurfa að skilgreina mjög vandlega fyrirfram hvað skilyrði við erum að setja fyrir því hver kaupir félög og hvað þau megi hafa fengið mikið afskrifað hjá lánastofnunum," segir Þorkell. „Við getum ekki farið að búa til einhver viðmið um eðlilegar afskriftir skulda eða gera einhverja eftirá skýringu hvað það varðar." Hann bendir á að gríðarlega mörg félög hafi fengið afskriftir skulda eftir hrunið. Það væri óhæfa að meina þeim að taka þátt í efnahagslífinu og byggja sig aftur upp fyrir þær sakir. Fram hefur komið að fulltrúi Landsbankans í stjórn Framtakssjóðsins lagðist gegn því að tilboð Kvosar væri samþykkt. Þorkell segir að það sé stefna innan stjórnarinnar að gefa ekki upp hvernig einstök atkvæði leggjast. „Það eru auðvitað ekkert allir alltaf sammála um allt í stjórnum fyrirtækja, en við höfum ekki í stjórn Framtakssjóðsins tjáð okkur um það opinberlega," segir Þorkell. Þorkell Sigurlaugsson segir að málið hafi farið í formlegt söluferli sem Straumur fjárfestingabanki sá um. Enn á eftir að ganga frá kaupum Kvosar og þau eru enn háð því að samþykki fáist hjá Samkeppniseftirlitinu. Tengdar fréttir Sér ekkert óeðlilegt við kaupin "Ég sé ekki alveg hvað er óeðlilegt við það," segir Þorgeir Baldursson, forstjóri Kvosar um kaup fyrirtækisins á Plastprenti, en Kvos hafði áður fengið milljarða afskriftir hjá Landsbankanum. 24. júlí 2012 10:05 Rifjar upp afskriftir aðalkeppinautanna "Er þetta réttlæti?" spyr Kristþór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ísafoldarprentsmiðju ehf., í grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann fjallar um afskriftir skulda aðalkeppinauta prentsmiðjunnar. 23. júlí 2012 09:33 Hvenær lýkur vitleysunni? Ég ætlaði hreinlega ekki að trúa mínum eigin eyrum, þegar mér var sagt að Framtakssjóður Íslands hefði selt Plastprent ehf. til Kvosar hf., móðurfélags Prentsmiðjunnar Odda. Fyrir örfáum mánuðum afskrifuðu Landsbankinn og Arion banki 5 milljarða af Kvos. Fyrrum eigendur fengu að halda fyrirtækinu, með því að leggja fram 500 milljónir. Þ.e. fyrir hverja krónu sem eigendur lögðu fram voru 10 afskrifaðar. 23. júlí 2012 06:00 Landsbankamenn ósáttir við að Kvos fékk að kaupa Plastprent Landsbankinn er ósáttur við að fyrirtæki sem nýlega fékk milljarða afskriftir hjá bankanum hafi fengið að kaupa Plastprent af Framtakssjóði Íslands. Fulltrúi bankans í stjórn sjóðsins greiddi atkvæði gegn samkomulaginu. 23. júlí 2012 18:39 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands, segir að tilboð Kvosar í Plastprent hafi verið hagstæðasta tilboðið sem barst. Hann segir að Framtakssjóðurinn verði að fara eftir verklagsreglum sínum í formlegu söluferli á félagi en geti ekki sest í siðferðilegt dómarasæti og miðað við hvað sé sanngjarnt út frá óskilgreindum forsendum. „Ef við ætluðum að setjast í eitthvert dómarasæti þá myndum við þurfa að skilgreina mjög vandlega fyrirfram hvað skilyrði við erum að setja fyrir því hver kaupir félög og hvað þau megi hafa fengið mikið afskrifað hjá lánastofnunum," segir Þorkell. „Við getum ekki farið að búa til einhver viðmið um eðlilegar afskriftir skulda eða gera einhverja eftirá skýringu hvað það varðar." Hann bendir á að gríðarlega mörg félög hafi fengið afskriftir skulda eftir hrunið. Það væri óhæfa að meina þeim að taka þátt í efnahagslífinu og byggja sig aftur upp fyrir þær sakir. Fram hefur komið að fulltrúi Landsbankans í stjórn Framtakssjóðsins lagðist gegn því að tilboð Kvosar væri samþykkt. Þorkell segir að það sé stefna innan stjórnarinnar að gefa ekki upp hvernig einstök atkvæði leggjast. „Það eru auðvitað ekkert allir alltaf sammála um allt í stjórnum fyrirtækja, en við höfum ekki í stjórn Framtakssjóðsins tjáð okkur um það opinberlega," segir Þorkell. Þorkell Sigurlaugsson segir að málið hafi farið í formlegt söluferli sem Straumur fjárfestingabanki sá um. Enn á eftir að ganga frá kaupum Kvosar og þau eru enn háð því að samþykki fáist hjá Samkeppniseftirlitinu.
Tengdar fréttir Sér ekkert óeðlilegt við kaupin "Ég sé ekki alveg hvað er óeðlilegt við það," segir Þorgeir Baldursson, forstjóri Kvosar um kaup fyrirtækisins á Plastprenti, en Kvos hafði áður fengið milljarða afskriftir hjá Landsbankanum. 24. júlí 2012 10:05 Rifjar upp afskriftir aðalkeppinautanna "Er þetta réttlæti?" spyr Kristþór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ísafoldarprentsmiðju ehf., í grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann fjallar um afskriftir skulda aðalkeppinauta prentsmiðjunnar. 23. júlí 2012 09:33 Hvenær lýkur vitleysunni? Ég ætlaði hreinlega ekki að trúa mínum eigin eyrum, þegar mér var sagt að Framtakssjóður Íslands hefði selt Plastprent ehf. til Kvosar hf., móðurfélags Prentsmiðjunnar Odda. Fyrir örfáum mánuðum afskrifuðu Landsbankinn og Arion banki 5 milljarða af Kvos. Fyrrum eigendur fengu að halda fyrirtækinu, með því að leggja fram 500 milljónir. Þ.e. fyrir hverja krónu sem eigendur lögðu fram voru 10 afskrifaðar. 23. júlí 2012 06:00 Landsbankamenn ósáttir við að Kvos fékk að kaupa Plastprent Landsbankinn er ósáttur við að fyrirtæki sem nýlega fékk milljarða afskriftir hjá bankanum hafi fengið að kaupa Plastprent af Framtakssjóði Íslands. Fulltrúi bankans í stjórn sjóðsins greiddi atkvæði gegn samkomulaginu. 23. júlí 2012 18:39 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Sér ekkert óeðlilegt við kaupin "Ég sé ekki alveg hvað er óeðlilegt við það," segir Þorgeir Baldursson, forstjóri Kvosar um kaup fyrirtækisins á Plastprenti, en Kvos hafði áður fengið milljarða afskriftir hjá Landsbankanum. 24. júlí 2012 10:05
Rifjar upp afskriftir aðalkeppinautanna "Er þetta réttlæti?" spyr Kristþór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ísafoldarprentsmiðju ehf., í grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann fjallar um afskriftir skulda aðalkeppinauta prentsmiðjunnar. 23. júlí 2012 09:33
Hvenær lýkur vitleysunni? Ég ætlaði hreinlega ekki að trúa mínum eigin eyrum, þegar mér var sagt að Framtakssjóður Íslands hefði selt Plastprent ehf. til Kvosar hf., móðurfélags Prentsmiðjunnar Odda. Fyrir örfáum mánuðum afskrifuðu Landsbankinn og Arion banki 5 milljarða af Kvos. Fyrrum eigendur fengu að halda fyrirtækinu, með því að leggja fram 500 milljónir. Þ.e. fyrir hverja krónu sem eigendur lögðu fram voru 10 afskrifaðar. 23. júlí 2012 06:00
Landsbankamenn ósáttir við að Kvos fékk að kaupa Plastprent Landsbankinn er ósáttur við að fyrirtæki sem nýlega fékk milljarða afskriftir hjá bankanum hafi fengið að kaupa Plastprent af Framtakssjóði Íslands. Fulltrúi bankans í stjórn sjóðsins greiddi atkvæði gegn samkomulaginu. 23. júlí 2012 18:39