Viðskipti innlent

Skemmdarverk gagnvart íslensku atvinnulífi

BBI skrifar
Grétar Mar
Grétar Mar
Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi þingmaður, segir það skemmdarverk gagnvart íslensku atvinnulífi að Steingrímur J. Sigfússon, sjávar- og landbúnaðarráðherra, hafi neitað grænlensku skipi að landa markílfarmi sem veiddist í lögsögunni við Grænland.

Eins og greint var frá í útvarpsfréttum Bylgjunnar í morgun var skipinu Eirik meinað að landa 550 tonna markílafla sínum á Íslandi í gær og því gert að sigla með aflann til Færeyja og selja hann þar. Farmurinn hefði verið kærkomin viðbót við íslenskan efnahag að mati Grétars, skapað störf o.fl.

Grétar segir öfugsnúið að sjávarútvegsráðherrann sem veiðir makrílinn við Ísland í óþökk Breta og ESB vilji meina Grænlendingum að veiða fiskinn í sinni lögsögu. „Það er bara hlægilegt," segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×